Aðgerðir sem bitna á láglaunafólki Lenya Rún Taha Karim skrifar 1. júní 2023 14:31 Í kjölfar kynningu fasteignamats fyrir árið 2024 fannst mér tilvalið að skrifa nokkur orð um áfallið sem fasteignamarkaðurinn á Íslandi er. Til að draga stuttlega saman niðurstöður fasteignamatsins fyrir árið 2024, þá er um að ræða 11,7% hækkun frá fasteignamati fyrir 2023 og fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkar um 13,7% á milli ára, sem er gott og blessað enda um minni hækkun að ræða en í fyrra. Við tökum litlu sigrunum. Hins vegar er ástandið sem blasir við á húsnæðismarkaðnum ekki að skána. Húsnæðisverð er vissulega að hækka sem skilar sér vel á pappír fyrir þau sem eiga íbúðir og hyggjast endurfjármagna lánin sín. Það er hins vegar annað mál hvað þau gera ef þau ákveða að selja eignina sína og raungera ágóðann þar sem allt annað húsnæði hefur þá hækkað sömuleiðis og umræddur ágóði núllast út frekar hratt. Einnig er vert að nefna að fasteignamat er notað sem stofn til álagningar fasteignaskatts á allar fasteignir hér á landi, sem þýðir einfaldlega að með hærra fasteignamati fylgir hærri fasteignaskattur. Ástandið á húsnæðismarkaðnum Til að byrja með, þykir mér varhugavert að ríkisstjórnin sé ekki að grípa til neinna markvissra aðgerða til að ná tökum á ástandinu á húsnæðismarkaðnum. Það verður því sífellt erfiðara að safna sér fyrir fyrstu útborguninni og dvölin á leigumarkaði, þar sem leigan hækkar með hverju nýju fasteignamati, lengist bara og lengist. Ekki bætir síðan úr skák að Seðlabankinn hækki stýrivexti og hafi ákveðið að þrengja frekar að fyrstu kaupendum með því að krefja þá um 15% af kaupverði eignar í útborgun, í stað 10% áður. Loks er vert að nefna hertari skilyrði greiðslumats, sem gerir kröfu um hærri tekjur til að taka jafn hátt lán á sömu kjörum og voru í boði fyrir þessa breytingu. Þetta á auðvitað að kæla fasteignamarkaðinn, en fyrir fjölmörgum þjóðfélagshópum var fasteignamarkaðurinn þegar í frosti. Hvort sem það eru fyrstu kaupendur, námsmenn eða lágtekjufólk þá hafa stórir hópar fólks orðið úti. Ég þarf ekki að fara út í smáatriðin um vítahringinn sem skapast þegar menn festast á almennum leigumarkaði í tíma og ótíma en ég skal segja eitt: Staðan er alvarleg. Bæði fyrir fólk sem hafði tök á því að kaupa sér íbúð áður en markaðurinn rauk upp, enda hefur greiðslubyrðin á venjulegum lánum aukist um tvöfalt frá því lánin voru sem lægst, þ.e. í mars 2021, og annars vegar fyrir fólk sem er fast á leigumarkaði því það hefur einfaldlega ekki tök á því að ganga að skilyrðunum sem eru sett fyrir greiðslumati. Lausnir? En hvernig ætlar ríkisstjórnin að leysa þennan gífurlega húsnæðisvanda? Það er almennt mjög óljóst. Við þurfum að byggja mjög margar íbúðir á næstunni til þess að mæta eftirspurn, og eins og við vitum vel er verðbólga að miklu leyti drifin áfram af hækkandi húsnæðisverði – ýmsar greiningar hagfræðinga hafa sýnt fram á þetta trekk í trekk. Það er hægt að leysa verðbólgu á tvo vegu: annars vegar með því að framleiða meira af varningi eða hins vegar með því að minnka eftirspurn fyrir varningi. Nú eru stýrivaxtaaðgerðir Seðlabankans miðaðar að því að takmarka lánaframboð, gera fólki erfiðara fyrir með að fá lán fyrir íbúð, en er það nóg? Hvar lenda stýrivextir? Til að byrja með er verðbólgan búin að lenda á fólki með verðtryggð lán. Þegar stýrivextir eru hækkaðir lendir sú hækkun á lánum fólks með breytilega vexti - og í þessu tilfelli er hækkun á stýrivöxtum viðbrögð við verðbólgu þannig að það má í raun segja að lán á breytilegum vöxtum séu ekkert annað en verðtryggð lán, þegar allt kemur til alls, bara með aðeins meiri fínstillingum. Stýrivaxtaaðgerðir snúa að eftirspurnarhliðinni – en aukin uppbygging á húsnæðismarkaði er hin hliðin, og það er sú hlið sem hefur verið vanrækt síðasta áratug, ef ekki lengur aftur í tímann. Að lokum þá er nauðsynlegt að nefna að þessi húsnæðisvandi hefur orðið til undir forystu þriggja flokka sem hafa ekki gripið til neinna markvissa aðgerða til að auka framboð á húsnæðismarkaði. Núverandi ástand sem blasir við ungu fólki, fyrstu kaupendum og lágtekjufólki er á ábyrgð þessarar ríkisstjórnar. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Fasteignamarkaður Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar kynningu fasteignamats fyrir árið 2024 fannst mér tilvalið að skrifa nokkur orð um áfallið sem fasteignamarkaðurinn á Íslandi er. Til að draga stuttlega saman niðurstöður fasteignamatsins fyrir árið 2024, þá er um að ræða 11,7% hækkun frá fasteignamati fyrir 2023 og fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkar um 13,7% á milli ára, sem er gott og blessað enda um minni hækkun að ræða en í fyrra. Við tökum litlu sigrunum. Hins vegar er ástandið sem blasir við á húsnæðismarkaðnum ekki að skána. Húsnæðisverð er vissulega að hækka sem skilar sér vel á pappír fyrir þau sem eiga íbúðir og hyggjast endurfjármagna lánin sín. Það er hins vegar annað mál hvað þau gera ef þau ákveða að selja eignina sína og raungera ágóðann þar sem allt annað húsnæði hefur þá hækkað sömuleiðis og umræddur ágóði núllast út frekar hratt. Einnig er vert að nefna að fasteignamat er notað sem stofn til álagningar fasteignaskatts á allar fasteignir hér á landi, sem þýðir einfaldlega að með hærra fasteignamati fylgir hærri fasteignaskattur. Ástandið á húsnæðismarkaðnum Til að byrja með, þykir mér varhugavert að ríkisstjórnin sé ekki að grípa til neinna markvissra aðgerða til að ná tökum á ástandinu á húsnæðismarkaðnum. Það verður því sífellt erfiðara að safna sér fyrir fyrstu útborguninni og dvölin á leigumarkaði, þar sem leigan hækkar með hverju nýju fasteignamati, lengist bara og lengist. Ekki bætir síðan úr skák að Seðlabankinn hækki stýrivexti og hafi ákveðið að þrengja frekar að fyrstu kaupendum með því að krefja þá um 15% af kaupverði eignar í útborgun, í stað 10% áður. Loks er vert að nefna hertari skilyrði greiðslumats, sem gerir kröfu um hærri tekjur til að taka jafn hátt lán á sömu kjörum og voru í boði fyrir þessa breytingu. Þetta á auðvitað að kæla fasteignamarkaðinn, en fyrir fjölmörgum þjóðfélagshópum var fasteignamarkaðurinn þegar í frosti. Hvort sem það eru fyrstu kaupendur, námsmenn eða lágtekjufólk þá hafa stórir hópar fólks orðið úti. Ég þarf ekki að fara út í smáatriðin um vítahringinn sem skapast þegar menn festast á almennum leigumarkaði í tíma og ótíma en ég skal segja eitt: Staðan er alvarleg. Bæði fyrir fólk sem hafði tök á því að kaupa sér íbúð áður en markaðurinn rauk upp, enda hefur greiðslubyrðin á venjulegum lánum aukist um tvöfalt frá því lánin voru sem lægst, þ.e. í mars 2021, og annars vegar fyrir fólk sem er fast á leigumarkaði því það hefur einfaldlega ekki tök á því að ganga að skilyrðunum sem eru sett fyrir greiðslumati. Lausnir? En hvernig ætlar ríkisstjórnin að leysa þennan gífurlega húsnæðisvanda? Það er almennt mjög óljóst. Við þurfum að byggja mjög margar íbúðir á næstunni til þess að mæta eftirspurn, og eins og við vitum vel er verðbólga að miklu leyti drifin áfram af hækkandi húsnæðisverði – ýmsar greiningar hagfræðinga hafa sýnt fram á þetta trekk í trekk. Það er hægt að leysa verðbólgu á tvo vegu: annars vegar með því að framleiða meira af varningi eða hins vegar með því að minnka eftirspurn fyrir varningi. Nú eru stýrivaxtaaðgerðir Seðlabankans miðaðar að því að takmarka lánaframboð, gera fólki erfiðara fyrir með að fá lán fyrir íbúð, en er það nóg? Hvar lenda stýrivextir? Til að byrja með er verðbólgan búin að lenda á fólki með verðtryggð lán. Þegar stýrivextir eru hækkaðir lendir sú hækkun á lánum fólks með breytilega vexti - og í þessu tilfelli er hækkun á stýrivöxtum viðbrögð við verðbólgu þannig að það má í raun segja að lán á breytilegum vöxtum séu ekkert annað en verðtryggð lán, þegar allt kemur til alls, bara með aðeins meiri fínstillingum. Stýrivaxtaaðgerðir snúa að eftirspurnarhliðinni – en aukin uppbygging á húsnæðismarkaði er hin hliðin, og það er sú hlið sem hefur verið vanrækt síðasta áratug, ef ekki lengur aftur í tímann. Að lokum þá er nauðsynlegt að nefna að þessi húsnæðisvandi hefur orðið til undir forystu þriggja flokka sem hafa ekki gripið til neinna markvissa aðgerða til að auka framboð á húsnæðismarkaði. Núverandi ástand sem blasir við ungu fólki, fyrstu kaupendum og lágtekjufólki er á ábyrgð þessarar ríkisstjórnar. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun