Aðvörun til annarra lánþega Frjálsa lífeyrissjóðsins Indriði Ingi Stefánsson skrifar 8. júní 2023 07:01 Fyrir 3 árum var vaxtaástandið nokkuð gott og þau kjör sem lánþegum buðust á þeim tíma afar hagfelld. En síðan hefur nokkuð vatn hefur runnið til sjávar og full ástæða fyrir lánþega að hafa varann á og kynna sér vel uppfærða vexti, sérstaklega hvað varðar Frjálsa lífeyrissjóðinn. Vextir hærri eftir breytingu en af nýjum lánum Fasteignalán eru almennt til lengri tíma en skemmri. Þegar ég tók mitt lán reiknaði ég fyllilega með að breytingar gætu orðið á vaxtakjörum. Ég var þó með hóflegar væntingar til þess að þær breytingar væru innan eðlilegra marka, aldrei hefði mig þó grunar að eftir hækkun yrðu vextirnir hærri en af nýjum lánum hjá lífeyrissjóðnum. Þar hafði ég einfaldlega rangt fyrir mér. Þau kjör sem lífeyrissjóðurinn býður núna eru 0.18% HÆRRI en vextir sem standa nýjum lánþegum til boða. Þetta er til viðbótar við það að óverðtryggðir vextir Frjálsa lífeyrissjóðsins eru þeir hæstu sem í boði eru fyrir óverðtryggð lán með föstum vöxtum. Ekki virðist tekið tillit til þess að á þeim tíma hlýtur vaxtastig að lækka. Ég tek fram að ég er ekki með viðbótarlán enda er höfuðstóll lánsins langt inn fyrir öll slík viðmið, hér er því ekki um að ræða neins konar vaxtaálag. Enda kemur fram í tilkynningunni að ekki sé um slíkt álag að ræða. Þess í stað tekur lífeyrissjóðurinn einhliða ákvörðun um að hækka vextina. Ekki bara upp í sama vaxtastig og býðst nýjum lántökum, heldur umfram það. Síðan þessi grein var skrifuð kemur í ljós að um var að ræða mistök og Munu vextirnir því eingöngu hækka í 9,57% í stað 9,75% sem er ánægjulegt en ráðleggingarnar standa að öðru leiti óbreyttar að fólk ætti að huga að þessum málum með góðum fyrirvara. Mögulega með því að tryggja sér aðgang að hagstæðum lánum með því að skipta um lífeyrissjóð. Mögulega ekki rétti tíminn til að festa vexti til þriggja ára Það að ætla að festa vexti svo hátt til þriggja ára bætir gráu ofan á svart, en höfum í huga að ekki er víst að öll séu að fylgjast nægilega vel með þessum atriðum. Við þetta bætist að allar spár gera ráð fyrir að Seðlabankinn muni hækka vexti enn frekar og nú eru innan við tveir mánuðir í næsta vaxtaákvörðunardag. Því má gera ráð fyrir að ef lánþegar fara á þeim tímapunkti að endurfjármagna sín lán er hætt við að kjörin hafi versnað enn frekar. Á hinn bóginn gæti verið óskynsamlegt að festa þá háu vexti sem bjóðast í dag til þriggja ára og því rétt að ræða alla valkosti við fjármálaráðgjafa. Vegna nýrra reglna Seðlabankans er hætt við að valkostum til endurfjármögnunar hafi fækkað nokkuð. Og eftir því sem vextir hækka fækkar þeim enn frekar. Því er sennilega skárra að huga að þessu nú en síðar á árinu þegar enn færri kostir munu vera í boði. Óeðlilegar hækkanir Hver er skýringin á þessari hegðun lífeyrissjóðsins. Er hér verið að refsa okkur lánþegum fyrir að hafa nýtt okkur þau ágætu kjör sem okkur buðust áður? Eða búa aðrar ástæður að baki? Hver sem ástæðan er, þá er ljóst að ekki er hægt að treysta því að þessar hækkanir lánveitenda séu eðlilegar. Þess vegna gæti verið klókt að tryggja að boðið sé upp á uppgreiðslu láns án álags, en það er alls ekki sjálfgefið. Til lengri tíma litið ættum við svo öll að kanna hvar við eigum möguleika á að taka lán og ef þar er fáir kostir í boði væri mögulega klókt að gera ráðstafanir til að fjölga þeim. Þessi nýja staða er bein afleiðing af hárri verðbólgu og háu vaxtastigi. Hinn almenni borgari á réttmæta kröfu á fyrirsjáanleika í húsnæðismálum. Þær hækkanir á afborgunum fasteignalána sem framundan eru geta komið mjög illa við fólk sem í flestum tilfellum er að leggja aleiguna í að koma þaki yfir höfuðið. Í mörgum tilfellum munu þessar hækkanir ganga mjög nærri fjárhag lántakenda. Það ástand sem hér blasir við er bersýnilega afleiðing þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að reka hér örmynt með sjálfstæða peningastefnu. Það eru hins vegar við, hinir almennu borgarar landsins, sem borgum brúsann. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Lífeyrissjóðir Píratar Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir 3 árum var vaxtaástandið nokkuð gott og þau kjör sem lánþegum buðust á þeim tíma afar hagfelld. En síðan hefur nokkuð vatn hefur runnið til sjávar og full ástæða fyrir lánþega að hafa varann á og kynna sér vel uppfærða vexti, sérstaklega hvað varðar Frjálsa lífeyrissjóðinn. Vextir hærri eftir breytingu en af nýjum lánum Fasteignalán eru almennt til lengri tíma en skemmri. Þegar ég tók mitt lán reiknaði ég fyllilega með að breytingar gætu orðið á vaxtakjörum. Ég var þó með hóflegar væntingar til þess að þær breytingar væru innan eðlilegra marka, aldrei hefði mig þó grunar að eftir hækkun yrðu vextirnir hærri en af nýjum lánum hjá lífeyrissjóðnum. Þar hafði ég einfaldlega rangt fyrir mér. Þau kjör sem lífeyrissjóðurinn býður núna eru 0.18% HÆRRI en vextir sem standa nýjum lánþegum til boða. Þetta er til viðbótar við það að óverðtryggðir vextir Frjálsa lífeyrissjóðsins eru þeir hæstu sem í boði eru fyrir óverðtryggð lán með föstum vöxtum. Ekki virðist tekið tillit til þess að á þeim tíma hlýtur vaxtastig að lækka. Ég tek fram að ég er ekki með viðbótarlán enda er höfuðstóll lánsins langt inn fyrir öll slík viðmið, hér er því ekki um að ræða neins konar vaxtaálag. Enda kemur fram í tilkynningunni að ekki sé um slíkt álag að ræða. Þess í stað tekur lífeyrissjóðurinn einhliða ákvörðun um að hækka vextina. Ekki bara upp í sama vaxtastig og býðst nýjum lántökum, heldur umfram það. Síðan þessi grein var skrifuð kemur í ljós að um var að ræða mistök og Munu vextirnir því eingöngu hækka í 9,57% í stað 9,75% sem er ánægjulegt en ráðleggingarnar standa að öðru leiti óbreyttar að fólk ætti að huga að þessum málum með góðum fyrirvara. Mögulega með því að tryggja sér aðgang að hagstæðum lánum með því að skipta um lífeyrissjóð. Mögulega ekki rétti tíminn til að festa vexti til þriggja ára Það að ætla að festa vexti svo hátt til þriggja ára bætir gráu ofan á svart, en höfum í huga að ekki er víst að öll séu að fylgjast nægilega vel með þessum atriðum. Við þetta bætist að allar spár gera ráð fyrir að Seðlabankinn muni hækka vexti enn frekar og nú eru innan við tveir mánuðir í næsta vaxtaákvörðunardag. Því má gera ráð fyrir að ef lánþegar fara á þeim tímapunkti að endurfjármagna sín lán er hætt við að kjörin hafi versnað enn frekar. Á hinn bóginn gæti verið óskynsamlegt að festa þá háu vexti sem bjóðast í dag til þriggja ára og því rétt að ræða alla valkosti við fjármálaráðgjafa. Vegna nýrra reglna Seðlabankans er hætt við að valkostum til endurfjármögnunar hafi fækkað nokkuð. Og eftir því sem vextir hækka fækkar þeim enn frekar. Því er sennilega skárra að huga að þessu nú en síðar á árinu þegar enn færri kostir munu vera í boði. Óeðlilegar hækkanir Hver er skýringin á þessari hegðun lífeyrissjóðsins. Er hér verið að refsa okkur lánþegum fyrir að hafa nýtt okkur þau ágætu kjör sem okkur buðust áður? Eða búa aðrar ástæður að baki? Hver sem ástæðan er, þá er ljóst að ekki er hægt að treysta því að þessar hækkanir lánveitenda séu eðlilegar. Þess vegna gæti verið klókt að tryggja að boðið sé upp á uppgreiðslu láns án álags, en það er alls ekki sjálfgefið. Til lengri tíma litið ættum við svo öll að kanna hvar við eigum möguleika á að taka lán og ef þar er fáir kostir í boði væri mögulega klókt að gera ráðstafanir til að fjölga þeim. Þessi nýja staða er bein afleiðing af hárri verðbólgu og háu vaxtastigi. Hinn almenni borgari á réttmæta kröfu á fyrirsjáanleika í húsnæðismálum. Þær hækkanir á afborgunum fasteignalána sem framundan eru geta komið mjög illa við fólk sem í flestum tilfellum er að leggja aleiguna í að koma þaki yfir höfuðið. Í mörgum tilfellum munu þessar hækkanir ganga mjög nærri fjárhag lántakenda. Það ástand sem hér blasir við er bersýnilega afleiðing þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að reka hér örmynt með sjálfstæða peningastefnu. Það eru hins vegar við, hinir almennu borgarar landsins, sem borgum brúsann. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun