Denver Nuggets og Miami Heat tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar með því að slá út Los Angeles Lakers og Boston Celtics. Miami hefur komið mörgum á óvart en liðið hafnaði í áttunda sæti Austurdeildarinnar á meðan Denver, með Nikola Jokic í broddi fylkingar, bar sigur úr býtum í Vesturdeildinin.
Leikurinn í kvöld fer af stað klukkan 00:30 í nótt en upphitun hefst á Stöð 2 Sport 2 á miðnætti. Sigurður Orri Kristjánsson, Mate Dalmay og Tómas Steindórsson verða í myndveri og matreiða allt það helsta fyrir áhorfendur en þeir Hörður Unndórsson og Heiðar Snær Magnússon sjá síðan um að lýsa leiknum.
Allt úrslitaeinvígið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en vinna þarf fjóra leiki til að tryggja sér meistaratitilinn.