Ólafur segir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda til háborinnar skammar Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2023 11:42 Ólafur Stephensen segir það óskiljanlegt með öllu að ekki hafi tekist að afgreiða tollamál er varðar innflutning á úkraínskum vörum til Íslands. Vinnubrögð sem að mati Ólafs eru íslenskum stjórnvöldum til fullkominnar skammar. vísir/vilhelm Svo virðist sem skyndileg þinglok hafi komið fjölmörgum í opna skjöldu. Fjöldi mála er óafgreiddur, eitt þeirra er tollfrelsi fyrir úkraínskar vörur sem virðist ætla að brenna inni vegna hastarlegra þinglokanna. Vísir greindi í morgun frá því að þingmenn stjórnarandstöðunnar eru furðu lostnir vegna hastarlegra þingloka en eins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þýðir þetta einfaldlega það að fjöldi mikilvægra mála eru óafgreidd. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er einn þeirra sem rekur í rogastans vegna þessa flýtis á að senda þingmenn í sumarleyfi. Hann hefur barist fyrir máli sem varðar tollfrelsi á úkraínskum vörum. Óskiljanlegt að þetta mál sé að brenna inni Ólafur segist hafa talað við hvern stjórnarþingmann á fætur öðrum sem segja að auðvitað verði þetta að fara í gegn. En um leið eru allir undir endalausum þrýstingi frá landbúnaðinum og sennilega því fegnastir að tíminn til að afgreiða málið sé úti. En ýmsar getgátur eru uppi vegna þessa sem snúa að því að blússandi ágreiningur sé uppi meðal meirihlutans. „Það er óskiljanlegt að þetta mál sé að brenna inni við þinglok þrátt fyrir heitstrengingar forsætisráðherra um að halda áfram þeim stuðningi í formi tollfrelsis, sem úkraínsk stjórnvöld báðu um,“ segir Ólafur sem er afar óhress með hvernig mál eru að æxlast. Hann segir að rétt sé að rifja upp að þegar málið var samþykkt á Alþingi í fyrra hlytu þingmenn að átta sig á að ef stuðningurinn ætti að skipta útflutning Úkraínu einhverju máli, myndi hann þýða að fluttar yrðu inn búvörur í samkeppni við íslenska framleiðslu. „Það er nefnilega svo að Ísland leggur ekki innflutningstolla á neinar vörur aðrar en búvörur – og þá aðallega vörur sem framleiddar eru hér á landi.“ Í klemmu vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum Ólafur segir jafnframt að þau hjá Félagi atvinnurekenda hafi orðið þess vör að stjórnarliðið sé undir gífurlegum þrýstingi frá Bændasamtökum Íslands, Samtökum fyrirtækja í landbúnaði og fleiri hagsmunaaðila í landbúnaðinum: „Að falla frá þessum stuðningi við Úkraínu, sem um leið hefur falið í sér hagsbætur fyrir íslenska neytendur. Stjórnvöld hafa haft feikinógan tíma til að vinna málið. Einhverra hluta vegna kaus fjármálaráðherrann, sem lagði málið fram í fyrra, að vísa verkefninu til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það mun hafa verið 15. maí og nefndin hefur því haft þrjár vikur til að leggja fram frumvarp eða breytingartillögu, en nú láta stjórnarliðar eins og þeir séu í tímahraki.“ Að sögn Ólafs metur matvælaráðuneytið það svo að innflutningur á úkraínskum kjúklingi án tolla nemi um 2-3% af markaðnum. „Þannig að hér er verið að hverfa frá stuðningi við Úkraínu til að verja minniháttar hagsmuni nokkurra fyrirtækja í alifuglaframleiðslu. Þessi vinnubrögð eru íslenskum stjórnvöldum til fullkominnar skammar.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Neytendur Landbúnaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Vísir greindi í morgun frá því að þingmenn stjórnarandstöðunnar eru furðu lostnir vegna hastarlegra þingloka en eins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þýðir þetta einfaldlega það að fjöldi mikilvægra mála eru óafgreidd. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er einn þeirra sem rekur í rogastans vegna þessa flýtis á að senda þingmenn í sumarleyfi. Hann hefur barist fyrir máli sem varðar tollfrelsi á úkraínskum vörum. Óskiljanlegt að þetta mál sé að brenna inni Ólafur segist hafa talað við hvern stjórnarþingmann á fætur öðrum sem segja að auðvitað verði þetta að fara í gegn. En um leið eru allir undir endalausum þrýstingi frá landbúnaðinum og sennilega því fegnastir að tíminn til að afgreiða málið sé úti. En ýmsar getgátur eru uppi vegna þessa sem snúa að því að blússandi ágreiningur sé uppi meðal meirihlutans. „Það er óskiljanlegt að þetta mál sé að brenna inni við þinglok þrátt fyrir heitstrengingar forsætisráðherra um að halda áfram þeim stuðningi í formi tollfrelsis, sem úkraínsk stjórnvöld báðu um,“ segir Ólafur sem er afar óhress með hvernig mál eru að æxlast. Hann segir að rétt sé að rifja upp að þegar málið var samþykkt á Alþingi í fyrra hlytu þingmenn að átta sig á að ef stuðningurinn ætti að skipta útflutning Úkraínu einhverju máli, myndi hann þýða að fluttar yrðu inn búvörur í samkeppni við íslenska framleiðslu. „Það er nefnilega svo að Ísland leggur ekki innflutningstolla á neinar vörur aðrar en búvörur – og þá aðallega vörur sem framleiddar eru hér á landi.“ Í klemmu vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum Ólafur segir jafnframt að þau hjá Félagi atvinnurekenda hafi orðið þess vör að stjórnarliðið sé undir gífurlegum þrýstingi frá Bændasamtökum Íslands, Samtökum fyrirtækja í landbúnaði og fleiri hagsmunaaðila í landbúnaðinum: „Að falla frá þessum stuðningi við Úkraínu, sem um leið hefur falið í sér hagsbætur fyrir íslenska neytendur. Stjórnvöld hafa haft feikinógan tíma til að vinna málið. Einhverra hluta vegna kaus fjármálaráðherrann, sem lagði málið fram í fyrra, að vísa verkefninu til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það mun hafa verið 15. maí og nefndin hefur því haft þrjár vikur til að leggja fram frumvarp eða breytingartillögu, en nú láta stjórnarliðar eins og þeir séu í tímahraki.“ Að sögn Ólafs metur matvælaráðuneytið það svo að innflutningur á úkraínskum kjúklingi án tolla nemi um 2-3% af markaðnum. „Þannig að hér er verið að hverfa frá stuðningi við Úkraínu til að verja minniháttar hagsmuni nokkurra fyrirtækja í alifuglaframleiðslu. Þessi vinnubrögð eru íslenskum stjórnvöldum til fullkominnar skammar.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Neytendur Landbúnaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira