Sorpa og Kópavogur – klúður og ábyrgðarleysi Tryggvi Felixson skrifar 2. júní 2023 10:31 Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri Kópavogs fullyrða í grein á www.visir.is 26. maí sl. að „Við sem leiðum bæjarstjórn Kópavogs höfum ávallt staðið fast á því að mikilvægt sé að finna heppilega staðsetningu fyrir endurvinnslustöð sem þjónar hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins.“ Reyndin sýnir því miður annað. SORPA hefur formlega, síðast árið 2016, bent á að flytja þurfi endurvinnslustöðina af Dalvegi. Upphaflega hentaði sú staðsetning vel til að þjóna íbúum Kópavogs og að hluta til íbúum í Garðabæ og Reykjavík. En endurvinnslustöð á þessum stað annaði ekki lengur að mati Sorpu vaxandi magni úrgangs og umferð og því var óskað eftir að bærinn skipulegði nýja lóð til að hýsa endurvinnslu í Kópavogsbæ. Við þessari ósk hafa bæjaryfirvöld í Kópavogi ekki brugðist öll þessi ár. Hins vegar skrifaði bæjarstjóri Kópavogs, öllum að óvörum, bréf til Sorpu í október 2022 og gaf frest til ársins 2024 til að Sorpa kæmi sér burt af Dalvegi með vísan til gildandi aðalskipulags sem nær til ársins 2040. Kópavogsbær ber ábyrgð á skipulagi sveitarfélagsins. Eins og önnur sveitarfélög innan byggðasamlagsins Sorpu hefur bærinn lagt fram land til að taka við úrgangi til endurvinnslu á sínu svæði. Af því að Kópavogur hafði ekki orðið við ósk um að finna nýja lóð var ákveðið að SORPA setti á laggirnar vinnuhóp fagfólks til að leita hentugs staðar. Í hópnum sátu auk sérfræðinga Sorpu, tveir sérfræðingar frá Kópavogi og tveir frá Garðabæ. Niðurstaða hópsins birtist nýlega í skýrslu. Þar voru kynntar nútímalegar og betri lausnir fyrir yfirbyggða endurvinnslustöð sem valda minna álagi á nærumhverfið, sem menn hljóta að fagna. Hins vegar olli sjálf tillagan að staðarvali fjaðrafoki. Hugsanlega aðallega vegna þess hvernig henni var varpað fram án fullnægjandi skýringa eða samtals. Að vanda varpar meiri hlutinn í bæjarstjórn Kópavogs frá sér allri ábyrgð á stöðu málsins. Þetta kemur skýrt fram í umræðum á bæjarstjórnafundi í Kópavogi þann 24. maí sl. Skilja má suma fulltrúa meirihlutans sem svo að þeir vilji helst losna alfarið við að hafa endurvinnslustöð í Kópavogi, næsta fjölmennasta bæjarfélagi landsins, og láta nágrannasveitafélögin sjá um þetta mikilvæga og nauðsynlega viðfangsefni. Mikill úrgangur er fylgifiskur velsældar og neyslu. Íslendingar eru því sem næst Evrópumeistarar á þessu sviði. Úrgangur er í raun „auðlind á villigötum“. Það er nauðsynlegt, framsækið og flókið úrlausnarefni að koma úrgangi í hringrás. Allra best er að draga úr magni úrgangs og umfangi sóunar á öllum sviðum. Sveitastjórnir gegna lögbundnu lykilhlutverk til að þetta megi takast. Þær mega ekki koma sér undan ábyrgð og varpa henni á aðra. Í Kópavogi þarf að bretta upp ermar og virkja bæði þekkingu og pólitískt þor. Þeir sem koma á Sorpustöðina við Dalveg gera sér almennt grein fyrir því að eins og málum er nú háttað er starfsemin bráðnauðsynleg fyrir bæjarbúa og fyrirtæki í bænum. Nákvæmlega þessi staðsetning endurvinnslustöðvarinnar þarf ekki að vera lausnin um alla framtíð. En bæjarfélagið verður, í góðu samtali við fólk og fyrirtæki, að búa í haginn fyrir þær breytingar sem kallað er eftir í gildandi aðalskipulagi og finna nýja staðsetningu í samstarfi við Garðabæ. Ef loka á núverandi stöð þarf að vera fullljóst hvað á að taka við. Að varpa ábyrgðinni yfir á aðra eins og bæjarstjórinn og formaður bæjarráðs gera, er ekki stórmannlegt. Stjórnsýslu bæjarins í úrgangsmálum Kópavogs þarf að bæta eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Það er grundvallaratriði að málin séu rædd og ígrunduð í samræmi við góða stjórnsýsluhætti og lýðræðislega vinnubrögð, áður en bæjarstjóri Kópavogs hleypur upp til handa og fóta. Það getur orðið dýrt spaug fyrir bæjarfélagið þegar svona er staðið að málum. Þetta er því miður aðeins eitt dæmi af mörgum. Höfundur er íbúi í Kópavogi og situr í stjórn félagsins Vinir Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Kópavogur Sorpa Kirkjugarðar Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri Kópavogs fullyrða í grein á www.visir.is 26. maí sl. að „Við sem leiðum bæjarstjórn Kópavogs höfum ávallt staðið fast á því að mikilvægt sé að finna heppilega staðsetningu fyrir endurvinnslustöð sem þjónar hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins.“ Reyndin sýnir því miður annað. SORPA hefur formlega, síðast árið 2016, bent á að flytja þurfi endurvinnslustöðina af Dalvegi. Upphaflega hentaði sú staðsetning vel til að þjóna íbúum Kópavogs og að hluta til íbúum í Garðabæ og Reykjavík. En endurvinnslustöð á þessum stað annaði ekki lengur að mati Sorpu vaxandi magni úrgangs og umferð og því var óskað eftir að bærinn skipulegði nýja lóð til að hýsa endurvinnslu í Kópavogsbæ. Við þessari ósk hafa bæjaryfirvöld í Kópavogi ekki brugðist öll þessi ár. Hins vegar skrifaði bæjarstjóri Kópavogs, öllum að óvörum, bréf til Sorpu í október 2022 og gaf frest til ársins 2024 til að Sorpa kæmi sér burt af Dalvegi með vísan til gildandi aðalskipulags sem nær til ársins 2040. Kópavogsbær ber ábyrgð á skipulagi sveitarfélagsins. Eins og önnur sveitarfélög innan byggðasamlagsins Sorpu hefur bærinn lagt fram land til að taka við úrgangi til endurvinnslu á sínu svæði. Af því að Kópavogur hafði ekki orðið við ósk um að finna nýja lóð var ákveðið að SORPA setti á laggirnar vinnuhóp fagfólks til að leita hentugs staðar. Í hópnum sátu auk sérfræðinga Sorpu, tveir sérfræðingar frá Kópavogi og tveir frá Garðabæ. Niðurstaða hópsins birtist nýlega í skýrslu. Þar voru kynntar nútímalegar og betri lausnir fyrir yfirbyggða endurvinnslustöð sem valda minna álagi á nærumhverfið, sem menn hljóta að fagna. Hins vegar olli sjálf tillagan að staðarvali fjaðrafoki. Hugsanlega aðallega vegna þess hvernig henni var varpað fram án fullnægjandi skýringa eða samtals. Að vanda varpar meiri hlutinn í bæjarstjórn Kópavogs frá sér allri ábyrgð á stöðu málsins. Þetta kemur skýrt fram í umræðum á bæjarstjórnafundi í Kópavogi þann 24. maí sl. Skilja má suma fulltrúa meirihlutans sem svo að þeir vilji helst losna alfarið við að hafa endurvinnslustöð í Kópavogi, næsta fjölmennasta bæjarfélagi landsins, og láta nágrannasveitafélögin sjá um þetta mikilvæga og nauðsynlega viðfangsefni. Mikill úrgangur er fylgifiskur velsældar og neyslu. Íslendingar eru því sem næst Evrópumeistarar á þessu sviði. Úrgangur er í raun „auðlind á villigötum“. Það er nauðsynlegt, framsækið og flókið úrlausnarefni að koma úrgangi í hringrás. Allra best er að draga úr magni úrgangs og umfangi sóunar á öllum sviðum. Sveitastjórnir gegna lögbundnu lykilhlutverk til að þetta megi takast. Þær mega ekki koma sér undan ábyrgð og varpa henni á aðra. Í Kópavogi þarf að bretta upp ermar og virkja bæði þekkingu og pólitískt þor. Þeir sem koma á Sorpustöðina við Dalveg gera sér almennt grein fyrir því að eins og málum er nú háttað er starfsemin bráðnauðsynleg fyrir bæjarbúa og fyrirtæki í bænum. Nákvæmlega þessi staðsetning endurvinnslustöðvarinnar þarf ekki að vera lausnin um alla framtíð. En bæjarfélagið verður, í góðu samtali við fólk og fyrirtæki, að búa í haginn fyrir þær breytingar sem kallað er eftir í gildandi aðalskipulagi og finna nýja staðsetningu í samstarfi við Garðabæ. Ef loka á núverandi stöð þarf að vera fullljóst hvað á að taka við. Að varpa ábyrgðinni yfir á aðra eins og bæjarstjórinn og formaður bæjarráðs gera, er ekki stórmannlegt. Stjórnsýslu bæjarins í úrgangsmálum Kópavogs þarf að bæta eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Það er grundvallaratriði að málin séu rædd og ígrunduð í samræmi við góða stjórnsýsluhætti og lýðræðislega vinnubrögð, áður en bæjarstjóri Kópavogs hleypur upp til handa og fóta. Það getur orðið dýrt spaug fyrir bæjarfélagið þegar svona er staðið að málum. Þetta er því miður aðeins eitt dæmi af mörgum. Höfundur er íbúi í Kópavogi og situr í stjórn félagsins Vinir Kópavogs.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun