Fundurinn hófst klukkan 13:00. Útsendingu frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þar má einnig nálgast beina textalýsingu frá honum.
Snorri skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ og verður í fullu starfi hjá sambandinu. Honum til aðstoðar verður Arnór Atlason.
Fyrsta stóra verkefni Snorra sem landsliðsþjálfari verður Evrópumótið í Þýskalandi í janúar. Þar spilar Ísland í riðli með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi, og komast tvö lið áfram í milliriðlakeppnina.
Góður árangur á EM gæti skilað Íslandi í umspil um sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í París sumarið 2024. Bæði Snorri og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sögðu að markmið íslenska liðsins væri að komast þangað.