Kennarasambandið kveður Kennarahúsið Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2023 08:41 Kennarahúsið var reist á lóð sunnan í Skólavörðuhæð og austan Laufásvegar árið 1908. KÍ Kennarasamband Íslands mun formlega kveðja gamla Kennarahúsið sem stendur við Laufásveg 81 í dag þegar húsinu verður formlega skilað til ríkisins. Kennarar munu kveðja húsið við hátíðlega athöfn klukkan 15 í dag, að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra viðstaddri. Í tilkynningu frá Kennarasambandinu segir að sambandið hafi haft aðsetur í húsinu í nærri þrjátíu ár en flutti starfsemi sína í Borgartún árið 2020. Við skilin ljúki merkum kafla í sögu kennaramenntunar og samtaka kennara. „Kennarahúsið var reist á 600 ferfaðma lóð sunnan í Skólavörðuhæð og austan Laufásvegar árið 1908. Þá um haustið tók Kennaraskóli Íslands formlega til starfa í húsinu. Árið 1989, í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá stofnun fyrsta kennarafélagsins, gaf ríkið Kennarasambandinu húsið, sem var þá illa farið að utan sem innan. Eftir heilmiklar endurbætur á húsinu hófst starfsemi kennarasamtakanna í húsinu árið 1991. Þá voru félagsmenn um 3.500 en þegar starfseminni lauk í húsinu árið 2020 voru þeir nærfellt 11 þúsund og því tímabært að flytja í stærra húsnæði. Á áttunda þingi KÍ 2022 var ákveðið að skila húsinu, en kennarahúsið var gefið KÍ með þeim kvöðum að sambandið hefði yfirráð yfir húsinu en gæti ekki selt það eða leigt út. Við skilin fær sambandið til baka fjármuni sem það lagði í endurbætur í gegnum árin. Kennarasamband Íslands kveður nú Kennarahúsið við Laufásveg sem á sérstakan stað í hjörtum fjölmargra félagsmanna. Það er von KÍ að húsinu verði fundið verðugt hlutverk í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Stéttarfélög Reykjavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Kennarar munu kveðja húsið við hátíðlega athöfn klukkan 15 í dag, að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra viðstaddri. Í tilkynningu frá Kennarasambandinu segir að sambandið hafi haft aðsetur í húsinu í nærri þrjátíu ár en flutti starfsemi sína í Borgartún árið 2020. Við skilin ljúki merkum kafla í sögu kennaramenntunar og samtaka kennara. „Kennarahúsið var reist á 600 ferfaðma lóð sunnan í Skólavörðuhæð og austan Laufásvegar árið 1908. Þá um haustið tók Kennaraskóli Íslands formlega til starfa í húsinu. Árið 1989, í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá stofnun fyrsta kennarafélagsins, gaf ríkið Kennarasambandinu húsið, sem var þá illa farið að utan sem innan. Eftir heilmiklar endurbætur á húsinu hófst starfsemi kennarasamtakanna í húsinu árið 1991. Þá voru félagsmenn um 3.500 en þegar starfseminni lauk í húsinu árið 2020 voru þeir nærfellt 11 þúsund og því tímabært að flytja í stærra húsnæði. Á áttunda þingi KÍ 2022 var ákveðið að skila húsinu, en kennarahúsið var gefið KÍ með þeim kvöðum að sambandið hefði yfirráð yfir húsinu en gæti ekki selt það eða leigt út. Við skilin fær sambandið til baka fjármuni sem það lagði í endurbætur í gegnum árin. Kennarasamband Íslands kveður nú Kennarahúsið við Laufásveg sem á sérstakan stað í hjörtum fjölmargra félagsmanna. Það er von KÍ að húsinu verði fundið verðugt hlutverk í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Stéttarfélög Reykjavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira