Kennarasambandið kveður Kennarahúsið Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2023 08:41 Kennarahúsið var reist á lóð sunnan í Skólavörðuhæð og austan Laufásvegar árið 1908. KÍ Kennarasamband Íslands mun formlega kveðja gamla Kennarahúsið sem stendur við Laufásveg 81 í dag þegar húsinu verður formlega skilað til ríkisins. Kennarar munu kveðja húsið við hátíðlega athöfn klukkan 15 í dag, að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra viðstaddri. Í tilkynningu frá Kennarasambandinu segir að sambandið hafi haft aðsetur í húsinu í nærri þrjátíu ár en flutti starfsemi sína í Borgartún árið 2020. Við skilin ljúki merkum kafla í sögu kennaramenntunar og samtaka kennara. „Kennarahúsið var reist á 600 ferfaðma lóð sunnan í Skólavörðuhæð og austan Laufásvegar árið 1908. Þá um haustið tók Kennaraskóli Íslands formlega til starfa í húsinu. Árið 1989, í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá stofnun fyrsta kennarafélagsins, gaf ríkið Kennarasambandinu húsið, sem var þá illa farið að utan sem innan. Eftir heilmiklar endurbætur á húsinu hófst starfsemi kennarasamtakanna í húsinu árið 1991. Þá voru félagsmenn um 3.500 en þegar starfseminni lauk í húsinu árið 2020 voru þeir nærfellt 11 þúsund og því tímabært að flytja í stærra húsnæði. Á áttunda þingi KÍ 2022 var ákveðið að skila húsinu, en kennarahúsið var gefið KÍ með þeim kvöðum að sambandið hefði yfirráð yfir húsinu en gæti ekki selt það eða leigt út. Við skilin fær sambandið til baka fjármuni sem það lagði í endurbætur í gegnum árin. Kennarasamband Íslands kveður nú Kennarahúsið við Laufásveg sem á sérstakan stað í hjörtum fjölmargra félagsmanna. Það er von KÍ að húsinu verði fundið verðugt hlutverk í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Stéttarfélög Reykjavík Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira
Kennarar munu kveðja húsið við hátíðlega athöfn klukkan 15 í dag, að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra viðstaddri. Í tilkynningu frá Kennarasambandinu segir að sambandið hafi haft aðsetur í húsinu í nærri þrjátíu ár en flutti starfsemi sína í Borgartún árið 2020. Við skilin ljúki merkum kafla í sögu kennaramenntunar og samtaka kennara. „Kennarahúsið var reist á 600 ferfaðma lóð sunnan í Skólavörðuhæð og austan Laufásvegar árið 1908. Þá um haustið tók Kennaraskóli Íslands formlega til starfa í húsinu. Árið 1989, í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá stofnun fyrsta kennarafélagsins, gaf ríkið Kennarasambandinu húsið, sem var þá illa farið að utan sem innan. Eftir heilmiklar endurbætur á húsinu hófst starfsemi kennarasamtakanna í húsinu árið 1991. Þá voru félagsmenn um 3.500 en þegar starfseminni lauk í húsinu árið 2020 voru þeir nærfellt 11 þúsund og því tímabært að flytja í stærra húsnæði. Á áttunda þingi KÍ 2022 var ákveðið að skila húsinu, en kennarahúsið var gefið KÍ með þeim kvöðum að sambandið hefði yfirráð yfir húsinu en gæti ekki selt það eða leigt út. Við skilin fær sambandið til baka fjármuni sem það lagði í endurbætur í gegnum árin. Kennarasamband Íslands kveður nú Kennarahúsið við Laufásveg sem á sérstakan stað í hjörtum fjölmargra félagsmanna. Það er von KÍ að húsinu verði fundið verðugt hlutverk í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Stéttarfélög Reykjavík Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira