Best að líta á sparnaðarreikninga eins og bland í poka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júní 2023 11:01 Már segir að líkt og ef um verðbréfaviðskipti væri að ræða sé best að dreifa sparnaði sínum á sem fjölbreyttustu reikninga. Vísir/Egill Lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir erfitt að svara því hvort best sé að velja sér óverðtryggða eða verðtryggða sparnaðarreikninga á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Hann segir best að vera með eins fjölbreytta sparnaðarreikninga og hægt er, líkt og um bland í poka væri að ræða. Íslenskir bankar bjóða nú upp á töluverðan fjölda af sparnaðarreikningum og getur verið erfitt að festa reiður á það hvaða reikning sé best að stofna til á hverjum tíma, ekki síst á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Hægt er að velja á milli óverðtryggðra og verðtryggðra reikninga og óbundinna og bundinna á misháum vöxtum. „Þetta er hin hliðin á spurningunni um það hvort betra sé að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán,“ segir Már Wolfgang Mixa í samtali við Vísi spurður að því hvaða sparnaðarreikningur sé bestur í núverandi aðstæðum. Hann segir að árin fram að 2018 hafi verið hagstæðara að taka verðtryggð lán hafi verið litið til kostnað lána en ekki hve hratt þau eru greidd niður. Varla hafi farið framhjá neinum að mun hagstæðara hafi verið að vera með óverðtryggð lán síðustu ár sem hafi verið líkt og himnasending fyrir þá sem hafi verið með þau á föstum vöxtum. „Almennt hef ég mælt með því við fólk þegar það er að taka húsnæðislán að þessu sé skipt um það bil til helminga, það sé fyrsta viðmiðið og svo eru allskyns aðstæður sem geta komið upp, sumir vilja greiða lánið hægt og bítandi niður og er sama hvort þeir skuldi svipað í húsinu eftir fimm ár á meðan aðrir vilja greiða þau niður.“ Spurður hverskonar sparnaðarreikning fólk ætti þá að velja sér á þessum síðustu og verstu tímum segir Már: „Fólk ætti almennt að vera með bland í poka. Hafa eitthvað af þessu verðtryggt, eitthvað óverðtryggt og síðan bundna reikninga sem miðast við aðstæður hverju sinni. Þú getur fest reikninga í eitt til tvö ár og þá er peningurinn bundinn, sem er auðvitað ókostur en á móti kemur að þú ert að fá aðeins hærri vexti,“ segir Már „Ef vaxtastig hækkar þá er auðvitað súrt að vera með þetta á bundnum reikningi með fasta prósentu en ef vaxtastig lækkar þá ferðu í hina áttina og þetta fer í þveröfuga átt.“ Best að dreifa sparnaðinum Kjarni málsins sé að hafa eins marga fjölbreytta sparnaðarreikninga og kostur sé á. Spurður hvort að best sé þá að dreifa tiltekinni upphæð um hver mánaðarmót segir Már: „Það er best að dreifa upphæðinni sem þú ætlar að spara miðað við væntar þarfir. Ef þú til dæmis ert ekki að nota peninginn í segjum 12-24 mánuði, þá að öllu jöfnu er rétt að setja að minnsta kosti einhvern hluta á bundinn reikning.“ Og ef að verðbólgan myndi skyndilega rjúka niður? „Þá er gott að hafa sparnaðinn á bundnum reikningi. Ef hún rýkur upp, þá er það bara eins og það er,“ segir Már hlæjandi. Neytendur Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Íslenskir bankar bjóða nú upp á töluverðan fjölda af sparnaðarreikningum og getur verið erfitt að festa reiður á það hvaða reikning sé best að stofna til á hverjum tíma, ekki síst á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Hægt er að velja á milli óverðtryggðra og verðtryggðra reikninga og óbundinna og bundinna á misháum vöxtum. „Þetta er hin hliðin á spurningunni um það hvort betra sé að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán,“ segir Már Wolfgang Mixa í samtali við Vísi spurður að því hvaða sparnaðarreikningur sé bestur í núverandi aðstæðum. Hann segir að árin fram að 2018 hafi verið hagstæðara að taka verðtryggð lán hafi verið litið til kostnað lána en ekki hve hratt þau eru greidd niður. Varla hafi farið framhjá neinum að mun hagstæðara hafi verið að vera með óverðtryggð lán síðustu ár sem hafi verið líkt og himnasending fyrir þá sem hafi verið með þau á föstum vöxtum. „Almennt hef ég mælt með því við fólk þegar það er að taka húsnæðislán að þessu sé skipt um það bil til helminga, það sé fyrsta viðmiðið og svo eru allskyns aðstæður sem geta komið upp, sumir vilja greiða lánið hægt og bítandi niður og er sama hvort þeir skuldi svipað í húsinu eftir fimm ár á meðan aðrir vilja greiða þau niður.“ Spurður hverskonar sparnaðarreikning fólk ætti þá að velja sér á þessum síðustu og verstu tímum segir Már: „Fólk ætti almennt að vera með bland í poka. Hafa eitthvað af þessu verðtryggt, eitthvað óverðtryggt og síðan bundna reikninga sem miðast við aðstæður hverju sinni. Þú getur fest reikninga í eitt til tvö ár og þá er peningurinn bundinn, sem er auðvitað ókostur en á móti kemur að þú ert að fá aðeins hærri vexti,“ segir Már „Ef vaxtastig hækkar þá er auðvitað súrt að vera með þetta á bundnum reikningi með fasta prósentu en ef vaxtastig lækkar þá ferðu í hina áttina og þetta fer í þveröfuga átt.“ Best að dreifa sparnaðinum Kjarni málsins sé að hafa eins marga fjölbreytta sparnaðarreikninga og kostur sé á. Spurður hvort að best sé þá að dreifa tiltekinni upphæð um hver mánaðarmót segir Már: „Það er best að dreifa upphæðinni sem þú ætlar að spara miðað við væntar þarfir. Ef þú til dæmis ert ekki að nota peninginn í segjum 12-24 mánuði, þá að öllu jöfnu er rétt að setja að minnsta kosti einhvern hluta á bundinn reikning.“ Og ef að verðbólgan myndi skyndilega rjúka niður? „Þá er gott að hafa sparnaðinn á bundnum reikningi. Ef hún rýkur upp, þá er það bara eins og það er,“ segir Már hlæjandi.
Neytendur Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun