Geðþóttaákvarðanir valdhafanna Þórarinn Eyfjörð skrifar 30. maí 2023 09:00 Það er orðin brýn samfélagsleg spurning hvort Seðlabankinn og seðlabankastjóri valdi hlutverki sínu. Þrettánda stýrivaxtahækkunin í röð skall á þjóðinni í síðustu viku og ef rýnt er í spilin þá má skilja að enn frekari stýrivaxtahækkanir séu fram undan. Getur það talist eðlileg og skynsöm leið að nota hagstjórnartæki á þann veg að gera almennu launafólki sífellt erfiðara fyrir að ná endum saman á sama tíma og Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekki nokkurn áhuga á að ná félagslegum stöðugleika með því að beita skattakerfinu og öðrum stjórnunartækjum sínum til að verja þá verst settu? Við sjáum dæmin um tekjulítið fólk, ungt fólk í húsnæðiskaupum, einstæða foreldra, öryrkja og aldraða, sem núna standa frammi fyrir því enn á ný að vera skilin eftir og sagt að éta það sem úti frýs. Á meðan er þeim ofurríku, bönkum, fjármagnseigendum, stórfyrirtækjum og stórútgerðum hlíft við því að taka á sig þá samfélagslegu ábyrgð sem þeim ber. Stærsti hópur almennings á sér engan talsmann og engan umboðsmann hjá núverandi stjórnvöldum. Hvað varð um öll fyrirheitin um stéttlaust samfélag, stétt með stétt, betra líf fyrir alla, og alla þá innihaldslausu slagorðafrasa sem birtast okkur þegar flokkarnir eru að selja sig fyrir kosningar? Hafa núverandi stjórnvöld einhvern áhuga á að koma hér upp réttlátu skattkerfi, kraftmiklu skatteftirliti, eðlilegri arðsemishlutdeild frá bönkum og stórfyrirtækjum? Auðlegðarskatti og stóreignaskatti? Eða virkari aðhaldsheimildum svo hægt sé að bregðast við stjórnlausum hækkunum á húsaleigu, álagningu á nauðþurftum eða gjaldskrárhækkunum, bæði opinberra aðila og einkaaðila? Hefur ríkisstjórnin yfir höfuð einhvern raunverulegan áhuga á að verja kjör almennings og fjölskyldna á Íslandi? Svarið við þessum spurningum er augljóslega – Nei! Þau hafa engan áhuga á því. Þau hafa hins vegar áhuga á að horfa á Seðlabankann hækka stýrivexti, keyra niður lífsafkomu almennings og skerða kaupmátt launa – og þau velja að gera ekkert til að hjálpa til við verkefnið. Nema jú, að skera niður okkar sameiginlega velferðarkerfi og fara í gjaldskrárhækkanir. Með því tryggja stjórnvöld að sérstakir vildarvinir þeirra, hinir ríku vinir þeirra, geti haldið uppi hömlulausri auðsöfnun og neyslu. Efnahagsstjórn Íslands er byggð á geðþóttaákvörðunum sem ganga út á að framkvæma það sem kemur þeim sem eiga auðinn best hverju sinni. Auðgreifar og -greifynjur landsins axla enga ábyrgð og velta afleiðingum af ákvörðunum peningastefnunefndar beint úr í verðlag. Verð á matvöru á Íslandi er eitt hið hæsta í heimi. Bankarnir hækka vexti á húsnæðislánum og þannig er þeim leyft að okra á íslenskum heimilum. Helsti hagnaður bankanna er vaxtamunur, en hagnaður Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka var samtals 20 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Á meðan dettur ríkisstjórninni ekki í hug að hækka bankaskattinn sem neinu nemur. Hann er lægri nú en hann var þegar hann var fyrst lagður á 2010. Núverandi forsætisráðherra sagði í pontu á Alþingi á kosningaári 2016: „Það afhjúpaðist fyrir almenningi að í þessu landi búa tvær þjóðir og sú skipting byggist á misskiptingu.“ Þetta er alveg rétt hjá henni. Síðan forsætisráðherra mælti þessi frómu orð á Alþingi hefur gjáin gliðnað milli þeirra ríku sem allt eiga og þeirra sem eiga lítið, misskipting aukist og kaupmáttur rýrnar nú hratt, reyndar mjög hratt. Stéttaskiptingin er augljós. Núorðið er mestallur auður sem sem verður til í landinu í höndum fárra útvalinna greifa. Það verður ekki annað séð en að það sé í boði forsætisráðherra ríka fólksins. Vissulega búa hér á Íslandi tvær þjóðir og með hverri geðþóttaákvörðuninni á fætur annarri hefur ójöfnuðurinn aukist ár frá ári. Með geðþóttaákvörðunum heimilar forsætisráðherra bönkunum og Seðlabankastjóra að braska með líf fólks. Fyrsta snjóhengjan sem fryst var með því að festa vexti á húsnæðislánum fer senn að þiðna og bresta. Ríkisstjórnin með seðlabankastjóra í fararbroddi hvatti almenning að taka lán til íbúðarkaupa á reglulausum húsnæðislánamarkaði. Afborganir af þessum lánum munu að öllum líkindum að minnsta kosti tvöfaldast þegar vextir losna. Hvað ætla stjórnvöld og seðlabankastjóri, sem hvöttu launafólk til að kaupa sér fasteignir á tímum lágra stýrivaxta, að gera nú? Við vitum það ekki. Líklega ekki neitt. Svo á verkalýðshreyfingin að gæta hófs í launakröfum sínum! Skilaboð ríkisstjórnarinnar og seðlabankastjórans eru skýr. Verðbólgan er ykkur launafólki að kenna, ekki hagstjórninni! Ríkisstjórnin hefur klár markmið; skerum niður velferðarríkið og hækkum opinber gjöld á almenning. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa klár markmið; veikja þarf verkalýðshreyfinguna svo auðveldara verði að fótum troða réttindi vinnandi fólks. Sendisveinar greifanna, ríkisstjórnin sjálf, hefur skapað hér mikla stéttaskiptingu með geðþóttaákvörðunum í stað þess að huga að velferð samfélagsins, réttlátri skiptingu verðmætanna og félagslegum stöðugleika. Þessum skrípaleik verður að linna. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og fyrsti varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Það er orðin brýn samfélagsleg spurning hvort Seðlabankinn og seðlabankastjóri valdi hlutverki sínu. Þrettánda stýrivaxtahækkunin í röð skall á þjóðinni í síðustu viku og ef rýnt er í spilin þá má skilja að enn frekari stýrivaxtahækkanir séu fram undan. Getur það talist eðlileg og skynsöm leið að nota hagstjórnartæki á þann veg að gera almennu launafólki sífellt erfiðara fyrir að ná endum saman á sama tíma og Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekki nokkurn áhuga á að ná félagslegum stöðugleika með því að beita skattakerfinu og öðrum stjórnunartækjum sínum til að verja þá verst settu? Við sjáum dæmin um tekjulítið fólk, ungt fólk í húsnæðiskaupum, einstæða foreldra, öryrkja og aldraða, sem núna standa frammi fyrir því enn á ný að vera skilin eftir og sagt að éta það sem úti frýs. Á meðan er þeim ofurríku, bönkum, fjármagnseigendum, stórfyrirtækjum og stórútgerðum hlíft við því að taka á sig þá samfélagslegu ábyrgð sem þeim ber. Stærsti hópur almennings á sér engan talsmann og engan umboðsmann hjá núverandi stjórnvöldum. Hvað varð um öll fyrirheitin um stéttlaust samfélag, stétt með stétt, betra líf fyrir alla, og alla þá innihaldslausu slagorðafrasa sem birtast okkur þegar flokkarnir eru að selja sig fyrir kosningar? Hafa núverandi stjórnvöld einhvern áhuga á að koma hér upp réttlátu skattkerfi, kraftmiklu skatteftirliti, eðlilegri arðsemishlutdeild frá bönkum og stórfyrirtækjum? Auðlegðarskatti og stóreignaskatti? Eða virkari aðhaldsheimildum svo hægt sé að bregðast við stjórnlausum hækkunum á húsaleigu, álagningu á nauðþurftum eða gjaldskrárhækkunum, bæði opinberra aðila og einkaaðila? Hefur ríkisstjórnin yfir höfuð einhvern raunverulegan áhuga á að verja kjör almennings og fjölskyldna á Íslandi? Svarið við þessum spurningum er augljóslega – Nei! Þau hafa engan áhuga á því. Þau hafa hins vegar áhuga á að horfa á Seðlabankann hækka stýrivexti, keyra niður lífsafkomu almennings og skerða kaupmátt launa – og þau velja að gera ekkert til að hjálpa til við verkefnið. Nema jú, að skera niður okkar sameiginlega velferðarkerfi og fara í gjaldskrárhækkanir. Með því tryggja stjórnvöld að sérstakir vildarvinir þeirra, hinir ríku vinir þeirra, geti haldið uppi hömlulausri auðsöfnun og neyslu. Efnahagsstjórn Íslands er byggð á geðþóttaákvörðunum sem ganga út á að framkvæma það sem kemur þeim sem eiga auðinn best hverju sinni. Auðgreifar og -greifynjur landsins axla enga ábyrgð og velta afleiðingum af ákvörðunum peningastefnunefndar beint úr í verðlag. Verð á matvöru á Íslandi er eitt hið hæsta í heimi. Bankarnir hækka vexti á húsnæðislánum og þannig er þeim leyft að okra á íslenskum heimilum. Helsti hagnaður bankanna er vaxtamunur, en hagnaður Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka var samtals 20 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Á meðan dettur ríkisstjórninni ekki í hug að hækka bankaskattinn sem neinu nemur. Hann er lægri nú en hann var þegar hann var fyrst lagður á 2010. Núverandi forsætisráðherra sagði í pontu á Alþingi á kosningaári 2016: „Það afhjúpaðist fyrir almenningi að í þessu landi búa tvær þjóðir og sú skipting byggist á misskiptingu.“ Þetta er alveg rétt hjá henni. Síðan forsætisráðherra mælti þessi frómu orð á Alþingi hefur gjáin gliðnað milli þeirra ríku sem allt eiga og þeirra sem eiga lítið, misskipting aukist og kaupmáttur rýrnar nú hratt, reyndar mjög hratt. Stéttaskiptingin er augljós. Núorðið er mestallur auður sem sem verður til í landinu í höndum fárra útvalinna greifa. Það verður ekki annað séð en að það sé í boði forsætisráðherra ríka fólksins. Vissulega búa hér á Íslandi tvær þjóðir og með hverri geðþóttaákvörðuninni á fætur annarri hefur ójöfnuðurinn aukist ár frá ári. Með geðþóttaákvörðunum heimilar forsætisráðherra bönkunum og Seðlabankastjóra að braska með líf fólks. Fyrsta snjóhengjan sem fryst var með því að festa vexti á húsnæðislánum fer senn að þiðna og bresta. Ríkisstjórnin með seðlabankastjóra í fararbroddi hvatti almenning að taka lán til íbúðarkaupa á reglulausum húsnæðislánamarkaði. Afborganir af þessum lánum munu að öllum líkindum að minnsta kosti tvöfaldast þegar vextir losna. Hvað ætla stjórnvöld og seðlabankastjóri, sem hvöttu launafólk til að kaupa sér fasteignir á tímum lágra stýrivaxta, að gera nú? Við vitum það ekki. Líklega ekki neitt. Svo á verkalýðshreyfingin að gæta hófs í launakröfum sínum! Skilaboð ríkisstjórnarinnar og seðlabankastjórans eru skýr. Verðbólgan er ykkur launafólki að kenna, ekki hagstjórninni! Ríkisstjórnin hefur klár markmið; skerum niður velferðarríkið og hækkum opinber gjöld á almenning. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa klár markmið; veikja þarf verkalýðshreyfinguna svo auðveldara verði að fótum troða réttindi vinnandi fólks. Sendisveinar greifanna, ríkisstjórnin sjálf, hefur skapað hér mikla stéttaskiptingu með geðþóttaákvörðunum í stað þess að huga að velferð samfélagsins, réttlátri skiptingu verðmætanna og félagslegum stöðugleika. Þessum skrípaleik verður að linna. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og fyrsti varaformaður BSRB.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun