Viðræður í höfn og Snorri stýrir strákunum okkar Sindri Sverrisson skrifar 24. maí 2023 08:01 Snorri Steinn Guðjónsson tekur við landsliðinu eftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri með Val. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson verður næsti landsliðsþjálfari Íslands í handbolta karla og heldur því um stjórnartaumana þegar strákarnir okkar spila á Evrópumótinu í Þýskalandi í janúar. Samningsviðræður á milli forráðamanna HSÍ og Snorra hafa tekið drjúgan tíma, og snurða virtist hlaupin á þráðinn um helgina. Nú er hins vegar allt frágengið, samkvæmt heimildum Vísis, og ljóst að Snorri verður kynntur sem nýr landsliðsþjálfari á næstunni, mögulega innan við hundrað dögum eftir að greint var frá brotthvarfi Guðmundar Guðmundssonar í febrúar. Eins og Vísir greindi fyrst frá stendur til að Arnór Atlason, fyrrverandi liðsfélagi Snorra til margra ára úr landsliðinu, verði aðstoðarþjálfari landsliðsins. Það mun þó hins vegar ekki vera í höfn enn þá. Arnór er núverandi aðstoðarþjálfari Álaborgar og þjálfari U21-landsliðs Danmerkur en hættir báðum störfum í sumar og tekur við sem aðalþjálfari TTH Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni. Langt liðið frá fyrstu samskiptum Snorri var á meðal fyrstu manna sem að forráðamenn HSÍ ræddu óformlega við sem mögulega arftaka Guðmundar, í byrjun mars. Einnig var rætt óformlega við Dag Sigurðsson og Svíann Michael Apelgren, og gagnrýndi Dagur forráðamenn HSÍ harðlega fyrir slæleg vinnubrögð. Ekkert framhald varð á viðræðum við Snorra á meðan að HSÍ kannaði möguleikann á að fá erlendan þjálfara, þar sem Norðmaðurinn Christian Berge virðist hafa verið efstur á blaði. Hann hefur sagt tilboð HSÍ hafa verið freistandi en hafnaði því. Annar erlendur þjálfari sem orðaður var við landsliðsþjálfarastarfið, hinn danski Nicolej Krickau sem gert hefur mjög góða hluti hjá GOG, mun svo hafa hafnað Íslandi til að taka við þýska stórliðinu Flensburg. Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik.EPA/SRDJAN SUKI Annað freistandi starf losnaði fyrir Snorra Við það losnaði starf sem ljóst er að Snorri Steinn hafði mikinn áhuga á, og forráðamenn GOG voru fljótir að setja sig í samband við hann í síðustu viku. Íþróttastjóri GOG hefur staðfest viðræður við Snorra en nú er ljóst að hann tekur við landsliðinu. Snorri, sem er 41 árs gamall, sneri heim árið 2017 eftir farsælan feril í atvinnumennsku og var ráðinn spilandi þjálfari Vals en hann stýrði þá liðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Undir stjórn Snorra varð Valur Íslands- og bikarmeistari bæði árin 2021 og 2022, auk þess að verða deildarmeistari 2020 og aftur í vor. Þá náði liðið eftirtektarverðum árangri í Evrópudeildinni í vetur og komst í 16-liða úrslit. Óskar í stað Snorra Við brotthvarf Snorra frá Val stendur til að Valsarinn mikli Óskar Bjarni Óskarsson taki við Valsliðinu. Óskar Bjarni hefur verið Snorra til aðstoðar síðustu ár og þjálfað fyrir Val í fjölmörg ár. Tveir synir Óskars hafa verið lykilmenn í liði Vals síðustu misseri, þeir Benedikt Gunnar og Arnór Snær. Arnór verður hins vegar ekki í liðinu á næstu leiktíð því hann hefur samið til tveggja ára við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen. Valur Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
Samningsviðræður á milli forráðamanna HSÍ og Snorra hafa tekið drjúgan tíma, og snurða virtist hlaupin á þráðinn um helgina. Nú er hins vegar allt frágengið, samkvæmt heimildum Vísis, og ljóst að Snorri verður kynntur sem nýr landsliðsþjálfari á næstunni, mögulega innan við hundrað dögum eftir að greint var frá brotthvarfi Guðmundar Guðmundssonar í febrúar. Eins og Vísir greindi fyrst frá stendur til að Arnór Atlason, fyrrverandi liðsfélagi Snorra til margra ára úr landsliðinu, verði aðstoðarþjálfari landsliðsins. Það mun þó hins vegar ekki vera í höfn enn þá. Arnór er núverandi aðstoðarþjálfari Álaborgar og þjálfari U21-landsliðs Danmerkur en hættir báðum störfum í sumar og tekur við sem aðalþjálfari TTH Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni. Langt liðið frá fyrstu samskiptum Snorri var á meðal fyrstu manna sem að forráðamenn HSÍ ræddu óformlega við sem mögulega arftaka Guðmundar, í byrjun mars. Einnig var rætt óformlega við Dag Sigurðsson og Svíann Michael Apelgren, og gagnrýndi Dagur forráðamenn HSÍ harðlega fyrir slæleg vinnubrögð. Ekkert framhald varð á viðræðum við Snorra á meðan að HSÍ kannaði möguleikann á að fá erlendan þjálfara, þar sem Norðmaðurinn Christian Berge virðist hafa verið efstur á blaði. Hann hefur sagt tilboð HSÍ hafa verið freistandi en hafnaði því. Annar erlendur þjálfari sem orðaður var við landsliðsþjálfarastarfið, hinn danski Nicolej Krickau sem gert hefur mjög góða hluti hjá GOG, mun svo hafa hafnað Íslandi til að taka við þýska stórliðinu Flensburg. Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik.EPA/SRDJAN SUKI Annað freistandi starf losnaði fyrir Snorra Við það losnaði starf sem ljóst er að Snorri Steinn hafði mikinn áhuga á, og forráðamenn GOG voru fljótir að setja sig í samband við hann í síðustu viku. Íþróttastjóri GOG hefur staðfest viðræður við Snorra en nú er ljóst að hann tekur við landsliðinu. Snorri, sem er 41 árs gamall, sneri heim árið 2017 eftir farsælan feril í atvinnumennsku og var ráðinn spilandi þjálfari Vals en hann stýrði þá liðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Undir stjórn Snorra varð Valur Íslands- og bikarmeistari bæði árin 2021 og 2022, auk þess að verða deildarmeistari 2020 og aftur í vor. Þá náði liðið eftirtektarverðum árangri í Evrópudeildinni í vetur og komst í 16-liða úrslit. Óskar í stað Snorra Við brotthvarf Snorra frá Val stendur til að Valsarinn mikli Óskar Bjarni Óskarsson taki við Valsliðinu. Óskar Bjarni hefur verið Snorra til aðstoðar síðustu ár og þjálfað fyrir Val í fjölmörg ár. Tveir synir Óskars hafa verið lykilmenn í liði Vals síðustu misseri, þeir Benedikt Gunnar og Arnór Snær. Arnór verður hins vegar ekki í liðinu á næstu leiktíð því hann hefur samið til tveggja ára við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen.
Valur Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira