Sjálfstæðisflokkurinn verið við stjórn í tíu ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. maí 2023 18:51 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðustól á Alþingi. Vísir/Vilhelm Í gær voru tíu ár liðin frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum 23. maí 2013. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því verið við völd í tíu ár sem hluti af fimm ríkisstjórnum, þar af tveimur sem hafa sprungið. Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði þessum áratug stjórnar á heimasíðu flokksins þar sem má lesa grein um þau afrek sem hafa unnist. Áratugurinn er merkilegur fyrir þær sakir að þrátt fyrir að Bjarni Benediktsson hafi verið formaður allan áratuginn hefur hann aðeins verið forsætisráðherra í átta mánuði af þessum 119. Af öllum formönnum Sjálfstæðisflokksins hefur Þorsteinn Pálsson aðeins setið í styttri tíma sem forsætisráðherra. Aftur á móti hefur Bjarni verið fjármálaráðherra hina 111 mánuðina. Á Facebook-síðu flokksins má sjá myndband með ræðubútum frá Bjarna Benediktssyni og myndum frá síðustu tíu árum sem skrifstofa flokksins hefur tekið saman. Óstöðugleiki undanfarinn áratug Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi lýst sér sem flokki stöðugleika en undanfarinn áratugur hefur þó miklu frekar einkennst af óstöðugleika. Það sést einna best í þeim fjölda ríkisstjórna sem hafa verið við völd, fimm á tíu árum, eða nýrri ríkisstjórn að meðaltali á tveggja ára fresti. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem samanstóð af Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk tók við 2013 en entist bara í þrjú ár vegna Wintris-málsins fræga. Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér tók Sigurður Ingi við embætti forsætisráðherra í lítt breyttri ríkisstjórn sömu flokka. Hún sat í hálft ár fram að þingkosningum sem var flýtt fram til október 2016. Í kjölfar kosninganna tók við stjórnarkreppa og sat ríkisstjórn Sigurðar Inga því sem minnihlutastjórn fram í janúar 2017. Þá tók við þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar sem Bjarni var forsætisráðherra. Hún entist enn styttra en fyrri stjórnir, aðeins átta mánuði. Sú stjórn sprakk í kjölfar hneykslismála tengdum uppreistar æru kynferðisafbrotamannanna Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Björt framtíð sleit samstarfinu vegna „alvarlegs trúnaðarbrests innan ríkisstjórnarinnar“ og sögðu Bjarni Benediktsson hafa leynt því hvenær hann komst að því að Benedikt Sveinsson, faðir hans, hefði veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni, jákvæða umsögn. Hér fyrir neðan má sjá þegar Sigríður Andersen greindi frá því í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu á Stöð 2 að Bjarni hefði vitað af meðmælum Benedikts, föður hans, mun lengur en hann gaf upp. Síðar sama kvöld sprakk stjórnin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5DgtShJsOT4">watch on YouTube</a> Eftir kosningarnar 2017 tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna við undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún sat sterk í gegnum Covid-faraldur og í kosningunum 2021 náði hún aftur meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn mun því að öllum líkindum vera lengur en tíu ár við stjórn, allavega fram að næstu kosningum. Nema stjórnin springi en það virðist ekkert benda til þess. Miðað við nýjustu kannanir og óánægju landsmanna með núverandi ríkisstjórn er ekki líklegt að stjórnarsamstarfið haldi eftir næstu kosningar. Hins vegar er aldrei að vita hvort Sjálfstæðisflokkurinn nái að halda sér í ríkisstjórn með öðrum flokkum og verði kannski einn áratug til viðbótar í ríkisstjórn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tímamót Alþingi Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði þessum áratug stjórnar á heimasíðu flokksins þar sem má lesa grein um þau afrek sem hafa unnist. Áratugurinn er merkilegur fyrir þær sakir að þrátt fyrir að Bjarni Benediktsson hafi verið formaður allan áratuginn hefur hann aðeins verið forsætisráðherra í átta mánuði af þessum 119. Af öllum formönnum Sjálfstæðisflokksins hefur Þorsteinn Pálsson aðeins setið í styttri tíma sem forsætisráðherra. Aftur á móti hefur Bjarni verið fjármálaráðherra hina 111 mánuðina. Á Facebook-síðu flokksins má sjá myndband með ræðubútum frá Bjarna Benediktssyni og myndum frá síðustu tíu árum sem skrifstofa flokksins hefur tekið saman. Óstöðugleiki undanfarinn áratug Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi lýst sér sem flokki stöðugleika en undanfarinn áratugur hefur þó miklu frekar einkennst af óstöðugleika. Það sést einna best í þeim fjölda ríkisstjórna sem hafa verið við völd, fimm á tíu árum, eða nýrri ríkisstjórn að meðaltali á tveggja ára fresti. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem samanstóð af Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk tók við 2013 en entist bara í þrjú ár vegna Wintris-málsins fræga. Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér tók Sigurður Ingi við embætti forsætisráðherra í lítt breyttri ríkisstjórn sömu flokka. Hún sat í hálft ár fram að þingkosningum sem var flýtt fram til október 2016. Í kjölfar kosninganna tók við stjórnarkreppa og sat ríkisstjórn Sigurðar Inga því sem minnihlutastjórn fram í janúar 2017. Þá tók við þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar sem Bjarni var forsætisráðherra. Hún entist enn styttra en fyrri stjórnir, aðeins átta mánuði. Sú stjórn sprakk í kjölfar hneykslismála tengdum uppreistar æru kynferðisafbrotamannanna Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Björt framtíð sleit samstarfinu vegna „alvarlegs trúnaðarbrests innan ríkisstjórnarinnar“ og sögðu Bjarni Benediktsson hafa leynt því hvenær hann komst að því að Benedikt Sveinsson, faðir hans, hefði veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni, jákvæða umsögn. Hér fyrir neðan má sjá þegar Sigríður Andersen greindi frá því í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu á Stöð 2 að Bjarni hefði vitað af meðmælum Benedikts, föður hans, mun lengur en hann gaf upp. Síðar sama kvöld sprakk stjórnin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5DgtShJsOT4">watch on YouTube</a> Eftir kosningarnar 2017 tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna við undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún sat sterk í gegnum Covid-faraldur og í kosningunum 2021 náði hún aftur meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn mun því að öllum líkindum vera lengur en tíu ár við stjórn, allavega fram að næstu kosningum. Nema stjórnin springi en það virðist ekkert benda til þess. Miðað við nýjustu kannanir og óánægju landsmanna með núverandi ríkisstjórn er ekki líklegt að stjórnarsamstarfið haldi eftir næstu kosningar. Hins vegar er aldrei að vita hvort Sjálfstæðisflokkurinn nái að halda sér í ríkisstjórn með öðrum flokkum og verði kannski einn áratug til viðbótar í ríkisstjórn.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tímamót Alþingi Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira