„Eitthvað sem ég þurfti að gera fyrir mig sem íþróttakonu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2023 08:30 Hafdís Renötudóttir hefur verið einn allra besti markvörður Olís deildar kvenna undanfarin ár. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Vals styrktu liðið sitt heldur betur á dögunum þegar landsliðsmarkvörðurinn Hafdís Renötudóttir ákvað að koma til Hlíðarendaliðsins frá Fram. Hafdís hefur verið í hópi bestu markvarða deildarinnar undanfarin ár og hjálpaði Fram að verða Íslandsmeistari í fyrra. Það er ljóst að þetta er mikill styrkur fyrir Val og um leið áfall fyrir Framara. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Hafdísi og ræddi við hana um félagsskiptin. „Þetta var mjög erfið ákvörðun því Fram er uppeldisfélagið mitt. Það er alltaf erfitt að taka stórar ákvarðanir en ég fann að þetta er eitthvað sem ég þurfti að gera fyrir mig sem íþróttakonu og fyrir ferilinn minn,“ sagði Hafdís Renötudóttir. Vísir/Hulda Margrét „Ég fann alveg að ég þurfti áskorun og þyrfti að halda áfram minni vegferð í að verða góður leikmaður. Ég þurfti bara það sem er rétt fyrir mig og það fannst,“ sagði Hafdís. Hún er búin að vera lengi í Framliðnu og vinkonurnar hennar eru þar. Hvernig var að tilkynna stelpunum þetta? „Það var mjög erfitt. Ég var í þrjú ár í Fram og við unnum titla. Það var erfitt að tilkynna þetta og stjórninni líka en eins og ég segi þá þurfti ég að gera þetta,“ sagði Hafdís. Fram náði bara fjórða sætinu í deildarkeppninni og féll síðan út úr fyrstu umferð úrslitakeppninni og komst því ekki í undanúrslitin. Þetta voru mikil vonbrigði „Þetta voru mikil vonbrigði og sérstaklega fyrir mig persónulega. Ég vil ekki lenda í fjórða sæti en við gerðum okkar besta. Ég get ekki sagt bara neikvæða hluti um þetta. Við gerðum okkar besta og með fjórða sætinu erum við kannski á pari miðað við það sem við höfðum í höndunum. Þetta voru mikil vonbrigði,“ sagði Hafdís. Leitaði hugurinn ekkert erlendis hjá Hafdísi? Vísir/Hulda Margrét „Jú, ég fékk mörg tilboð frá erlendum liðum en ég tók ákvörðunina að vera heima. Þess vegna fór ég í Val af því að ég vil annað hvort spila um fyrsta sætið eða vera úti,“ sagði Hafdís. Hún hugsar enn um atvinnumennskuna. „Já, alltaf. Mér finnst að ég eigi heima úti og þannig get ég orðið besti leikmaðurinn sem ég get orðið. Með því að spila úti og fá meiri áskorun. Eins og staðan er í dag þá er ég heima og ég er ánægð með ákvörðunina að vera næstu tvö árin hjá Val. Þá get ég alla vega betrumbætt ofan á það sem ég hef í dag,“ sagði Hafdís. Ég vona að við vinnum alla titlana Valsliðið gæti orðið illviðráðanlegt á næstu leiktíð. „Já, ég vona það. Ég vona að við vinnum alla titlana. Ég hef spilað með mörgum af þessum Valsstelpum í landsliðinu og ég ef fulla trú á því að við náum að samstilla okkur mjög vel,“ sagði Hafdís. Einar Jónsson tók við liði Fram en vinur hans Ágúst Jóhannsson þjálfar Val. Hvað sagði Einar við því að hún hefði valið Gústa fram yfir hann. „Ég er mjög þakklát fyrir það að Einar var mjög kurteis og skilningsríkur. Ég er þakklát fyrir viðbrögð hans. Ég hef spilað undir stjórn Gústa í nokkur ár með landsliðinu og það hefur gengið mjög vel. Ég býst við því að það gangi enn betur með félagsliðinu,“ sagði Hafdís. Bubbi er akkúrat það sem ég þarf núna Hlynur Morthens, kallaður Bubbi, er markmannsþjálfari Valsliðsins og það hafði mikið að segja fyrir Hafdísi. „Bubbi er akkúrat það sem ég þarf núna. Það er algjör fengur að Bubbi fái að fljóta með og hann er ástæða fyrir því af hverju ég fer þangað,“ sagði Hafdís. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Hafdís: Ég vona að við vinnum alla titlana Olís-deild kvenna Valur Fram Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Hafdís hefur verið í hópi bestu markvarða deildarinnar undanfarin ár og hjálpaði Fram að verða Íslandsmeistari í fyrra. Það er ljóst að þetta er mikill styrkur fyrir Val og um leið áfall fyrir Framara. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Hafdísi og ræddi við hana um félagsskiptin. „Þetta var mjög erfið ákvörðun því Fram er uppeldisfélagið mitt. Það er alltaf erfitt að taka stórar ákvarðanir en ég fann að þetta er eitthvað sem ég þurfti að gera fyrir mig sem íþróttakonu og fyrir ferilinn minn,“ sagði Hafdís Renötudóttir. Vísir/Hulda Margrét „Ég fann alveg að ég þurfti áskorun og þyrfti að halda áfram minni vegferð í að verða góður leikmaður. Ég þurfti bara það sem er rétt fyrir mig og það fannst,“ sagði Hafdís. Hún er búin að vera lengi í Framliðnu og vinkonurnar hennar eru þar. Hvernig var að tilkynna stelpunum þetta? „Það var mjög erfitt. Ég var í þrjú ár í Fram og við unnum titla. Það var erfitt að tilkynna þetta og stjórninni líka en eins og ég segi þá þurfti ég að gera þetta,“ sagði Hafdís. Fram náði bara fjórða sætinu í deildarkeppninni og féll síðan út úr fyrstu umferð úrslitakeppninni og komst því ekki í undanúrslitin. Þetta voru mikil vonbrigði „Þetta voru mikil vonbrigði og sérstaklega fyrir mig persónulega. Ég vil ekki lenda í fjórða sæti en við gerðum okkar besta. Ég get ekki sagt bara neikvæða hluti um þetta. Við gerðum okkar besta og með fjórða sætinu erum við kannski á pari miðað við það sem við höfðum í höndunum. Þetta voru mikil vonbrigði,“ sagði Hafdís. Leitaði hugurinn ekkert erlendis hjá Hafdísi? Vísir/Hulda Margrét „Jú, ég fékk mörg tilboð frá erlendum liðum en ég tók ákvörðunina að vera heima. Þess vegna fór ég í Val af því að ég vil annað hvort spila um fyrsta sætið eða vera úti,“ sagði Hafdís. Hún hugsar enn um atvinnumennskuna. „Já, alltaf. Mér finnst að ég eigi heima úti og þannig get ég orðið besti leikmaðurinn sem ég get orðið. Með því að spila úti og fá meiri áskorun. Eins og staðan er í dag þá er ég heima og ég er ánægð með ákvörðunina að vera næstu tvö árin hjá Val. Þá get ég alla vega betrumbætt ofan á það sem ég hef í dag,“ sagði Hafdís. Ég vona að við vinnum alla titlana Valsliðið gæti orðið illviðráðanlegt á næstu leiktíð. „Já, ég vona það. Ég vona að við vinnum alla titlana. Ég hef spilað með mörgum af þessum Valsstelpum í landsliðinu og ég ef fulla trú á því að við náum að samstilla okkur mjög vel,“ sagði Hafdís. Einar Jónsson tók við liði Fram en vinur hans Ágúst Jóhannsson þjálfar Val. Hvað sagði Einar við því að hún hefði valið Gústa fram yfir hann. „Ég er mjög þakklát fyrir það að Einar var mjög kurteis og skilningsríkur. Ég er þakklát fyrir viðbrögð hans. Ég hef spilað undir stjórn Gústa í nokkur ár með landsliðinu og það hefur gengið mjög vel. Ég býst við því að það gangi enn betur með félagsliðinu,“ sagði Hafdís. Bubbi er akkúrat það sem ég þarf núna Hlynur Morthens, kallaður Bubbi, er markmannsþjálfari Valsliðsins og það hafði mikið að segja fyrir Hafdísi. „Bubbi er akkúrat það sem ég þarf núna. Það er algjör fengur að Bubbi fái að fljóta með og hann er ástæða fyrir því af hverju ég fer þangað,“ sagði Hafdís. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Hafdís: Ég vona að við vinnum alla titlana
Olís-deild kvenna Valur Fram Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti