Skrefi nær því sem engum hefur tekist Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2023 07:30 Marcus Smart var þefvís á boltann í gærkvöld og náði að stela honum fimm sinnum af Miami-mönnum, auk þess að skora 23 stig. AP/Michael Dwyer Leikmenn Boston Celtics hafa spilað fjóra leiki upp á líf og dauða í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í ár og alltaf lifað af. Í nótt unnu þeir Miami Heat 110-97 og minnkuðu forskot Miami í 3-2 í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar. Miami komst í 3-0 í einvíginu en hefur nú klúðrað tveimur tækifærum til að slá út Boston og tryggja sér einvígi við Denver Nuggets um NBA-meistaratitilinn. Engu liði hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-0 undir (það hefur verið reynt 150 sinnum) en Boston er hálfnað í því verkefni og getur jafnað einvígið í Miami á morgun. Í fyrsta sinn á tímabilinu voru fjórir leikmenn Boston með yfir 20 stig í leiknum. Derrick White setti niður sex þriggja stiga körfur og endaði með 24 stig, Marcus Smart skoraði 23 stig og stal boltanum fimm sinnum, og þeir Jayson Tatum og Jaylen Brown skoruðu 21 stig hvor. The @celtics triumph in the must-win Game 5!Jayson Tatum: 21 PTS, 11 AST, 8 REBJaylen Brown: 21 PTS, 3 STL Game 6 ECF: Saturday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/ADAqcfaJ8H— NBA (@NBA) May 26, 2023 Boston hafði áður verið með bakið uppi við vegg í tveimur leikjum gegn Philadelphia 76ers en tekist að vinna það einvígi. „Ég held að núna sé þetta orðið að seríu,“ sagði Jaylen Brown eftir sigurinn í Garðinum í nótt, fyrir framan öfluga stuðningsmenn sem kyrjuðu „Beat the Heat“ hátt í fyrsta sinn síðan í leik eitt í einvíginu. Miami á enn góða möguleika á að verða aðeins annað lið sögunnar til að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar þrátt fyrir að koma inn í úrslitakeppnina sem áttunda besta lið sinnar deildar. „Við munum alltaf vera jákvæðir og vitum að við ætlum og munum vinna þessa seríu,“ sagði Jimmy Butler, lykilmaður Miami. „Við verðum bara að klára dæmið heima,“ sagði Butler. Butler skoraði 14 stig í leiknum en spilaði ekkert síðustu tíu mínútur leiksins, eftir að Miami var komið 24 stigum undir, 96-72. Duncan Robinson var með 18 stig fyrir Miami og Bam Adebayo 16 en gestirnir náðu aldrei forystu í leiknum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Miami komst í 3-0 í einvíginu en hefur nú klúðrað tveimur tækifærum til að slá út Boston og tryggja sér einvígi við Denver Nuggets um NBA-meistaratitilinn. Engu liði hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-0 undir (það hefur verið reynt 150 sinnum) en Boston er hálfnað í því verkefni og getur jafnað einvígið í Miami á morgun. Í fyrsta sinn á tímabilinu voru fjórir leikmenn Boston með yfir 20 stig í leiknum. Derrick White setti niður sex þriggja stiga körfur og endaði með 24 stig, Marcus Smart skoraði 23 stig og stal boltanum fimm sinnum, og þeir Jayson Tatum og Jaylen Brown skoruðu 21 stig hvor. The @celtics triumph in the must-win Game 5!Jayson Tatum: 21 PTS, 11 AST, 8 REBJaylen Brown: 21 PTS, 3 STL Game 6 ECF: Saturday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/ADAqcfaJ8H— NBA (@NBA) May 26, 2023 Boston hafði áður verið með bakið uppi við vegg í tveimur leikjum gegn Philadelphia 76ers en tekist að vinna það einvígi. „Ég held að núna sé þetta orðið að seríu,“ sagði Jaylen Brown eftir sigurinn í Garðinum í nótt, fyrir framan öfluga stuðningsmenn sem kyrjuðu „Beat the Heat“ hátt í fyrsta sinn síðan í leik eitt í einvíginu. Miami á enn góða möguleika á að verða aðeins annað lið sögunnar til að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar þrátt fyrir að koma inn í úrslitakeppnina sem áttunda besta lið sinnar deildar. „Við munum alltaf vera jákvæðir og vitum að við ætlum og munum vinna þessa seríu,“ sagði Jimmy Butler, lykilmaður Miami. „Við verðum bara að klára dæmið heima,“ sagði Butler. Butler skoraði 14 stig í leiknum en spilaði ekkert síðustu tíu mínútur leiksins, eftir að Miami var komið 24 stigum undir, 96-72. Duncan Robinson var með 18 stig fyrir Miami og Bam Adebayo 16 en gestirnir náðu aldrei forystu í leiknum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira