Cuba Gooding Jr. samdi rétt fyrir upphaf nauðgunarréttarhalda Samúel Karl Ólason skrifar 6. júní 2023 14:27 Cuba Gooding Jr. í dómsal árið 2020. Hann átti að mæta aftur í dómsal í dag vegna ásökunar um nauðgun. AP/Alec Tabak Bandaríski leikarinn Cuba Gooding Jr. hefur gert samkomulag við konu sem sakaði hann um að hafa nauðgað sér fyrir um áratug. Réttarhöld í málinu áttu að hefjast í dag en leikarinn hafði neitað sök. AP fréttaveitan segir að nokkrum mínútum áður en kviðdómendaval átti að hefjast hafi komið í ljós að samkomulag hefði náðst. Ekki hefur verið gefið upp hvað samkomulagið felur í sér en konan hafði farið fram á sex milljónir í miskabætur. Uppfært: Upprunalegu fréttina, sem fjallaði um að réttarhöldin myndu hefjast í dag, má finna hér að neðan. Réttarhöldin í máli bandaríska leikarans Cuba Gooding Jr. hefjast í dag. Hann hefur verið sakaður um að nauðga konu á hóteli í New York fyrir um áratug en leikarinn neitar sök. Hann segist hafa haft mök við konuna með samþykki hennar, eftir að þau hittust á veitingastað í borginni. Konan heldur því fram að hún hafi hitt leikarann í Manhattan og hann hafi fengið hana til að fara með sér á hótel, þar sem hann hafi ætlað að skipta um föt. Hún segir hins vegar að þegar þau hafi komið þangað hafi hann nauðgað henni. Eins og áður segir neitar Cuba Gooding Jr. ásökununum og lögmenn hans segja að konan hafi stærst sig af því að hafa sængað hjá frægum leikara, eftir umrætt kvöld. Nafn konunnar hefur ekki komið fram hingað til, en AP fréttaveitan segir að hún verði að opinbera það þegar réttarhöldin hefjast. Konan hefur farið fram á sex milljónir dala í skaðabætur. Cuba Gooding Jr. hefur staðið frammi fyrir fjölmörgum ásökunum um kynferðisbrot, káf og annars konar óviðeigandi hegðun, samkvæmt frétt AP. Leikarinn játaði í fyrra að hafa þuklað á konu í New York árið 2019 og að hafa kysst konu gegn vilja hennar á skemmtistað í borginni árið 2018. Sjá einnig: Cuba Gooding Jr. sleppur við fangelsi Dómarinn í málarekstrinum sem hefst í dag hefur leyft lögmönnum konunnar að kalla konur sem Cuba Gooding Jr. hefur játað að hafa brotið á að bera vitni. Bandaríkin MeToo Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
AP fréttaveitan segir að nokkrum mínútum áður en kviðdómendaval átti að hefjast hafi komið í ljós að samkomulag hefði náðst. Ekki hefur verið gefið upp hvað samkomulagið felur í sér en konan hafði farið fram á sex milljónir í miskabætur. Uppfært: Upprunalegu fréttina, sem fjallaði um að réttarhöldin myndu hefjast í dag, má finna hér að neðan. Réttarhöldin í máli bandaríska leikarans Cuba Gooding Jr. hefjast í dag. Hann hefur verið sakaður um að nauðga konu á hóteli í New York fyrir um áratug en leikarinn neitar sök. Hann segist hafa haft mök við konuna með samþykki hennar, eftir að þau hittust á veitingastað í borginni. Konan heldur því fram að hún hafi hitt leikarann í Manhattan og hann hafi fengið hana til að fara með sér á hótel, þar sem hann hafi ætlað að skipta um föt. Hún segir hins vegar að þegar þau hafi komið þangað hafi hann nauðgað henni. Eins og áður segir neitar Cuba Gooding Jr. ásökununum og lögmenn hans segja að konan hafi stærst sig af því að hafa sængað hjá frægum leikara, eftir umrætt kvöld. Nafn konunnar hefur ekki komið fram hingað til, en AP fréttaveitan segir að hún verði að opinbera það þegar réttarhöldin hefjast. Konan hefur farið fram á sex milljónir dala í skaðabætur. Cuba Gooding Jr. hefur staðið frammi fyrir fjölmörgum ásökunum um kynferðisbrot, káf og annars konar óviðeigandi hegðun, samkvæmt frétt AP. Leikarinn játaði í fyrra að hafa þuklað á konu í New York árið 2019 og að hafa kysst konu gegn vilja hennar á skemmtistað í borginni árið 2018. Sjá einnig: Cuba Gooding Jr. sleppur við fangelsi Dómarinn í málarekstrinum sem hefst í dag hefur leyft lögmönnum konunnar að kalla konur sem Cuba Gooding Jr. hefur játað að hafa brotið á að bera vitni.
Bandaríkin MeToo Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira