Málstol aftur í hámæli Ingunn Högnadóttir skrifar 8. júní 2023 11:31 Fyrir rúmu ári síðan komst málstol í hámæli þegar fjölskylda leikarans Bruce Willis gaf út tilkynningu þess efnis að hann væri hættur að leika í kvikmyndum eftir að hafa greinst með málstol. Í kjölfarið bárust talmeinafræðingum áhugaverð símtöl frá fjölmiðlum og þeir beðnir að útskýra hvað hugtakið fæli í sér. Töluverður áhugi kviknaði á málefninu, sem fylgt var eftir með viðtölum og greinarskrifum, en grófst svo fljótt í gleymskunnar dá - í erli og upplýsingaflæði hversdagsins. En nú er málstol enn á ný ofarlega í huga margra. Að þessu sinni þó af gleðilegra tilefni, því Félag talmeinafræðinga á Íslandi mun í næstu viku standa fyrir alþjóðlegri málstolsráðstefnu í Reykjavík: Nordic Aphasia Conference. Um er að ræða langstærsta viðburð sem félagið hefur staðið fyrir, en von er á um það bil 200 ráðstefnugestum frá öllum heimshornum, bæði fagfólki og fræðimönnum. Ráðstefnan verður haldin í Kennaraháskóla Íslands og stendur yfir í þrjá daga. En hvað er málstol? Málstol er máltruflun sem getur haft áhrif á máltjáningu og málskilning, lestur og skrift. Algengasta orsök málstols er heilablóðfall, en heilaæxli, sýking í heila, heilabilun eða annar heilaáverki getur einnig valdið málstoli. Gera má ráð fyrir að á Íslandi fái um og yfir 100 einstaklingar málstol árlega. Málstol hefur ekki áhrif á persónuleika eða vitsmuni en getur auðveldlega kollvarpað lífi einstaklinga og aðstandenda þeirra, þegar viðkomandi á allt í einu erfitt með að tjá grunnþarfir sínar, framkvæma venjubundnar athafnir eins og að skrifa innkaupalista eða svara tölvupósti, sinna áhugamálum sínum og viðhalda samböndum við fjölskyldu og vini. Málstol getur því haft alvarlegar afleiðingar á líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði einstaklinga. Þrátt fyrir þau miklu áhrif sem málstol getur haft á líf fólks, er almenn vitund og þekking á málstoli ekki mikil, hvort heldur sem er úti í samfélaginu eða inni á heilbrigðisstofnunum. Það væri því ekki alveg úr vegi að loka kannski nokkrum götum í kringum Kennó í næstu viku, skutlast eftir lykilfyrirlesurunum á Audi Q8 í lögreglufylgd og fá lánaðan smá mosa úr Hörpunni til borðskreytinga - eða hvað? Því þó ráðstefnan sé fyrst og fremst ætluð talmeinafræðingum og öðru fagfólki, binda skipuleggjendur vonir við að hún veki athygli út fyrir afmarkaðan hóp ráðstefnugesta og stuðli þannig að aukinni vitund og þekkingu á málefninu. Aukin þekking og skilningur á málstoli er nefnilega grundvöllur fyrir bættum lífsgæðum einstaklinga með málstol, bæði beint og óbeint. Frekari upplýsingar um málstol, orsakir, afleiðingar og ýmsar hagnýtar upplýsingar má finna á www.malstol.com Höfundur er talmeinafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan komst málstol í hámæli þegar fjölskylda leikarans Bruce Willis gaf út tilkynningu þess efnis að hann væri hættur að leika í kvikmyndum eftir að hafa greinst með málstol. Í kjölfarið bárust talmeinafræðingum áhugaverð símtöl frá fjölmiðlum og þeir beðnir að útskýra hvað hugtakið fæli í sér. Töluverður áhugi kviknaði á málefninu, sem fylgt var eftir með viðtölum og greinarskrifum, en grófst svo fljótt í gleymskunnar dá - í erli og upplýsingaflæði hversdagsins. En nú er málstol enn á ný ofarlega í huga margra. Að þessu sinni þó af gleðilegra tilefni, því Félag talmeinafræðinga á Íslandi mun í næstu viku standa fyrir alþjóðlegri málstolsráðstefnu í Reykjavík: Nordic Aphasia Conference. Um er að ræða langstærsta viðburð sem félagið hefur staðið fyrir, en von er á um það bil 200 ráðstefnugestum frá öllum heimshornum, bæði fagfólki og fræðimönnum. Ráðstefnan verður haldin í Kennaraháskóla Íslands og stendur yfir í þrjá daga. En hvað er málstol? Málstol er máltruflun sem getur haft áhrif á máltjáningu og málskilning, lestur og skrift. Algengasta orsök málstols er heilablóðfall, en heilaæxli, sýking í heila, heilabilun eða annar heilaáverki getur einnig valdið málstoli. Gera má ráð fyrir að á Íslandi fái um og yfir 100 einstaklingar málstol árlega. Málstol hefur ekki áhrif á persónuleika eða vitsmuni en getur auðveldlega kollvarpað lífi einstaklinga og aðstandenda þeirra, þegar viðkomandi á allt í einu erfitt með að tjá grunnþarfir sínar, framkvæma venjubundnar athafnir eins og að skrifa innkaupalista eða svara tölvupósti, sinna áhugamálum sínum og viðhalda samböndum við fjölskyldu og vini. Málstol getur því haft alvarlegar afleiðingar á líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði einstaklinga. Þrátt fyrir þau miklu áhrif sem málstol getur haft á líf fólks, er almenn vitund og þekking á málstoli ekki mikil, hvort heldur sem er úti í samfélaginu eða inni á heilbrigðisstofnunum. Það væri því ekki alveg úr vegi að loka kannski nokkrum götum í kringum Kennó í næstu viku, skutlast eftir lykilfyrirlesurunum á Audi Q8 í lögreglufylgd og fá lánaðan smá mosa úr Hörpunni til borðskreytinga - eða hvað? Því þó ráðstefnan sé fyrst og fremst ætluð talmeinafræðingum og öðru fagfólki, binda skipuleggjendur vonir við að hún veki athygli út fyrir afmarkaðan hóp ráðstefnugesta og stuðli þannig að aukinni vitund og þekkingu á málefninu. Aukin þekking og skilningur á málstoli er nefnilega grundvöllur fyrir bættum lífsgæðum einstaklinga með málstol, bæði beint og óbeint. Frekari upplýsingar um málstol, orsakir, afleiðingar og ýmsar hagnýtar upplýsingar má finna á www.malstol.com Höfundur er talmeinafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun