Sigríður Margrét nýr framkvæmdastjóri SA Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2023 14:55 Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur starfað sem forstjóri Lyfju. Vísir/Vilhelm Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu af Halldóri Benjamín Þorbergssyni sem tekur við störfum sem forstjóri fasteignafélagsins Regins. Í tilkynningu segir að Sigríður Margrét muni hefja störf í september. Þá mun hún jafnframt láta af störfum sem forstjóri Lyfju. „Sigríður hefur starfað sem framkvæmdastjóri og forstjóri íslenskra fyrirtækja í tæp tuttugu ár. Sigríður hefur auk þess setið í stjórnum margra íslenskra fyrirtækja og hagsmunasamtaka. Sigríður er með B.Sc. gráðu í Rekstrarfræðum frá Háskólanum á Akureyri og hefur einnig sótt stjórnendanámskeið hjá IESE Business School og Harvard,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigríði Margréti að öflugt atvinnulíf þýði að lífskjör á Íslandi verði áfram með því besta sem þekkist í heiminum. „Það er heiður að vera í forsvari fyrir Samtök atvinnulífsins, vinna með atvinnurekendum og þeim öfluga hópi fólks sem starfar hjá samtökunum. Verkefnin framundan eru brýn, ekki bara fyrir íslenskt atvinnulíf heldur samfélagið allt og ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að leggja mitt af mörkum,“ segir Sigríður Margrét. Miklar áskoranir og kjarasamningir lausir eftir sjö mánuði Þá er haft eftir Eyjólfi Árna Rafnssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins, að áskorunin sem við stöndum frammi fyrir sé mikil, verðbólga sé há, vextir háir og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði lausir eftir sjö mánuði. „Aðilar vinnumarkaðarins hafa átt í ágætu samtali allt frá því að núgildandi skammtímasamningar voru undirritaðir. En það er verk að vinna. Við náum ekki árangri nema með samstarfi, samtali og sameiginlegri sýn, stjórn Samtaka atvinnulífsins er sammála um það og við fögnum því að fá til liðs við okkur reynslumikinn stjórnanda,“ segir Eyjólfur Árni. Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mun sinna hlutverki framkvæmdastjóra SA þarf til Sigríður Margrét tekur við. Ávarpaði starfsfólk Lyfju Sigríður Margrét greindi starfsfólki Lyfju frá fréttunum á Workplace í morgun. Þar sagði hún „Ykkur til upplýsinga þá hef ég verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og mun hefja störf hjá þeim í september, þá mun ég jafnframt láta af störfum sem forstjóri Lyfju.“ Hún segist í skilaboðunum vera þakklát fyrir „tímann með ykkur, traustið, trúnaðinn og tækifærin sem við höfum nýtt saman.“ Hún segir einnig að það þurfi hugrekki til að hætta „á jafn spennandi tímum og blasa við hjá Lyfju samstæðunni“ en segist hugga sig við að vinna áfram að sameiginlegum hagsmunum, „bara á nýjum vettvangi“. Þá segist hún allta munu verða í „#lyfjuliðið“. Loks segir hún að þó tilkynnt sé um tilkynninguna í dag þá taki breytingin ekki gildi fyrr en í haust og Lyfja sé því „ekki alveg laus“ við sig enn. Vistaskipti Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Halldór Benjamín lætur af störfum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. 30. mars 2023 18:45 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Í tilkynningu segir að Sigríður Margrét muni hefja störf í september. Þá mun hún jafnframt láta af störfum sem forstjóri Lyfju. „Sigríður hefur starfað sem framkvæmdastjóri og forstjóri íslenskra fyrirtækja í tæp tuttugu ár. Sigríður hefur auk þess setið í stjórnum margra íslenskra fyrirtækja og hagsmunasamtaka. Sigríður er með B.Sc. gráðu í Rekstrarfræðum frá Háskólanum á Akureyri og hefur einnig sótt stjórnendanámskeið hjá IESE Business School og Harvard,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigríði Margréti að öflugt atvinnulíf þýði að lífskjör á Íslandi verði áfram með því besta sem þekkist í heiminum. „Það er heiður að vera í forsvari fyrir Samtök atvinnulífsins, vinna með atvinnurekendum og þeim öfluga hópi fólks sem starfar hjá samtökunum. Verkefnin framundan eru brýn, ekki bara fyrir íslenskt atvinnulíf heldur samfélagið allt og ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að leggja mitt af mörkum,“ segir Sigríður Margrét. Miklar áskoranir og kjarasamningir lausir eftir sjö mánuði Þá er haft eftir Eyjólfi Árna Rafnssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins, að áskorunin sem við stöndum frammi fyrir sé mikil, verðbólga sé há, vextir háir og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði lausir eftir sjö mánuði. „Aðilar vinnumarkaðarins hafa átt í ágætu samtali allt frá því að núgildandi skammtímasamningar voru undirritaðir. En það er verk að vinna. Við náum ekki árangri nema með samstarfi, samtali og sameiginlegri sýn, stjórn Samtaka atvinnulífsins er sammála um það og við fögnum því að fá til liðs við okkur reynslumikinn stjórnanda,“ segir Eyjólfur Árni. Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mun sinna hlutverki framkvæmdastjóra SA þarf til Sigríður Margrét tekur við. Ávarpaði starfsfólk Lyfju Sigríður Margrét greindi starfsfólki Lyfju frá fréttunum á Workplace í morgun. Þar sagði hún „Ykkur til upplýsinga þá hef ég verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og mun hefja störf hjá þeim í september, þá mun ég jafnframt láta af störfum sem forstjóri Lyfju.“ Hún segist í skilaboðunum vera þakklát fyrir „tímann með ykkur, traustið, trúnaðinn og tækifærin sem við höfum nýtt saman.“ Hún segir einnig að það þurfi hugrekki til að hætta „á jafn spennandi tímum og blasa við hjá Lyfju samstæðunni“ en segist hugga sig við að vinna áfram að sameiginlegum hagsmunum, „bara á nýjum vettvangi“. Þá segist hún allta munu verða í „#lyfjuliðið“. Loks segir hún að þó tilkynnt sé um tilkynninguna í dag þá taki breytingin ekki gildi fyrr en í haust og Lyfja sé því „ekki alveg laus“ við sig enn.
Vistaskipti Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Halldór Benjamín lætur af störfum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. 30. mars 2023 18:45 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Halldór Benjamín lætur af störfum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. 30. mars 2023 18:45