Plastið verði eitraðra við endurvinnslu og eigi ekki heima í hringrásarhagkerfinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. maí 2023 10:55 Stór hluti plastúrgangs Vesturlanda endar í fátækari ríkjum heims. Getty/NurPhoto/Sudipta Das Endurvinnsla plasts getur gert plastið enn „eitraðra“ en áður og er ekki umhverfisvæn lausn. Þetta segja náttúrunverndarsamtökin Greenpeace. Í nýrri skýrslu þar sem teknar eru saman niðurstöður vísindarannsókna á endurvinnslu plasts, segir að past eigi ekki heima í hringrásarhagkerfinu. Útgáfa skýrslunnar kemur á sama tíma og viðræður eru að hefjast um alþjóðlegan sáttamála um plast en þær munu fara fram í París í næstu viku. Um er að ræða þátt í aðgerðum 173 ríkja sem skuldbundu sig í fyrra til þess að þróa lagalega bindandi samkomulag um plast, allt frá framleiðslu til úrvinnslu. Viðræður um samkomulagið eiga að taka tvö ár. Aðeins um 9 prósent alls plasts í heiminum er endurunnið og enn minna, 5 til 6 prósent, í Bandaríkjunum. Gramham Forbes, sem leiðir alþjóðlega plastherferð Greenpeace í Bandaríkjunum, segir endurvinnslu enn einu lausnina sem fyrirtækin sem græða á plastframleiðslu hafa getað boðið upp á. „Eituráhrif plasts aukast hins vegar með endurvinnslu. Plast á ekki heima í hringrásarhagkerfinu og það er ljóst að eina lausnin við plastmengun er að draga verulega úr plastframleiðslu,“ segir hann. Áætlað er að um 8 milljarðar tonna af plasti hafi verið framleidd frá 1950. Í skýrslu Greenpeace segir að rannsóknir sýni að endurunnið plast innihaldi oft meira magn eiturefna og ýmissa óumhverfisvænna efna á borð við díoxín en upphaflega plastið. Þá er einnig um að ræða efni sem geta haft áhrif á innkirtlastarfsemi, það er að segja hormónabúskap, líkamans. Gert er ráð fyrir að plastframleiðsla muni aukast um þriðjung fyrir árið 2060. Greenpeace segja fyrirhugaðan plastsáttmála verða að kveða á um framleiðslutakmarkanir, endurnýtningu og þróun tækni til að farga plasti, án þess að brenna það eða grafa niður. Skýrsla Greenpeace kemur á hæla vísindarannsóknar sem framkvæmd var á Bretlandseyjum, þar sem niðurstöður sýndu að á milli 6 til 13 prósent plasts endaði mögulega sem plastagnir í vatni eða lofti við endurvinnslu. Plastagnir, agnir sem eru undir fimm millimetrar að stærð, eru nú út um allt og hafa fundist bæði á Suðurskautinu og í mannslíkamanum. Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Útgáfa skýrslunnar kemur á sama tíma og viðræður eru að hefjast um alþjóðlegan sáttamála um plast en þær munu fara fram í París í næstu viku. Um er að ræða þátt í aðgerðum 173 ríkja sem skuldbundu sig í fyrra til þess að þróa lagalega bindandi samkomulag um plast, allt frá framleiðslu til úrvinnslu. Viðræður um samkomulagið eiga að taka tvö ár. Aðeins um 9 prósent alls plasts í heiminum er endurunnið og enn minna, 5 til 6 prósent, í Bandaríkjunum. Gramham Forbes, sem leiðir alþjóðlega plastherferð Greenpeace í Bandaríkjunum, segir endurvinnslu enn einu lausnina sem fyrirtækin sem græða á plastframleiðslu hafa getað boðið upp á. „Eituráhrif plasts aukast hins vegar með endurvinnslu. Plast á ekki heima í hringrásarhagkerfinu og það er ljóst að eina lausnin við plastmengun er að draga verulega úr plastframleiðslu,“ segir hann. Áætlað er að um 8 milljarðar tonna af plasti hafi verið framleidd frá 1950. Í skýrslu Greenpeace segir að rannsóknir sýni að endurunnið plast innihaldi oft meira magn eiturefna og ýmissa óumhverfisvænna efna á borð við díoxín en upphaflega plastið. Þá er einnig um að ræða efni sem geta haft áhrif á innkirtlastarfsemi, það er að segja hormónabúskap, líkamans. Gert er ráð fyrir að plastframleiðsla muni aukast um þriðjung fyrir árið 2060. Greenpeace segja fyrirhugaðan plastsáttmála verða að kveða á um framleiðslutakmarkanir, endurnýtningu og þróun tækni til að farga plasti, án þess að brenna það eða grafa niður. Skýrsla Greenpeace kemur á hæla vísindarannsóknar sem framkvæmd var á Bretlandseyjum, þar sem niðurstöður sýndu að á milli 6 til 13 prósent plasts endaði mögulega sem plastagnir í vatni eða lofti við endurvinnslu. Plastagnir, agnir sem eru undir fimm millimetrar að stærð, eru nú út um allt og hafa fundist bæði á Suðurskautinu og í mannslíkamanum.
Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira