Samfélagsleg áhrif ferðaþjónustunnar Renata S. Blöndal skrifar 2. júní 2023 09:01 Ferðaþjónustan er sú grein sem skilar mestum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið, hún skilar bæði meiru en sjávarútvegurinn og öll álframleiðsla landsins. Útlit er fyrir að þessar tekjur muni aukast töluvert á næstu árum en greiningaraðilar gera ráð fyrir komu rúmlega 2 milljóna ferðamanna á þessu ári og rúmum 2,5 milljónum árið 2025 samanborið við 2,3 milljónir metárið 2018. Til þess að geta tekið á móti þessum fjölda með góðu móti þarf að efla heilsársferðamennsku og dreifa ferðamönnum á fleiri fjórðunga en Suðurlandið sem er langvinsælasti áfangastaðurinn. Þá er mikilvægt að hver ferðamaður skilji meira eftir sig með sem minnstu kolefnisspori og raski á náttúru og innviðum. Í þeim tilgangi settu sveitarfélögin á Austurlandi á fót stofnunina Austurbrú sem vinnur að því að fjórðungurinn verði staður fólks, fjárfesta og fyrirtækja sem vilja byggja upp sjálfbært samfélag. Starfsmenn stofnunarinnar hafa unnið að því að móta stefnu í ferðaþjónustu fyrir landshlutann sem einkennist af stórbrotinni náttúru og fjölbreyttu dýralífi. Hluti af þeirri vinnu var að bjóða undirritaðri fyrir hönd Arctic Adventures ásamt öðrum fjárfestum á svæðið og kynna fyrir þeim þá ótrúlegu uppbyggingu sem hefur átt sér stað ásamt metnaðarfullri og spennandi framtíðarsýn. Ég vil hér nefna nokkur þeirra fyrirtækja sem við heimsóttum, en legg áherslu á að þetta er aðeins lítið brot af því sem í boði er á Austurlandi fyrir ferðamenn, íslenska sem erlenda. Á Borgarfirði Eystri má finna áfangastaðinn Blábjörg sem er í senn hótel, lúxus heilsulind, veitingastaður, bar og brugghús. Hægt er að velja á milli þara- eða bjórbaða, njóta útsýnisins yfir fjörðinn í heitum útipottum, fá sér rjúkandi kaffi í kaffihúsinu við rætur lundahólmans, eða gæða sér á heimabrugguðum verðlaunabjór á glæsilegum bar. Annar fallegur áfangastaður er Óbyggðasetrið í Fljótsdal en það er hótel í gömlum rómantískum stíl með baðhúsi, heitri laug og úrval afþreyingar ss. göngur, hestaferðir og gönguskíðaferðir. Eiðar er áfangastaður rétt fyrir utan Egilsstaði sem vert er að fylgjast með. Þar er stefnt að því að umturna gömlum byggingum á svæðinu í lúxus hótel, setja upp golfvöll og reisa fallega sumarhúsabyggð. Að lokum verður að minnast náttúrulaugarnar Vök við Urriðavatn hjá Egilsstöðum og litlu rauðu gistihúsin á Mjóeyri með útsýni yfir Eskifjörð. Þessi uppbygging í ferðaþjónustu í fjórðungnum blæs atvinnulífinu byr undir báða vængi. Lífsgæði á svæðinu aukast með tilkomu veitingastaða, kaffihúsa, afþreyinga og menningarlífs. Þessi auknu lífsgæði gera ungu fólki kleift að snúa aftur í heimabyggð að námi loknu sem styður við uppbyggingu á öðrum sviðum svo sem matvælaframleiðslu, iðnaði, menningu og listum. Ljóst er að með öllum þessum fjárfestingum, sem eru enn sem komið er að miklu leyti á herðum heimamanna, verða innviðir að vera til staðar. Margt hefur gengið vel en betur má ef duga skal. Ríki og sveitarfélög verða að koma að borðinu með meiri krafti til þess að heildarmyndin gangi upp. Frumkvöðlar á borð við þau sem nefnd eru hér að ofan hafa unnið hörðum höndum að því að byggja upp faglega og metnaðarfulla þjónustu og gestir verða að geta nálgast þá þjónustu allan ársins hring. Traustir innviðir tryggja einnig að ágangur ferðamanna á samfélagið og náttúruna verði ekki of mikill m.a. með reglulegu aðgengi að snyrtingu, merktum gönguleiðum og öruggum útsýnispöllum. Ferðaþjónustan þrífst ekki nema í sátt við nærsamfélögin sem eiga mikið undir því að ungt fólk hafi aðgengi að fjölbreyttum störfum í lifandi samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu, þjónustu og markaðsmála hjá Arctic Adventures. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er sú grein sem skilar mestum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið, hún skilar bæði meiru en sjávarútvegurinn og öll álframleiðsla landsins. Útlit er fyrir að þessar tekjur muni aukast töluvert á næstu árum en greiningaraðilar gera ráð fyrir komu rúmlega 2 milljóna ferðamanna á þessu ári og rúmum 2,5 milljónum árið 2025 samanborið við 2,3 milljónir metárið 2018. Til þess að geta tekið á móti þessum fjölda með góðu móti þarf að efla heilsársferðamennsku og dreifa ferðamönnum á fleiri fjórðunga en Suðurlandið sem er langvinsælasti áfangastaðurinn. Þá er mikilvægt að hver ferðamaður skilji meira eftir sig með sem minnstu kolefnisspori og raski á náttúru og innviðum. Í þeim tilgangi settu sveitarfélögin á Austurlandi á fót stofnunina Austurbrú sem vinnur að því að fjórðungurinn verði staður fólks, fjárfesta og fyrirtækja sem vilja byggja upp sjálfbært samfélag. Starfsmenn stofnunarinnar hafa unnið að því að móta stefnu í ferðaþjónustu fyrir landshlutann sem einkennist af stórbrotinni náttúru og fjölbreyttu dýralífi. Hluti af þeirri vinnu var að bjóða undirritaðri fyrir hönd Arctic Adventures ásamt öðrum fjárfestum á svæðið og kynna fyrir þeim þá ótrúlegu uppbyggingu sem hefur átt sér stað ásamt metnaðarfullri og spennandi framtíðarsýn. Ég vil hér nefna nokkur þeirra fyrirtækja sem við heimsóttum, en legg áherslu á að þetta er aðeins lítið brot af því sem í boði er á Austurlandi fyrir ferðamenn, íslenska sem erlenda. Á Borgarfirði Eystri má finna áfangastaðinn Blábjörg sem er í senn hótel, lúxus heilsulind, veitingastaður, bar og brugghús. Hægt er að velja á milli þara- eða bjórbaða, njóta útsýnisins yfir fjörðinn í heitum útipottum, fá sér rjúkandi kaffi í kaffihúsinu við rætur lundahólmans, eða gæða sér á heimabrugguðum verðlaunabjór á glæsilegum bar. Annar fallegur áfangastaður er Óbyggðasetrið í Fljótsdal en það er hótel í gömlum rómantískum stíl með baðhúsi, heitri laug og úrval afþreyingar ss. göngur, hestaferðir og gönguskíðaferðir. Eiðar er áfangastaður rétt fyrir utan Egilsstaði sem vert er að fylgjast með. Þar er stefnt að því að umturna gömlum byggingum á svæðinu í lúxus hótel, setja upp golfvöll og reisa fallega sumarhúsabyggð. Að lokum verður að minnast náttúrulaugarnar Vök við Urriðavatn hjá Egilsstöðum og litlu rauðu gistihúsin á Mjóeyri með útsýni yfir Eskifjörð. Þessi uppbygging í ferðaþjónustu í fjórðungnum blæs atvinnulífinu byr undir báða vængi. Lífsgæði á svæðinu aukast með tilkomu veitingastaða, kaffihúsa, afþreyinga og menningarlífs. Þessi auknu lífsgæði gera ungu fólki kleift að snúa aftur í heimabyggð að námi loknu sem styður við uppbyggingu á öðrum sviðum svo sem matvælaframleiðslu, iðnaði, menningu og listum. Ljóst er að með öllum þessum fjárfestingum, sem eru enn sem komið er að miklu leyti á herðum heimamanna, verða innviðir að vera til staðar. Margt hefur gengið vel en betur má ef duga skal. Ríki og sveitarfélög verða að koma að borðinu með meiri krafti til þess að heildarmyndin gangi upp. Frumkvöðlar á borð við þau sem nefnd eru hér að ofan hafa unnið hörðum höndum að því að byggja upp faglega og metnaðarfulla þjónustu og gestir verða að geta nálgast þá þjónustu allan ársins hring. Traustir innviðir tryggja einnig að ágangur ferðamanna á samfélagið og náttúruna verði ekki of mikill m.a. með reglulegu aðgengi að snyrtingu, merktum gönguleiðum og öruggum útsýnispöllum. Ferðaþjónustan þrífst ekki nema í sátt við nærsamfélögin sem eiga mikið undir því að ungt fólk hafi aðgengi að fjölbreyttum störfum í lifandi samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu, þjónustu og markaðsmála hjá Arctic Adventures.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun