Fá engan strandhjólastól í Holtsfjöru Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júní 2023 16:29 Strandhjólastóll kostar hátt í milljón krónur. Getty Ísafjarðarbær hefur hafnað því að kaupa sérstakan strandhjólastól fyrir Holtsfjöru í Önundarfirði. Telur bærinn það ekki vera hluta af grunnþjónustunni. Velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar tók málið fyrir á fundi sínum þann 8. júní. Hafði sveitarfélaginu borist erindi frá einstaklingi um að þörf væri fyrir strandhjólastól í Holtsfjöru til þess að aðgengi yrði tryggt fyrir alla. Bent var á að Holtsfjara sé vinsælt útivistarsvæði fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar og ferðafólk. Reykjavíkurborg hafi tryggt aðgengi fyrir fatlaða að Nauthólsvík með þessum hætti. Strandhjólastóll, með baki sem hægt er að halla og lyftanlegum fótstuðningi, kostar tæplega 970 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Markaðsstofu Vestfjarða er fegurð Önundarfjarðar einkum Holtsfjöru að þakka. En fjaran er þakin gulleitum skeljasandi. „Heimsókn í Holtsfjöru á góðum sumardegi getur verið eins og að vera á Spáni. Trébryggjan í Holti er einnig einn mest myndaði staður á Vestfjörðum,“ segir á vefsíðu Markaðsstofunnar. Eiga ekki fjöruna Skemmst er frá því að segja að velferðarnefndin hafnaði beiðninni með vísan til þess að þetta væri ekki hluti af grunnþjónustu sem sveitarfélaginu beri að veita. Holtsfjara í Önundarfirði er vinsæll ferðamannastaður en ekki skilgreint útivistarsvæði samkvæmt Ísafjarðarbæ.Markaðsstofa Vestfjarða Í minnisblaði Ísafjarðarbæjar kemur fram að Ísafjarðarbær hafi enga formlega aðkomu að Holtsfjöru, enda ekki eigandi landsins sem fjaran tilheyrir. Þá sé engin aðstaða fyrir hendi, svo sem salerni, geymslur, sturtur eða búningsaðstaða. „Því fellur Holtsfjara ekki undir skilgreint útivistarsvæði,“ segir í minnisblaðinu. Einnig að Holtsfjara sé viðkvæmt varpsvæði fugla og aðgangur ekki leyfður í apríl, maí og fram í júnímánuð. „Ef frekari athugun á að fara fram í tengslum við erindið þarf að liggja fyrir formleg afstaða eigenda um nýtingu á Holtsfjöru og hvort ætlunin sé að útbúa einhvers konar útivistaraðstöðu,“ segir í minnisblaðinu. Ísafjarðarbær Málefni fatlaðs fólks Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar tók málið fyrir á fundi sínum þann 8. júní. Hafði sveitarfélaginu borist erindi frá einstaklingi um að þörf væri fyrir strandhjólastól í Holtsfjöru til þess að aðgengi yrði tryggt fyrir alla. Bent var á að Holtsfjara sé vinsælt útivistarsvæði fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar og ferðafólk. Reykjavíkurborg hafi tryggt aðgengi fyrir fatlaða að Nauthólsvík með þessum hætti. Strandhjólastóll, með baki sem hægt er að halla og lyftanlegum fótstuðningi, kostar tæplega 970 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Markaðsstofu Vestfjarða er fegurð Önundarfjarðar einkum Holtsfjöru að þakka. En fjaran er þakin gulleitum skeljasandi. „Heimsókn í Holtsfjöru á góðum sumardegi getur verið eins og að vera á Spáni. Trébryggjan í Holti er einnig einn mest myndaði staður á Vestfjörðum,“ segir á vefsíðu Markaðsstofunnar. Eiga ekki fjöruna Skemmst er frá því að segja að velferðarnefndin hafnaði beiðninni með vísan til þess að þetta væri ekki hluti af grunnþjónustu sem sveitarfélaginu beri að veita. Holtsfjara í Önundarfirði er vinsæll ferðamannastaður en ekki skilgreint útivistarsvæði samkvæmt Ísafjarðarbæ.Markaðsstofa Vestfjarða Í minnisblaði Ísafjarðarbæjar kemur fram að Ísafjarðarbær hafi enga formlega aðkomu að Holtsfjöru, enda ekki eigandi landsins sem fjaran tilheyrir. Þá sé engin aðstaða fyrir hendi, svo sem salerni, geymslur, sturtur eða búningsaðstaða. „Því fellur Holtsfjara ekki undir skilgreint útivistarsvæði,“ segir í minnisblaðinu. Einnig að Holtsfjara sé viðkvæmt varpsvæði fugla og aðgangur ekki leyfður í apríl, maí og fram í júnímánuð. „Ef frekari athugun á að fara fram í tengslum við erindið þarf að liggja fyrir formleg afstaða eigenda um nýtingu á Holtsfjöru og hvort ætlunin sé að útbúa einhvers konar útivistaraðstöðu,“ segir í minnisblaðinu.
Ísafjarðarbær Málefni fatlaðs fólks Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira