Að kíkja í pakkann Guðbrandur Einarsson skrifar 26. maí 2023 07:30 Við stjórnmálafólk berum ríka skyldu til að bæta hag almennings á hverjum tíma. Viðfangsefnin eru mismunandi og nauðsynlegt að horfa bæði til skemmri tíma og lengri. Við erum nú að upplifa verulegan óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sem hefur neikvæð áhrif á lífskjörin í landinu. Þetta er alls ekki óþekkt fyrirbrigði íslensku samfélagi. Sveiflurnar eru miklar upp og niður. Við slíkar aðstæður er erfitt að gera einhver plön sem halda og því miður er það þannig að sú áætlun sem gerð var í dag er orðin úrelt á morgun. Í desember 2009 skipaði þáverandi utanríkisráðherra 10 samningahópa sem var ætlað að annast undirbúning aðildarviðræðna við ESB. Þeim viðræðum var síðan slitið illu heilli fjórum árum seinna eða í desember 2013 af öðrum utanríkisráðherra. Ástæðan sem hann bar fyrir sig var að ekki næðust samningar í sjávarútvegsmálum. Það vita það hins vegar allir að andstæðingar ESB aðildar nýttu sér ágreining um skiptingu makrílkvóta til þess að réttlæta viðræðuslit. Allir aðrir en Íslendingar gátu hins vegar gengið til samninga um skiptingu makrílkvótans. Norðmenn hafa tvisvar kíkt í pakkann Margir hafa talað með fyrirlitningu um að það hafi ekkert upp á sig að kíkja í pakkann. Fari menn í viðræður sé það til þess að fara inn. Því er til að svara að Norðmenn hafa í tvígang kíkt í þennan pakka og ákveðið að hafna honum, með naumindum þó. Við erum hins vegar alltaf í þeirri stöðu að þeir sem ráða för neita þjóðinni um að fá úr því skorið hvort aðild að ESB geti verið vænleg eða ekki. Þá er borið fyrir sig fullveldisafsali, að stjórn sjávarútvegs hverfi til Brussel og að íslenskur landbúnaður lendi í kröggum. Ekkert af þessu hefur verið fullreynt. Ekkert þeirra ríkja sem nú mynda Evrópusambandið telja sig hafa tapað fullveldinu. Þau telja sig að sjálfsögðu fullvalda ríki í samstarfi við önnur ríki (eins og við Íslendingar erum á mörgum sviðum líka). Reglan um hlutfallslegan stöðugleika ætti að tryggja okkur yfirráð yfir fiskimiðunum við Íslands þar sem að ekkert ríki innan ESB hefur stundað hér veiðar í áratugi. Hvað varðar landbúnaðinn sem skiptir okkur svo miklu þá fengu Finnar og Svíar samþykktan viðauka við ESB samninginn um landbúnað á köldum svæðum og ætti allt Ísland að falla þar undir með ívilnunum fyrir íslenskan landbúnað. Það er því ekki hægt að sjá að rök andstæðinga ESB aðildar haldi vatni. Hvað gæti verið í pakkanum? Það er eftir ýmsu að slægjast með aðild að ESB fyrir íslenskan almenning. Hagfræðingar hafa talað um að viðvarandi vaxtamunur við útlönd upp á 3-4% myndi minnka verulega. Það samsvarar um 300 milljörðum króna fyrir íslenskt samfélag. Þó að upphæðin væri ekki þessi tala þá myndi það skipta okkur máli að njóta sambærilegra vaxtakjara og samanburðarþjóðir í Evrópu. Það er í þessu samhengi áhugavert að velta því upp að framlag til heilbrigðismála er um 320 milljarðar. Við myndum sjá tollamúra hrynja og aðgengi að mörkuðum aukast. Það hefur í för með sér lægra matarverð og þar með aukinn kaupmátt launanna okkar. Hræðslupólitík Við megum ekki láta hræðslupólitík þeirra sem hugsa fyrst og fremst um að gæta sérhagsmuna hræða okkur frá því að skoða hvað getur komið okkur vel í nútíð og framtíð. Þröstur Ólafsson hagfræðingur sagði í færslu á Facebook nýverið, að upptaka stöðugri gjaldmiðils væri „höfuðforsenda allra aðgerða“ fyrir traustu velferðarkerfi og heilbrigðum ríkisfjármálum. Hann hefði tekið þátt í ótal tilraunum til varanleika með krónuna við stýrið sem ætíð hafi brostið. Við náum ekki langt ef við neitum að læra af reynslunni. Það er ekki bara stór ákvörðun að ganga í Evrópusambandið en það er líka stór ákvörðun að gera það ekki. Stjórnmálafólk sem ber hag almennings fyrir brjósti verður að beita sér fyrir því að viðræðunum verði haldið áfram svo við fáum að sjá hvað er í pakkanum í raun og veru. Tilraunirnar með krónuna hafa verið margar eins og hagfræðingurinn Þröstur bendir á, en hversu lengi ætlum við að vera tilraunadýr í tilraunum sem dæmdar eru til að mistakast? Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Við stjórnmálafólk berum ríka skyldu til að bæta hag almennings á hverjum tíma. Viðfangsefnin eru mismunandi og nauðsynlegt að horfa bæði til skemmri tíma og lengri. Við erum nú að upplifa verulegan óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sem hefur neikvæð áhrif á lífskjörin í landinu. Þetta er alls ekki óþekkt fyrirbrigði íslensku samfélagi. Sveiflurnar eru miklar upp og niður. Við slíkar aðstæður er erfitt að gera einhver plön sem halda og því miður er það þannig að sú áætlun sem gerð var í dag er orðin úrelt á morgun. Í desember 2009 skipaði þáverandi utanríkisráðherra 10 samningahópa sem var ætlað að annast undirbúning aðildarviðræðna við ESB. Þeim viðræðum var síðan slitið illu heilli fjórum árum seinna eða í desember 2013 af öðrum utanríkisráðherra. Ástæðan sem hann bar fyrir sig var að ekki næðust samningar í sjávarútvegsmálum. Það vita það hins vegar allir að andstæðingar ESB aðildar nýttu sér ágreining um skiptingu makrílkvóta til þess að réttlæta viðræðuslit. Allir aðrir en Íslendingar gátu hins vegar gengið til samninga um skiptingu makrílkvótans. Norðmenn hafa tvisvar kíkt í pakkann Margir hafa talað með fyrirlitningu um að það hafi ekkert upp á sig að kíkja í pakkann. Fari menn í viðræður sé það til þess að fara inn. Því er til að svara að Norðmenn hafa í tvígang kíkt í þennan pakka og ákveðið að hafna honum, með naumindum þó. Við erum hins vegar alltaf í þeirri stöðu að þeir sem ráða för neita þjóðinni um að fá úr því skorið hvort aðild að ESB geti verið vænleg eða ekki. Þá er borið fyrir sig fullveldisafsali, að stjórn sjávarútvegs hverfi til Brussel og að íslenskur landbúnaður lendi í kröggum. Ekkert af þessu hefur verið fullreynt. Ekkert þeirra ríkja sem nú mynda Evrópusambandið telja sig hafa tapað fullveldinu. Þau telja sig að sjálfsögðu fullvalda ríki í samstarfi við önnur ríki (eins og við Íslendingar erum á mörgum sviðum líka). Reglan um hlutfallslegan stöðugleika ætti að tryggja okkur yfirráð yfir fiskimiðunum við Íslands þar sem að ekkert ríki innan ESB hefur stundað hér veiðar í áratugi. Hvað varðar landbúnaðinn sem skiptir okkur svo miklu þá fengu Finnar og Svíar samþykktan viðauka við ESB samninginn um landbúnað á köldum svæðum og ætti allt Ísland að falla þar undir með ívilnunum fyrir íslenskan landbúnað. Það er því ekki hægt að sjá að rök andstæðinga ESB aðildar haldi vatni. Hvað gæti verið í pakkanum? Það er eftir ýmsu að slægjast með aðild að ESB fyrir íslenskan almenning. Hagfræðingar hafa talað um að viðvarandi vaxtamunur við útlönd upp á 3-4% myndi minnka verulega. Það samsvarar um 300 milljörðum króna fyrir íslenskt samfélag. Þó að upphæðin væri ekki þessi tala þá myndi það skipta okkur máli að njóta sambærilegra vaxtakjara og samanburðarþjóðir í Evrópu. Það er í þessu samhengi áhugavert að velta því upp að framlag til heilbrigðismála er um 320 milljarðar. Við myndum sjá tollamúra hrynja og aðgengi að mörkuðum aukast. Það hefur í för með sér lægra matarverð og þar með aukinn kaupmátt launanna okkar. Hræðslupólitík Við megum ekki láta hræðslupólitík þeirra sem hugsa fyrst og fremst um að gæta sérhagsmuna hræða okkur frá því að skoða hvað getur komið okkur vel í nútíð og framtíð. Þröstur Ólafsson hagfræðingur sagði í færslu á Facebook nýverið, að upptaka stöðugri gjaldmiðils væri „höfuðforsenda allra aðgerða“ fyrir traustu velferðarkerfi og heilbrigðum ríkisfjármálum. Hann hefði tekið þátt í ótal tilraunum til varanleika með krónuna við stýrið sem ætíð hafi brostið. Við náum ekki langt ef við neitum að læra af reynslunni. Það er ekki bara stór ákvörðun að ganga í Evrópusambandið en það er líka stór ákvörðun að gera það ekki. Stjórnmálafólk sem ber hag almennings fyrir brjósti verður að beita sér fyrir því að viðræðunum verði haldið áfram svo við fáum að sjá hvað er í pakkanum í raun og veru. Tilraunirnar með krónuna hafa verið margar eins og hagfræðingurinn Þröstur bendir á, en hversu lengi ætlum við að vera tilraunadýr í tilraunum sem dæmdar eru til að mistakast? Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun