Góður gangur í hagkerfinu þrátt fyrir mikla verðbólgu Bjarki Sigurðsson skrifar 31. maí 2023 21:01 Mjög mikill hagvöxtur var hér á fyrsta ársfjórðungi þessa árs eða sjö prósent ofan á mikinn hagvöxt undanfarin ár. Hagfræðingur Landsbankans segir góðan gang í hagkerfinu og staðan að mörgu leyti góð að frátalinni verðbólgu. Á fyrsta ársfjórðungi jókst landsframleiðsla að raungildi um sjö prósent. Sú aukning er oftast þekkt sem hagvöxtur. Hagvöxtur á Íslandi er mun meiri en víðast hvar annars staðar á Vesturlöndum og hefur Seðlabankastjóri varað við því að hagkerfið geti ofhitnað. Atvinnulífið er á blússandi siglingu og mikil eftirspurn eftir vinnuafli þannig þúsundir útlendinga hafa verið kallaðir til landsins til að sinna eftirspurn eftir vinnuafli. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir að mikinn mun á hagvexti hér á landi og annars staðar á Vesturlöndum megi rekja til þess hve hlutfallslega stór ferðaþjónustan er hér á landi. Þá sýni hagvaxtartölurnar fram á að góður gangur sé á flestum stöðum í hagkerfinu. „Hagvöxturinn er góður, einkaneyslan er góð og hagvöxturinn er líka keyrður áfram á auknum útflutningi. Staðan er að mörgu leyti mjög góð en vandamálið sem vofir yfir er þessi verðbólga sem við erum að sjá,“ segir Hjalti. „En þessar tölur sýna að gangurinn er góður að mestu leyti í hagkerfinu þrátt fyrir þessa miklu verðbólgu. En það þarf jú að ná verðbólgunni niður.“ Aukin einkaneysla ýtir bæði undir aukinn hagvöxt og aukna verðbólgu. Tekið er fram í skýrslu Hagstofunnar um hagvöxtinn að aukin neysla þrátt fyrir hærra neysluverð geti verið vísbending um að heimili séu að einhverju leyti að ganga á sparnað til að ná endum saman. Hjalti segir tvo þætti ýta mest undir aukna einkaneyslu. „Það eru launahækkanir að mestu leyti. Að einhverju leyti gæti verið að fólk sé enn að ganga á sparnað sem hefur safnast upp í faraldrinum. Þessir tveir hlutir saman skapa verðbólguþrýsting,“ segir Hjalti. Efnahagsmál Fjármál heimilisins Landsbankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir stjórnvöld fórna heimilum ítrekað fyrir bankana Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aukin einkaneysla, þrátt fyrir verðhækkanir, bendir til þess að heimili séu farin að ganga á sparnað sinn til að ná endum saman. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir stöðuna gríðarlega alvarlega. 31. maí 2023 11:36 Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47 Aðgerðir í húsnæðismálum forsenda langtímasamninga að mati Eflingar Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið reiðubúið að gera langtíma kjarasamninga eins og seðlabankastjóri kalli eftir. Til þess að það megi verða þurfi stjórnvöld að hins vegar að koma að málum með vel útfærðar aðgerðir í húsnæðismálum. Verðbólgan og stjarnfræðilega há húsleiga vegna húsnæðisskorts væri að sliga láglaunafólk sem ætti varla fyrir helstu nauðsynjum. 24. maí 2023 19:31 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Á fyrsta ársfjórðungi jókst landsframleiðsla að raungildi um sjö prósent. Sú aukning er oftast þekkt sem hagvöxtur. Hagvöxtur á Íslandi er mun meiri en víðast hvar annars staðar á Vesturlöndum og hefur Seðlabankastjóri varað við því að hagkerfið geti ofhitnað. Atvinnulífið er á blússandi siglingu og mikil eftirspurn eftir vinnuafli þannig þúsundir útlendinga hafa verið kallaðir til landsins til að sinna eftirspurn eftir vinnuafli. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir að mikinn mun á hagvexti hér á landi og annars staðar á Vesturlöndum megi rekja til þess hve hlutfallslega stór ferðaþjónustan er hér á landi. Þá sýni hagvaxtartölurnar fram á að góður gangur sé á flestum stöðum í hagkerfinu. „Hagvöxturinn er góður, einkaneyslan er góð og hagvöxturinn er líka keyrður áfram á auknum útflutningi. Staðan er að mörgu leyti mjög góð en vandamálið sem vofir yfir er þessi verðbólga sem við erum að sjá,“ segir Hjalti. „En þessar tölur sýna að gangurinn er góður að mestu leyti í hagkerfinu þrátt fyrir þessa miklu verðbólgu. En það þarf jú að ná verðbólgunni niður.“ Aukin einkaneysla ýtir bæði undir aukinn hagvöxt og aukna verðbólgu. Tekið er fram í skýrslu Hagstofunnar um hagvöxtinn að aukin neysla þrátt fyrir hærra neysluverð geti verið vísbending um að heimili séu að einhverju leyti að ganga á sparnað til að ná endum saman. Hjalti segir tvo þætti ýta mest undir aukna einkaneyslu. „Það eru launahækkanir að mestu leyti. Að einhverju leyti gæti verið að fólk sé enn að ganga á sparnað sem hefur safnast upp í faraldrinum. Þessir tveir hlutir saman skapa verðbólguþrýsting,“ segir Hjalti.
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Landsbankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir stjórnvöld fórna heimilum ítrekað fyrir bankana Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aukin einkaneysla, þrátt fyrir verðhækkanir, bendir til þess að heimili séu farin að ganga á sparnað sinn til að ná endum saman. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir stöðuna gríðarlega alvarlega. 31. maí 2023 11:36 Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47 Aðgerðir í húsnæðismálum forsenda langtímasamninga að mati Eflingar Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið reiðubúið að gera langtíma kjarasamninga eins og seðlabankastjóri kalli eftir. Til þess að það megi verða þurfi stjórnvöld að hins vegar að koma að málum með vel útfærðar aðgerðir í húsnæðismálum. Verðbólgan og stjarnfræðilega há húsleiga vegna húsnæðisskorts væri að sliga láglaunafólk sem ætti varla fyrir helstu nauðsynjum. 24. maí 2023 19:31 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Segir stjórnvöld fórna heimilum ítrekað fyrir bankana Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aukin einkaneysla, þrátt fyrir verðhækkanir, bendir til þess að heimili séu farin að ganga á sparnað sinn til að ná endum saman. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir stöðuna gríðarlega alvarlega. 31. maí 2023 11:36
Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47
Aðgerðir í húsnæðismálum forsenda langtímasamninga að mati Eflingar Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið reiðubúið að gera langtíma kjarasamninga eins og seðlabankastjóri kalli eftir. Til þess að það megi verða þurfi stjórnvöld að hins vegar að koma að málum með vel útfærðar aðgerðir í húsnæðismálum. Verðbólgan og stjarnfræðilega há húsleiga vegna húsnæðisskorts væri að sliga láglaunafólk sem ætti varla fyrir helstu nauðsynjum. 24. maí 2023 19:31