Aukið afhendingaröryggi og ný tækifæri til atvinnuuppbyggingar Anna Sigga Lúðvíksdóttir skrifar 12. júní 2023 13:30 Holtavörðuheiðarlína 3, línan sem liggja mun frá Blöndu að Holtavörðuheiði, er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu byggðalínunnar og er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu. Fyrirhugað er að byggja nýtt 220 kV tengivirki á Holtavörðuheiði. Ekki er búið að ákveða línuleiðina en valkostir eru settir fram í matsáætlun sem nú er í kynningu hjá Skipulagsstofnun og er kynningarfrestur til 14. júlí. Meginmarkmið með byggingu línunnar er að auka afhendingaröryggi og afhendingargetu á landinu og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir orkuskiptum, atvinnuuppbyggingu og eðlilegri þróun byggða. Nú þegar höfum við hjá Landsneti tekið í notkun tvær línur sem tilheyra nýrri kynslóð, þ.e. Kröflulínu 3 og Hólasandslínu 3. Ásamt þeim eru tvær aðrar í undirbúningi, Blöndulína 3 og Holtavörðuheiðarlína 1. Með línunum sem þegar eru komnar í rekstur og þeim sem eru í undirbúningi verður til afkastamikil 220 kV tenging frá Austurlandi, norður fyrir og að Suðurlandi og út á Suðurnes. Mun sú tenging auka afhendingargetu á landsvísu, bæta nýtingu núverandi virkjana og vatnasvæða og skapa þannig tækifæri á atvinnuuppbyggingu og innleiðingu orkuskipta um landið allt. Margir valkostir í umhverfismat Matsáætlun fyrir umhverfismat línunnar fjallar um það hvernig á að standa að umhverfismatinu og greinir frá öllum valkostum sem verða rannsakaðir og í framhaldinu bornir saman m.t.t. umhverfisáhrifa. Þrír megin valkostir eru lagðir til í matsáætlun ásamt minniháttar útfærslum hvers þeirra. Einn valkosturinn fer meðfram núverandi línuleið byggðalínunnar, frá Hrútafirði, að Laxárvatni og þaðan að Blönduvirkjun, en sá valkostur fer frá fyrirhuguðu nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Tveir valkostir eru þvert yfir heiðarnar á milli Holtavörðuheiðar og Blöndu. Í sumar munu því á svæðinu fara fram viðamestu rannsóknir sem Landsnet hefur lagt í hingað til. Kílómetrarnir sem þarf að fara um til rannsókna eru margir, eða um 330 km talsins, og er stór hluti af svæðinu torfær. Rannsaka þarf umhverfisþætti eins og gróðurfar, vatnalíf og fugla. Einnig verða gerðar rannsóknir á fornleifum og gerðar greiningar á landbúnaði, landslagi, víðernum og ferðaþjónustu. Hægt er sjá valkostina sem um ræðir á kortasjá verkefnis á www.landsnet.is . Verkefnið heitir „Holtavörðuheiði-Blanda“. Samtal og kynningafundir Við hjá Landsneti höfum átt í góðu samtali við hagaðila á svæðinu í vetur; sveitarfélögin, landeigendur og verkefnaráð línunnar. Verkefnaráð er samansett af hagaðilum af svæðinu eins og veiðifélögum, afréttarfélögun, samtökum sveitarfélaga, atvinnusamtökum, ferðaþjónustufyrirtækjum, fræðasamfélaginu o.fl. Kynningarfundir á verkefninu hafa verið haldnir ásamt vinnustofum um valkosti. Margar góðar hugmyndir komu fram á vinnustofunum og gagnlegar umræður. Að vinnustofum loknum voru allar hugmyndir um mögulega valkosti sem komu fram teknar saman og helstu áskoranir og ávinningur þeirra greindar. Við þessa valkostagreiningu lögðum við til grundvallar viðmið og byggt á þeim voru valkostunum gefnar einkunnir. Að því loknu fékkst niðurstaða um það hvaða línuleiðavalkostir ætlunin er að meta í umhverfismati. Nánar má kynna sér þróun og hvernig komist var að niðurstöðu um valkosti í matsáætluninni og á heimasíðu Landsnets. Niðurstöður valkostagreiningar voru kynntar í mars á opnum fundi á Laugarbakka og Blönduósi. Mikil bót fyrir nærsamfélagið Með þessari nýju tengingu munu skapast mikil tækifæri fyrir íbúa á áhrifasvæði línunnar, aukið framboð af raforku fyrir orkuskipti ásamt tækifæri til að byggja upp nýja atvinnustarfsemi. Núverandi línur munu standa áfram og fá þá nýtt hlutverk sem svæðisbundið flutningskerfi. Það gerir það að verkum að afhendingargeta raforku á svæðinu frá Hrútatungu að Blönduósi mun aukast mikið frá því sem nú er en í núverandi kerfi er ekki mögulegt að bæta við raforkunotkun sem neinu nemur. Við hjá Landsneti þökkum öllum sem hafa tekið þátt í samtalinu, hlökkum til frekara samtals og viljum hvetja öll sem láta sig þetta mikilvæga verkefni varða til að mæta á kynningarfundi, senda inn umsagnir við matsáætlun og skrá sig á póstlista verkefnis. Höfundur er verkefnastjóri undirbúnings fjárfestingaverka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Holtavörðuheiðarlína 3, línan sem liggja mun frá Blöndu að Holtavörðuheiði, er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu byggðalínunnar og er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu. Fyrirhugað er að byggja nýtt 220 kV tengivirki á Holtavörðuheiði. Ekki er búið að ákveða línuleiðina en valkostir eru settir fram í matsáætlun sem nú er í kynningu hjá Skipulagsstofnun og er kynningarfrestur til 14. júlí. Meginmarkmið með byggingu línunnar er að auka afhendingaröryggi og afhendingargetu á landinu og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir orkuskiptum, atvinnuuppbyggingu og eðlilegri þróun byggða. Nú þegar höfum við hjá Landsneti tekið í notkun tvær línur sem tilheyra nýrri kynslóð, þ.e. Kröflulínu 3 og Hólasandslínu 3. Ásamt þeim eru tvær aðrar í undirbúningi, Blöndulína 3 og Holtavörðuheiðarlína 1. Með línunum sem þegar eru komnar í rekstur og þeim sem eru í undirbúningi verður til afkastamikil 220 kV tenging frá Austurlandi, norður fyrir og að Suðurlandi og út á Suðurnes. Mun sú tenging auka afhendingargetu á landsvísu, bæta nýtingu núverandi virkjana og vatnasvæða og skapa þannig tækifæri á atvinnuuppbyggingu og innleiðingu orkuskipta um landið allt. Margir valkostir í umhverfismat Matsáætlun fyrir umhverfismat línunnar fjallar um það hvernig á að standa að umhverfismatinu og greinir frá öllum valkostum sem verða rannsakaðir og í framhaldinu bornir saman m.t.t. umhverfisáhrifa. Þrír megin valkostir eru lagðir til í matsáætlun ásamt minniháttar útfærslum hvers þeirra. Einn valkosturinn fer meðfram núverandi línuleið byggðalínunnar, frá Hrútafirði, að Laxárvatni og þaðan að Blönduvirkjun, en sá valkostur fer frá fyrirhuguðu nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Tveir valkostir eru þvert yfir heiðarnar á milli Holtavörðuheiðar og Blöndu. Í sumar munu því á svæðinu fara fram viðamestu rannsóknir sem Landsnet hefur lagt í hingað til. Kílómetrarnir sem þarf að fara um til rannsókna eru margir, eða um 330 km talsins, og er stór hluti af svæðinu torfær. Rannsaka þarf umhverfisþætti eins og gróðurfar, vatnalíf og fugla. Einnig verða gerðar rannsóknir á fornleifum og gerðar greiningar á landbúnaði, landslagi, víðernum og ferðaþjónustu. Hægt er sjá valkostina sem um ræðir á kortasjá verkefnis á www.landsnet.is . Verkefnið heitir „Holtavörðuheiði-Blanda“. Samtal og kynningafundir Við hjá Landsneti höfum átt í góðu samtali við hagaðila á svæðinu í vetur; sveitarfélögin, landeigendur og verkefnaráð línunnar. Verkefnaráð er samansett af hagaðilum af svæðinu eins og veiðifélögum, afréttarfélögun, samtökum sveitarfélaga, atvinnusamtökum, ferðaþjónustufyrirtækjum, fræðasamfélaginu o.fl. Kynningarfundir á verkefninu hafa verið haldnir ásamt vinnustofum um valkosti. Margar góðar hugmyndir komu fram á vinnustofunum og gagnlegar umræður. Að vinnustofum loknum voru allar hugmyndir um mögulega valkosti sem komu fram teknar saman og helstu áskoranir og ávinningur þeirra greindar. Við þessa valkostagreiningu lögðum við til grundvallar viðmið og byggt á þeim voru valkostunum gefnar einkunnir. Að því loknu fékkst niðurstaða um það hvaða línuleiðavalkostir ætlunin er að meta í umhverfismati. Nánar má kynna sér þróun og hvernig komist var að niðurstöðu um valkosti í matsáætluninni og á heimasíðu Landsnets. Niðurstöður valkostagreiningar voru kynntar í mars á opnum fundi á Laugarbakka og Blönduósi. Mikil bót fyrir nærsamfélagið Með þessari nýju tengingu munu skapast mikil tækifæri fyrir íbúa á áhrifasvæði línunnar, aukið framboð af raforku fyrir orkuskipti ásamt tækifæri til að byggja upp nýja atvinnustarfsemi. Núverandi línur munu standa áfram og fá þá nýtt hlutverk sem svæðisbundið flutningskerfi. Það gerir það að verkum að afhendingargeta raforku á svæðinu frá Hrútatungu að Blönduósi mun aukast mikið frá því sem nú er en í núverandi kerfi er ekki mögulegt að bæta við raforkunotkun sem neinu nemur. Við hjá Landsneti þökkum öllum sem hafa tekið þátt í samtalinu, hlökkum til frekara samtals og viljum hvetja öll sem láta sig þetta mikilvæga verkefni varða til að mæta á kynningarfundi, senda inn umsagnir við matsáætlun og skrá sig á póstlista verkefnis. Höfundur er verkefnastjóri undirbúnings fjárfestingaverka.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar