Stofnandi Oath Keepers dæmdur í átján ára fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2023 10:27 Teiknuð mynd af þeim Stewart Rhodes og Amit Mehta. AP/Dana Verkouteren Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem veittur hefur verið vegna árásarinnar. Rhodes var sakfelldur fyrir uppreisnaráróður og er annar tveggja sem komu að árásinni til að verða sakfelldur fyrir það. Hundruð manna hafa verið dæmdir vegna árásarinnar en hinn sem hefur verið dæmdur fyrir uppreisnaráróður er Enrique Tarrio, fyrrverandi leiðtogi hóps sem kallast Proud Boys. Hann hefur ekki fengið dóm enn, þó hann hafi verið sakfelldur. Þann 6. janúar 2021 ruddust stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, inn í þinghús Bandaríkjanna með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember 2020. Trump hafði þá ítrekað logið því að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur, og lýgur hann því enn. Sjá einnig: „Ofbeldið var engin tilviljun“ Rhodes er meðal annars sakaður um að hafa hvatt fylgjendur sína til að fara til Washington og láta Trump vita að „fólkið stæði bak við hann“. Þá sagði hann meðlimum Oath Keepers þeir ættu að vera tilbúnir til að berjast gegn Antifa og ættu sömuleiðis að búa sig undir það að afar vopnaðir inn í þinghúsið. Samkvæmt dómsskjölum sagði Rhodes að Oath Keepers myndu verja Trump, því hann væri réttkjörinn forseti og hann þyrfti að bjarga Bandaríkjunum. „Því ef við þið gerið það ekki strákar, munið þið þurfa að taka þátt í blóðugri borgarastyrjöld og blóðugri, þið getið kallað það uppreisn, stríð eða bardaga,“ ku Rhodes hafa sagt. Hann á einnig að hafa sent skilaboð til meðlima Oath Keepers á 6. janúar um að Trump hafi ekki virst ætla að grípa til aðgerða. Því þyrftu föðurlandsvinir eins og þeir að taka málin í eigin hendur. Sagði Rhodes ógna Bandaríkjunum AP fréttaveitan hefur eftir Merrick Garland, dómsmálaráðherra, að starfsmenn ráðuneytisins muni gera allt sem þeir geta til að draga þá sem réðust gegn lýðræði Bandaríkjanna til ábyrgðar. Við dómsuppkvaðningu í gær sagðist Amit Mehta, dómari málsins, sammála saksóknurum um að refsa ætti Rhodes fyrir hryðjuverk. Mehta sagði Rhodes ógna Bandaríkjunum og lýðræðinu og að hann óttaðist að sambærileg árás yrði gerð aftur. Hann sagði Rhodes snjallan og áhrifamikinn og það gerði hann hættulegan. „Þegar þér verður sleppt úr haldi, hvenær sem það verðu, munt þú vera tilbúinn til að taka upp vopn gegn yfirvöldum,“ sagði Mehta. Rhodes notaði tækifæri sitt til að ávarpa dómarann í dómsal en hann lýsti ekki yfir eftirsjá eða bað um linkind. Þess í stað lýsti hann sér sem pólitískum fanga, gagnrýndi saksóknara og ríkisstjórn Bandaríkjanna, auk þess sem hann gerði lítið úr því sem hann gerði þann 6. janúar 2021. Stewart Rhodes hefur fengið lengsta dóminn vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna.AP/Fógeti Collin sýslu „Ég er pólitískur fangi og eins og Donald Trump er minn eini glæpur sá að standa í vegi þeirra sem eru að rústa landinu okkar,“ sagði Rhodes. Mehta sagði hann ekki hafa verið saksóttan fyrir stjórnmálaskoðanir sínar heldur fyrir brot hans sem dómarinn lýsti sem brot gegn almenningi í Bandaríkjunum. Mehta sagði Rhodes ekki vera pólitískan fanga. Sá eftir aðkomu sinni Kelly Meggs, annar meðlimur Oath Keepers, var dæmd í tólf ára fangelsi í gær. Hún sagðist sjá eftir því að hafa tekið þátt í árásinni og „gefið ríkinu glóðarauga“. Hún hélt því þó fram að hún hefði aldrei ætlað sér að fara inn í þinghúsið. Dómsuppkvaðningar í málum fleiri meðlima Oath Keepers fara fram í dag og eftir helgi. Rúmlega þúsund manns hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghúsið og þar af hafa rétt rúmlega fimm hundruð verið sakfelldir. Fyrir gærdaginn var lengsti dómurinn fjórtán ára fangelsi. Trump hefur sagt að hann muni náða þá sem hafa verið dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið, verði hann forseti aftur. Ron DeSantis, sem einnig sækist eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna á næsta ári, sló á svipaða strengi í gær. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Rhodes var sakfelldur fyrir uppreisnaráróður og er annar tveggja sem komu að árásinni til að verða sakfelldur fyrir það. Hundruð manna hafa verið dæmdir vegna árásarinnar en hinn sem hefur verið dæmdur fyrir uppreisnaráróður er Enrique Tarrio, fyrrverandi leiðtogi hóps sem kallast Proud Boys. Hann hefur ekki fengið dóm enn, þó hann hafi verið sakfelldur. Þann 6. janúar 2021 ruddust stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, inn í þinghús Bandaríkjanna með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember 2020. Trump hafði þá ítrekað logið því að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur, og lýgur hann því enn. Sjá einnig: „Ofbeldið var engin tilviljun“ Rhodes er meðal annars sakaður um að hafa hvatt fylgjendur sína til að fara til Washington og láta Trump vita að „fólkið stæði bak við hann“. Þá sagði hann meðlimum Oath Keepers þeir ættu að vera tilbúnir til að berjast gegn Antifa og ættu sömuleiðis að búa sig undir það að afar vopnaðir inn í þinghúsið. Samkvæmt dómsskjölum sagði Rhodes að Oath Keepers myndu verja Trump, því hann væri réttkjörinn forseti og hann þyrfti að bjarga Bandaríkjunum. „Því ef við þið gerið það ekki strákar, munið þið þurfa að taka þátt í blóðugri borgarastyrjöld og blóðugri, þið getið kallað það uppreisn, stríð eða bardaga,“ ku Rhodes hafa sagt. Hann á einnig að hafa sent skilaboð til meðlima Oath Keepers á 6. janúar um að Trump hafi ekki virst ætla að grípa til aðgerða. Því þyrftu föðurlandsvinir eins og þeir að taka málin í eigin hendur. Sagði Rhodes ógna Bandaríkjunum AP fréttaveitan hefur eftir Merrick Garland, dómsmálaráðherra, að starfsmenn ráðuneytisins muni gera allt sem þeir geta til að draga þá sem réðust gegn lýðræði Bandaríkjanna til ábyrgðar. Við dómsuppkvaðningu í gær sagðist Amit Mehta, dómari málsins, sammála saksóknurum um að refsa ætti Rhodes fyrir hryðjuverk. Mehta sagði Rhodes ógna Bandaríkjunum og lýðræðinu og að hann óttaðist að sambærileg árás yrði gerð aftur. Hann sagði Rhodes snjallan og áhrifamikinn og það gerði hann hættulegan. „Þegar þér verður sleppt úr haldi, hvenær sem það verðu, munt þú vera tilbúinn til að taka upp vopn gegn yfirvöldum,“ sagði Mehta. Rhodes notaði tækifæri sitt til að ávarpa dómarann í dómsal en hann lýsti ekki yfir eftirsjá eða bað um linkind. Þess í stað lýsti hann sér sem pólitískum fanga, gagnrýndi saksóknara og ríkisstjórn Bandaríkjanna, auk þess sem hann gerði lítið úr því sem hann gerði þann 6. janúar 2021. Stewart Rhodes hefur fengið lengsta dóminn vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna.AP/Fógeti Collin sýslu „Ég er pólitískur fangi og eins og Donald Trump er minn eini glæpur sá að standa í vegi þeirra sem eru að rústa landinu okkar,“ sagði Rhodes. Mehta sagði hann ekki hafa verið saksóttan fyrir stjórnmálaskoðanir sínar heldur fyrir brot hans sem dómarinn lýsti sem brot gegn almenningi í Bandaríkjunum. Mehta sagði Rhodes ekki vera pólitískan fanga. Sá eftir aðkomu sinni Kelly Meggs, annar meðlimur Oath Keepers, var dæmd í tólf ára fangelsi í gær. Hún sagðist sjá eftir því að hafa tekið þátt í árásinni og „gefið ríkinu glóðarauga“. Hún hélt því þó fram að hún hefði aldrei ætlað sér að fara inn í þinghúsið. Dómsuppkvaðningar í málum fleiri meðlima Oath Keepers fara fram í dag og eftir helgi. Rúmlega þúsund manns hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghúsið og þar af hafa rétt rúmlega fimm hundruð verið sakfelldir. Fyrir gærdaginn var lengsti dómurinn fjórtán ára fangelsi. Trump hefur sagt að hann muni náða þá sem hafa verið dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið, verði hann forseti aftur. Ron DeSantis, sem einnig sækist eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna á næsta ári, sló á svipaða strengi í gær.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira