Josh Hart spurði á Twitter hvort að einhver hafi smakkað brjóstamjólk kærustu sinnar. Sagðist reyndar að vera að spyrja fyrir vin en samt.
Það stóð ekki á viðbrögðum og Jalen Brunson, liðsfélagi hans hjá Knicks, bað hann meðal annars um að týna símanúmerinu sínu.
Hart kom sterkur inn hjá New York Knicks í vetur en menn vita ekki alveg hvernig þeir eiga að taka færslu hjá þessum 28 ára leikmanni.
Hann var með 10,4 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni og hækkaði meðalskor sitt frá því í deildarkeppninni.
Það er ekkert skrýtið að margir velti sér fyrir því hvað sé eiginlega í gangi á heimili Hart.
Fyrir áhugasama þá er kærasta hans Shannon Phillips og hún fæddi son í byrjun þessa mánaðar. Hún átti von á sér í miðri úrslitakeppni og litlu munaði að Hart missti af leik vegna þess.