Andstæðingar Blika sömdu við Maicon fyrir tveimur árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júní 2023 11:30 Maicon með Meistaradeildarbikarinn eftir sigur Inter á Bayern München í úrslitaleik keppninnar 2010. getty/Shaun Botterill Fyrstu andstæðingar Breiðabliks í forkeppni Meistaradeild Evrópu sömdu við gamla brasilíska stórstjörnu fyrir tveimur árum. Íslandsmeistarar Breiðabliks drógust gegn Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildarinnar. Forkeppnin verður leikin á Kópavogsvelli 27.-30. júní. Í hinum undanúrslitaleiknum mætir Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi Atletic Club d’Escaldes frá Andorra. Breiðablik er miklu sigurstranglegri enda er árangur Tre Penne í Evrópukeppnum afleitur. Liðið hefur spilað tuttugu Evrópuleiki, unnið einn en tapað nítján. Markatalan er 7-77. Eini sigurinn kom gegn Shirak frá Armeníu fyrir áratug. Forráðamenn Tre Penne verða þó ekki sakaðir um að reyna og fara óhefðbundnar leiðir til að næla í hagstæð úrslit í Evrópukeppnum. Fyrir tveimur árum (upp á dag á morgun) samdi Tre Penne nefnilega við Brasilíumanninn Maicon. Hann var þá fertugur og hafði síðast leikið með ítalska D-deildarliðinu Sona. Maicon, who became a European champion with Inter in 2010, has now completed an unlikely treble of appearing in the Champions League, Europa League & Conference League! Tonight he is in action for Tre Penne of San Marino in the UECL 1st Qualifying Round. pic.twitter.com/jJwMlIJ9dM— The Sweeper (@SweeperPod) July 8, 2021 Maicon var á sínum tíma besti hægri bakvörður heims og var meðal annars í lykilhlutverki í liði Inter sem vann þrennuna tímabilið 2009-10. Hann lék 76 landsleiki fyrir Brasilíu. Maicon var hjá Tre Penne í mánuð og lék tvo leiki með liðinu gegn Dinamo Batumi frá Georgíu í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Koma Maicons dugði Tre Penne þó skammt því liðið tapaði leikjunum tveimur, 7-0 samanlagt. Tre Penne er ekki eina liðið frá San Marinó sem hefur samið við gamla hetju til að hjálpa sér í Evrópukeppni. Landi Maicons, Aldair, lék með Murata á árunum 2007-10, þá kominn vel yfir fertugt. Damiano Tommasi, fyrrverandi samherji Aldairs hjá Roma, samdi svo við La Fiorita fjögur sumur í röð og lék með liðinu í Evrópukeppni. Ekki hafa enn borist fréttir af því að Tre Penne ætli að semja við gamla stjörnu til að hjálpa liðinu í baráttunni við Breiðablik en það væri ekki leiðinlegt að fá einhverja slíka á Kópavogsvöll undir lok mánaðarins. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks drógust gegn Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildarinnar. Forkeppnin verður leikin á Kópavogsvelli 27.-30. júní. Í hinum undanúrslitaleiknum mætir Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi Atletic Club d’Escaldes frá Andorra. Breiðablik er miklu sigurstranglegri enda er árangur Tre Penne í Evrópukeppnum afleitur. Liðið hefur spilað tuttugu Evrópuleiki, unnið einn en tapað nítján. Markatalan er 7-77. Eini sigurinn kom gegn Shirak frá Armeníu fyrir áratug. Forráðamenn Tre Penne verða þó ekki sakaðir um að reyna og fara óhefðbundnar leiðir til að næla í hagstæð úrslit í Evrópukeppnum. Fyrir tveimur árum (upp á dag á morgun) samdi Tre Penne nefnilega við Brasilíumanninn Maicon. Hann var þá fertugur og hafði síðast leikið með ítalska D-deildarliðinu Sona. Maicon, who became a European champion with Inter in 2010, has now completed an unlikely treble of appearing in the Champions League, Europa League & Conference League! Tonight he is in action for Tre Penne of San Marino in the UECL 1st Qualifying Round. pic.twitter.com/jJwMlIJ9dM— The Sweeper (@SweeperPod) July 8, 2021 Maicon var á sínum tíma besti hægri bakvörður heims og var meðal annars í lykilhlutverki í liði Inter sem vann þrennuna tímabilið 2009-10. Hann lék 76 landsleiki fyrir Brasilíu. Maicon var hjá Tre Penne í mánuð og lék tvo leiki með liðinu gegn Dinamo Batumi frá Georgíu í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Koma Maicons dugði Tre Penne þó skammt því liðið tapaði leikjunum tveimur, 7-0 samanlagt. Tre Penne er ekki eina liðið frá San Marinó sem hefur samið við gamla hetju til að hjálpa sér í Evrópukeppni. Landi Maicons, Aldair, lék með Murata á árunum 2007-10, þá kominn vel yfir fertugt. Damiano Tommasi, fyrrverandi samherji Aldairs hjá Roma, samdi svo við La Fiorita fjögur sumur í röð og lék með liðinu í Evrópukeppni. Ekki hafa enn borist fréttir af því að Tre Penne ætli að semja við gamla stjörnu til að hjálpa liðinu í baráttunni við Breiðablik en það væri ekki leiðinlegt að fá einhverja slíka á Kópavogsvöll undir lok mánaðarins.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira