Sjálfstæðisflokkurinn verið við stjórn í tíu ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. maí 2023 18:51 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðustól á Alþingi. Vísir/Vilhelm Í gær voru tíu ár liðin frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum 23. maí 2013. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því verið við völd í tíu ár sem hluti af fimm ríkisstjórnum, þar af tveimur sem hafa sprungið. Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði þessum áratug stjórnar á heimasíðu flokksins þar sem má lesa grein um þau afrek sem hafa unnist. Áratugurinn er merkilegur fyrir þær sakir að þrátt fyrir að Bjarni Benediktsson hafi verið formaður allan áratuginn hefur hann aðeins verið forsætisráðherra í átta mánuði af þessum 119. Af öllum formönnum Sjálfstæðisflokksins hefur Þorsteinn Pálsson aðeins setið í styttri tíma sem forsætisráðherra. Aftur á móti hefur Bjarni verið fjármálaráðherra hina 111 mánuðina. Á Facebook-síðu flokksins má sjá myndband með ræðubútum frá Bjarna Benediktssyni og myndum frá síðustu tíu árum sem skrifstofa flokksins hefur tekið saman. Óstöðugleiki undanfarinn áratug Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi lýst sér sem flokki stöðugleika en undanfarinn áratugur hefur þó miklu frekar einkennst af óstöðugleika. Það sést einna best í þeim fjölda ríkisstjórna sem hafa verið við völd, fimm á tíu árum, eða nýrri ríkisstjórn að meðaltali á tveggja ára fresti. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem samanstóð af Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk tók við 2013 en entist bara í þrjú ár vegna Wintris-málsins fræga. Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér tók Sigurður Ingi við embætti forsætisráðherra í lítt breyttri ríkisstjórn sömu flokka. Hún sat í hálft ár fram að þingkosningum sem var flýtt fram til október 2016. Í kjölfar kosninganna tók við stjórnarkreppa og sat ríkisstjórn Sigurðar Inga því sem minnihlutastjórn fram í janúar 2017. Þá tók við þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar sem Bjarni var forsætisráðherra. Hún entist enn styttra en fyrri stjórnir, aðeins átta mánuði. Sú stjórn sprakk í kjölfar hneykslismála tengdum uppreistar æru kynferðisafbrotamannanna Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Björt framtíð sleit samstarfinu vegna „alvarlegs trúnaðarbrests innan ríkisstjórnarinnar“ og sögðu Bjarni Benediktsson hafa leynt því hvenær hann komst að því að Benedikt Sveinsson, faðir hans, hefði veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni, jákvæða umsögn. Hér fyrir neðan má sjá þegar Sigríður Andersen greindi frá því í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu á Stöð 2 að Bjarni hefði vitað af meðmælum Benedikts, föður hans, mun lengur en hann gaf upp. Síðar sama kvöld sprakk stjórnin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5DgtShJsOT4">watch on YouTube</a> Eftir kosningarnar 2017 tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna við undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún sat sterk í gegnum Covid-faraldur og í kosningunum 2021 náði hún aftur meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn mun því að öllum líkindum vera lengur en tíu ár við stjórn, allavega fram að næstu kosningum. Nema stjórnin springi en það virðist ekkert benda til þess. Miðað við nýjustu kannanir og óánægju landsmanna með núverandi ríkisstjórn er ekki líklegt að stjórnarsamstarfið haldi eftir næstu kosningar. Hins vegar er aldrei að vita hvort Sjálfstæðisflokkurinn nái að halda sér í ríkisstjórn með öðrum flokkum og verði kannski einn áratug til viðbótar í ríkisstjórn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tímamót Alþingi Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði þessum áratug stjórnar á heimasíðu flokksins þar sem má lesa grein um þau afrek sem hafa unnist. Áratugurinn er merkilegur fyrir þær sakir að þrátt fyrir að Bjarni Benediktsson hafi verið formaður allan áratuginn hefur hann aðeins verið forsætisráðherra í átta mánuði af þessum 119. Af öllum formönnum Sjálfstæðisflokksins hefur Þorsteinn Pálsson aðeins setið í styttri tíma sem forsætisráðherra. Aftur á móti hefur Bjarni verið fjármálaráðherra hina 111 mánuðina. Á Facebook-síðu flokksins má sjá myndband með ræðubútum frá Bjarna Benediktssyni og myndum frá síðustu tíu árum sem skrifstofa flokksins hefur tekið saman. Óstöðugleiki undanfarinn áratug Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi lýst sér sem flokki stöðugleika en undanfarinn áratugur hefur þó miklu frekar einkennst af óstöðugleika. Það sést einna best í þeim fjölda ríkisstjórna sem hafa verið við völd, fimm á tíu árum, eða nýrri ríkisstjórn að meðaltali á tveggja ára fresti. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem samanstóð af Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk tók við 2013 en entist bara í þrjú ár vegna Wintris-málsins fræga. Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér tók Sigurður Ingi við embætti forsætisráðherra í lítt breyttri ríkisstjórn sömu flokka. Hún sat í hálft ár fram að þingkosningum sem var flýtt fram til október 2016. Í kjölfar kosninganna tók við stjórnarkreppa og sat ríkisstjórn Sigurðar Inga því sem minnihlutastjórn fram í janúar 2017. Þá tók við þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar sem Bjarni var forsætisráðherra. Hún entist enn styttra en fyrri stjórnir, aðeins átta mánuði. Sú stjórn sprakk í kjölfar hneykslismála tengdum uppreistar æru kynferðisafbrotamannanna Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Björt framtíð sleit samstarfinu vegna „alvarlegs trúnaðarbrests innan ríkisstjórnarinnar“ og sögðu Bjarni Benediktsson hafa leynt því hvenær hann komst að því að Benedikt Sveinsson, faðir hans, hefði veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni, jákvæða umsögn. Hér fyrir neðan má sjá þegar Sigríður Andersen greindi frá því í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu á Stöð 2 að Bjarni hefði vitað af meðmælum Benedikts, föður hans, mun lengur en hann gaf upp. Síðar sama kvöld sprakk stjórnin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5DgtShJsOT4">watch on YouTube</a> Eftir kosningarnar 2017 tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna við undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún sat sterk í gegnum Covid-faraldur og í kosningunum 2021 náði hún aftur meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn mun því að öllum líkindum vera lengur en tíu ár við stjórn, allavega fram að næstu kosningum. Nema stjórnin springi en það virðist ekkert benda til þess. Miðað við nýjustu kannanir og óánægju landsmanna með núverandi ríkisstjórn er ekki líklegt að stjórnarsamstarfið haldi eftir næstu kosningar. Hins vegar er aldrei að vita hvort Sjálfstæðisflokkurinn nái að halda sér í ríkisstjórn með öðrum flokkum og verði kannski einn áratug til viðbótar í ríkisstjórn.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tímamót Alþingi Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira