Skrefi nær því sem engum hefur tekist Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2023 07:30 Marcus Smart var þefvís á boltann í gærkvöld og náði að stela honum fimm sinnum af Miami-mönnum, auk þess að skora 23 stig. AP/Michael Dwyer Leikmenn Boston Celtics hafa spilað fjóra leiki upp á líf og dauða í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í ár og alltaf lifað af. Í nótt unnu þeir Miami Heat 110-97 og minnkuðu forskot Miami í 3-2 í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar. Miami komst í 3-0 í einvíginu en hefur nú klúðrað tveimur tækifærum til að slá út Boston og tryggja sér einvígi við Denver Nuggets um NBA-meistaratitilinn. Engu liði hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-0 undir (það hefur verið reynt 150 sinnum) en Boston er hálfnað í því verkefni og getur jafnað einvígið í Miami á morgun. Í fyrsta sinn á tímabilinu voru fjórir leikmenn Boston með yfir 20 stig í leiknum. Derrick White setti niður sex þriggja stiga körfur og endaði með 24 stig, Marcus Smart skoraði 23 stig og stal boltanum fimm sinnum, og þeir Jayson Tatum og Jaylen Brown skoruðu 21 stig hvor. The @celtics triumph in the must-win Game 5!Jayson Tatum: 21 PTS, 11 AST, 8 REBJaylen Brown: 21 PTS, 3 STL Game 6 ECF: Saturday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/ADAqcfaJ8H— NBA (@NBA) May 26, 2023 Boston hafði áður verið með bakið uppi við vegg í tveimur leikjum gegn Philadelphia 76ers en tekist að vinna það einvígi. „Ég held að núna sé þetta orðið að seríu,“ sagði Jaylen Brown eftir sigurinn í Garðinum í nótt, fyrir framan öfluga stuðningsmenn sem kyrjuðu „Beat the Heat“ hátt í fyrsta sinn síðan í leik eitt í einvíginu. Miami á enn góða möguleika á að verða aðeins annað lið sögunnar til að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar þrátt fyrir að koma inn í úrslitakeppnina sem áttunda besta lið sinnar deildar. „Við munum alltaf vera jákvæðir og vitum að við ætlum og munum vinna þessa seríu,“ sagði Jimmy Butler, lykilmaður Miami. „Við verðum bara að klára dæmið heima,“ sagði Butler. Butler skoraði 14 stig í leiknum en spilaði ekkert síðustu tíu mínútur leiksins, eftir að Miami var komið 24 stigum undir, 96-72. Duncan Robinson var með 18 stig fyrir Miami og Bam Adebayo 16 en gestirnir náðu aldrei forystu í leiknum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira
Miami komst í 3-0 í einvíginu en hefur nú klúðrað tveimur tækifærum til að slá út Boston og tryggja sér einvígi við Denver Nuggets um NBA-meistaratitilinn. Engu liði hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-0 undir (það hefur verið reynt 150 sinnum) en Boston er hálfnað í því verkefni og getur jafnað einvígið í Miami á morgun. Í fyrsta sinn á tímabilinu voru fjórir leikmenn Boston með yfir 20 stig í leiknum. Derrick White setti niður sex þriggja stiga körfur og endaði með 24 stig, Marcus Smart skoraði 23 stig og stal boltanum fimm sinnum, og þeir Jayson Tatum og Jaylen Brown skoruðu 21 stig hvor. The @celtics triumph in the must-win Game 5!Jayson Tatum: 21 PTS, 11 AST, 8 REBJaylen Brown: 21 PTS, 3 STL Game 6 ECF: Saturday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/ADAqcfaJ8H— NBA (@NBA) May 26, 2023 Boston hafði áður verið með bakið uppi við vegg í tveimur leikjum gegn Philadelphia 76ers en tekist að vinna það einvígi. „Ég held að núna sé þetta orðið að seríu,“ sagði Jaylen Brown eftir sigurinn í Garðinum í nótt, fyrir framan öfluga stuðningsmenn sem kyrjuðu „Beat the Heat“ hátt í fyrsta sinn síðan í leik eitt í einvíginu. Miami á enn góða möguleika á að verða aðeins annað lið sögunnar til að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar þrátt fyrir að koma inn í úrslitakeppnina sem áttunda besta lið sinnar deildar. „Við munum alltaf vera jákvæðir og vitum að við ætlum og munum vinna þessa seríu,“ sagði Jimmy Butler, lykilmaður Miami. „Við verðum bara að klára dæmið heima,“ sagði Butler. Butler skoraði 14 stig í leiknum en spilaði ekkert síðustu tíu mínútur leiksins, eftir að Miami var komið 24 stigum undir, 96-72. Duncan Robinson var með 18 stig fyrir Miami og Bam Adebayo 16 en gestirnir náðu aldrei forystu í leiknum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira