Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna Ragnheiður Haraldsdóttir skrifar 28. maí 2023 07:01 Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi. Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Vísindamenn á Íslandi eru hluti af vísindasamfélagi á heimsvísu sem sinnir fjölbreyttum rannsóknum á vettvangi krabbameina. Vísindamenn beita margvíslegum aðferðum til að betri árangur náist; að krabbameinstilfellum fækki, að dauðsföllum af völdum krabbameina fækki og unnt sé að bæta lífsgæði þeirra sem greinst hafa með krabbamein og aðstandenda þeirra. Störf íslenska vísindafólksins eru mikilvæg, bæði sem hluti af uppbyggingu þekkingar á alþjóðavettvangi og einnig svo þekkja megi og vinna út frá innlendum upplýsingum sem varða t.d. útbreiðslu krabbameina hérlendis og árangur meðferða. Á síðustu áratugum hafa orðið stórkostlegar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina fyrir tilstilli krabbameinsrannsókna. Enn er þó langt í land. Stofnframlag Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins var 250 milljónir og samanstóð af framlagi Krabbameinsfélagsins sjálfs, framlaga frá aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins auk þess sem minningarsjóðir Kristínar Björnsdóttur og Ingibjargar Johnsen runnu inn í sjóðinn. Frá stofnun sjóðsins hefur Krabbameinsfélagið, með öflugum stuðningi frá almenningi og fyrirtækjum í landinu, styrkt sjóðinn um 229 milljónir til viðbótar. Stofnun Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins var mikið heillaskref og Krabbameinsfélagið, með fólkinu í landinu, getur verið stolt af því að leggja lið því öfluga vísindafólki sem er að finna hér á landi og stuðla að frekari framförum, landsmönnum til heilla. Ragnheiður Haraldsdóttir er formaður stjórnar Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands. Nú stendur yfir evrópska krabbameinsvikan (European week against cancer) Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi. Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Vísindamenn á Íslandi eru hluti af vísindasamfélagi á heimsvísu sem sinnir fjölbreyttum rannsóknum á vettvangi krabbameina. Vísindamenn beita margvíslegum aðferðum til að betri árangur náist; að krabbameinstilfellum fækki, að dauðsföllum af völdum krabbameina fækki og unnt sé að bæta lífsgæði þeirra sem greinst hafa með krabbamein og aðstandenda þeirra. Störf íslenska vísindafólksins eru mikilvæg, bæði sem hluti af uppbyggingu þekkingar á alþjóðavettvangi og einnig svo þekkja megi og vinna út frá innlendum upplýsingum sem varða t.d. útbreiðslu krabbameina hérlendis og árangur meðferða. Á síðustu áratugum hafa orðið stórkostlegar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina fyrir tilstilli krabbameinsrannsókna. Enn er þó langt í land. Stofnframlag Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins var 250 milljónir og samanstóð af framlagi Krabbameinsfélagsins sjálfs, framlaga frá aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins auk þess sem minningarsjóðir Kristínar Björnsdóttur og Ingibjargar Johnsen runnu inn í sjóðinn. Frá stofnun sjóðsins hefur Krabbameinsfélagið, með öflugum stuðningi frá almenningi og fyrirtækjum í landinu, styrkt sjóðinn um 229 milljónir til viðbótar. Stofnun Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins var mikið heillaskref og Krabbameinsfélagið, með fólkinu í landinu, getur verið stolt af því að leggja lið því öfluga vísindafólki sem er að finna hér á landi og stuðla að frekari framförum, landsmönnum til heilla. Ragnheiður Haraldsdóttir er formaður stjórnar Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands. Nú stendur yfir evrópska krabbameinsvikan (European week against cancer) Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun