Siðferðinu kastað á bálið Þórarinn Eyfjörð skrifar 9. júní 2023 11:30 Félagsfólk í aðildarfélögum BSRB og starfsfólk sveitarfélaganna utan Reykjavíkur er nú í verkfalli um land allt og krefst sömu launa fyrir sömu störf – eðlilega. Enda er ekki nema sjálfsagt að starfsfélagar sem vinna sömu störf, oft hlið við hlið á sama vinnustaðnum, fái jafn mikið greitt fyrir sína vinnu. Það væri efni í margar greinar ef rekja ætti allar lagasetningarnar, samþykktir jafnréttisþinga ráðherra, átaksverkefnin og stefnumið stjórnmálaflokka sem fjalla um þá afdráttarlausu jafnréttiskröfu sem gerð er þegar kemur að réttindum á vinnumarkaði. Maður skyldi spyrja sig hvers vegna svo er komið, að Samband íslenskra sveitarfélaga vilji mismuna starfsfólki bæjar- og sveitarfélaga í launum? Af hverju horfast bæjar- og sveitarfélög ekki í augu við að það er ekki einungis óréttlátt og beinlínis heimskulegt að beita sér gegn sínu eigin starfsfólki með þessum hætti, heldur er það einnig siðferðilega rangt? „Nei, þú færð ekki laun til jafns við aðra“ Gott siðferði gagnvart starfsfólki sínu felst í að tryggja jafnrétti í launum og að ekki séu teknar ákvarðanir sem framkalla ójafnrétti og mismunun í launum eins og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gert gagnvart opinberum starfsmönnum sem halda uppi almannaþjónustunni hjá sveitarfélögunum. Óbilgirni er gott orð sem nær yfir þessa nauðhyggju. Það er vel hægt að breyta nútíðinni með því að leiðrétta mistök fortíðar. Í samfélagi manna hefur það oft verið talið styrkleikamerki að geta leiðrétt mistök, bætt fyrir misgjörðir sínar eða heimskulegar ákvarðanir – og finnast það sjálfsagt. Bæta fyrir það sem aflaga hefur farið með heiðarleika og velferð starfsfólksins að leiðarljósi. Það er hvorki umburðarlyndi né umhyggja sem fylgir þeim viðhorfum að mismuna fólki á lægstu laununum sem starfar í grunnþjónustu sveitarfélaganna, í þessu tilfelli utan Reykjavíkurborgar. Það er engin skynsemi í að segja blákalt við starfsfólk sitt: „Nei, þú færð ekki laun til jafns við aðra. Nú skalt þú vera á lægri launum og okkur dettur ekki í hug að leiðrétta það.“ Slíkum viðhorfum fylgir ekki hár siðferðisþröskuldur, hvað þá aðrar dyggðir eins og sanngirni, umhyggja og heiðarleiki. Starfsmatið urðað Önnur hlið á þeirri kjaradeilu sem nú er uppi snýst um launamyndunarkerfið sem aðilar hafa samið um og á alltaf að tryggja jafnræði í launum fyrir sömu störf. Þetta kerfi kallast Starfsmat og um það var á sínum tíma gert sérstakt samkomulag. Sveitarfélögin voru jafnframt fyrstu atvinnurekendur landsins til að taka upp þetta samræmda starfsmatskerfi sem hafði það að markmiði að framfylgja jafnlaunaákvæðum laga og tryggja starfsfólki sömu laun fyrir sömu eða jafn krefjandi störf óháð kyni, vinnustað eða stéttarfélagi. Nú hafa sveitarfélögin í einu vetfangi eyðilagt þann sanngirnisgrunn sem kerfið byggir á og er það í sjálfu sér merkileg aðgerð. Í ljósi þess að bæjar- og sveitarfélögin hafa urðað Starfsmatið á ruslahaug tapaðra vitsmuna, þá er tímabært fyrir stéttarfélögin í landinu (væntanlega hvert fyrir sig) að hefja undirbúning næstu kjarasamninga sem eiga að vera komnir á gott skrið eftir 2–3 mánuði. Það er vel hægt að leysa þann hnút sem kjaradeila BSRB og bæjar- og sveitarfélaga er í. Hnúturinn er í raun auðleysanlegur og liggur í svarinu við hvort siðferðið sé á réttum stað. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að starfsfólk bæjar- og sveitarfélaga getur ekki sætt sig við lægri laun fyrir sömu störf og vinnufélagar þeirra gegna. Krafa BSRB er í alla staði réttmæt, sanngjörn og siðleg. Kallað er eftir að þeir aðilar sem sannarlega eru í þeirri stöðu að geta látið gott af sér leiða, setji nú upp jafnréttisgleraugun og hafi velferð allra starfsmanna sinna að leiðarljósi. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og fyrsti varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Félagsfólk í aðildarfélögum BSRB og starfsfólk sveitarfélaganna utan Reykjavíkur er nú í verkfalli um land allt og krefst sömu launa fyrir sömu störf – eðlilega. Enda er ekki nema sjálfsagt að starfsfélagar sem vinna sömu störf, oft hlið við hlið á sama vinnustaðnum, fái jafn mikið greitt fyrir sína vinnu. Það væri efni í margar greinar ef rekja ætti allar lagasetningarnar, samþykktir jafnréttisþinga ráðherra, átaksverkefnin og stefnumið stjórnmálaflokka sem fjalla um þá afdráttarlausu jafnréttiskröfu sem gerð er þegar kemur að réttindum á vinnumarkaði. Maður skyldi spyrja sig hvers vegna svo er komið, að Samband íslenskra sveitarfélaga vilji mismuna starfsfólki bæjar- og sveitarfélaga í launum? Af hverju horfast bæjar- og sveitarfélög ekki í augu við að það er ekki einungis óréttlátt og beinlínis heimskulegt að beita sér gegn sínu eigin starfsfólki með þessum hætti, heldur er það einnig siðferðilega rangt? „Nei, þú færð ekki laun til jafns við aðra“ Gott siðferði gagnvart starfsfólki sínu felst í að tryggja jafnrétti í launum og að ekki séu teknar ákvarðanir sem framkalla ójafnrétti og mismunun í launum eins og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gert gagnvart opinberum starfsmönnum sem halda uppi almannaþjónustunni hjá sveitarfélögunum. Óbilgirni er gott orð sem nær yfir þessa nauðhyggju. Það er vel hægt að breyta nútíðinni með því að leiðrétta mistök fortíðar. Í samfélagi manna hefur það oft verið talið styrkleikamerki að geta leiðrétt mistök, bætt fyrir misgjörðir sínar eða heimskulegar ákvarðanir – og finnast það sjálfsagt. Bæta fyrir það sem aflaga hefur farið með heiðarleika og velferð starfsfólksins að leiðarljósi. Það er hvorki umburðarlyndi né umhyggja sem fylgir þeim viðhorfum að mismuna fólki á lægstu laununum sem starfar í grunnþjónustu sveitarfélaganna, í þessu tilfelli utan Reykjavíkurborgar. Það er engin skynsemi í að segja blákalt við starfsfólk sitt: „Nei, þú færð ekki laun til jafns við aðra. Nú skalt þú vera á lægri launum og okkur dettur ekki í hug að leiðrétta það.“ Slíkum viðhorfum fylgir ekki hár siðferðisþröskuldur, hvað þá aðrar dyggðir eins og sanngirni, umhyggja og heiðarleiki. Starfsmatið urðað Önnur hlið á þeirri kjaradeilu sem nú er uppi snýst um launamyndunarkerfið sem aðilar hafa samið um og á alltaf að tryggja jafnræði í launum fyrir sömu störf. Þetta kerfi kallast Starfsmat og um það var á sínum tíma gert sérstakt samkomulag. Sveitarfélögin voru jafnframt fyrstu atvinnurekendur landsins til að taka upp þetta samræmda starfsmatskerfi sem hafði það að markmiði að framfylgja jafnlaunaákvæðum laga og tryggja starfsfólki sömu laun fyrir sömu eða jafn krefjandi störf óháð kyni, vinnustað eða stéttarfélagi. Nú hafa sveitarfélögin í einu vetfangi eyðilagt þann sanngirnisgrunn sem kerfið byggir á og er það í sjálfu sér merkileg aðgerð. Í ljósi þess að bæjar- og sveitarfélögin hafa urðað Starfsmatið á ruslahaug tapaðra vitsmuna, þá er tímabært fyrir stéttarfélögin í landinu (væntanlega hvert fyrir sig) að hefja undirbúning næstu kjarasamninga sem eiga að vera komnir á gott skrið eftir 2–3 mánuði. Það er vel hægt að leysa þann hnút sem kjaradeila BSRB og bæjar- og sveitarfélaga er í. Hnúturinn er í raun auðleysanlegur og liggur í svarinu við hvort siðferðið sé á réttum stað. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að starfsfólk bæjar- og sveitarfélaga getur ekki sætt sig við lægri laun fyrir sömu störf og vinnufélagar þeirra gegna. Krafa BSRB er í alla staði réttmæt, sanngjörn og siðleg. Kallað er eftir að þeir aðilar sem sannarlega eru í þeirri stöðu að geta látið gott af sér leiða, setji nú upp jafnréttisgleraugun og hafi velferð allra starfsmanna sinna að leiðarljósi. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og fyrsti varaformaður BSRB.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun