Komnir með skýra mynd á atburðarás í manndrápsmáli Bjarki Sigurðsson skrifar 18. júní 2023 20:01 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir forritið sem mennirnir notuðust við hafa verið erfitt við að eiga. Búið er að loka á starfsemi þess. Vísir/Vilhelm Rannsókn lögreglu á manndrápi í Drangahrauni í Hafnarfirði miðar vel. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur lögreglu tekist að átta sig á aðdragandanum og atburðinum sjálfum, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé nýhafin. Lögreglu barst tilkynning í gærmorgun á sjötta tímanum að maður væri illa haldinn utandyra í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Er lögregla mætti á staðinn var reynt að hefja endurlífgun sem bar ekki árangur og maðurinn sem var á fimmtugsaldri úrskurðaður látinn. Í kjölfar þess voru tveir menn á fertugsaldri handteknir sem voru grunaðir um aðild að dauða mannsins. Í gærkvöldi var einn mannanna úrskurðaður í gæsluvarðhald til næsta fimmtudags en hinum manninum sleppt úr haldi. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir tengsl vera á milli mannanna sem báðir eru pólskir ríkisborgarar. Hann gat ekki upplýst frekar um tengsl mannanna en hinn látni átti fjölskyldu hér á landi. Hann segir að rannsókn málsins gangi vel. „Hún gekk mjög vel í gær, við náðum að safna mjög miklum upplýsingum. Áttuðum okkur á að við teljum aðdragandanum og atburðinum sjálfum. Það gekk mjög vel. Rannsóknin er á góðum stað þó hún sé tiltölulega nýhafin,“ segir Grímur. Lögregla kom að vettvangi í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, þar sem maður á fimmtugsaldri fannst látinn.Vísir/Vilhelm Sá sem var sleppt úr haldi er enn með stöðu sakbornings í málinu en segir Grímur þó að ekki sé talið að hann tengist því á nokkurn hátt. Hann segir rannsókn lögreglu snúast einna helst núna að því að rannsaka hvert morðvopnið var. „Rannsóknin lýtur að því að rannsaka hvaða vopni og hvernig því var beitt. Það er gengið út frá því að um sé að ræða hníf, það er að viðkomandi hafi látist af hnífstungum en það er krufning sem sker út um það, hver hafi verið dánarorsökin,“ segir Grímur. Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Tengdar fréttir Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning í gærmorgun á sjötta tímanum að maður væri illa haldinn utandyra í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Er lögregla mætti á staðinn var reynt að hefja endurlífgun sem bar ekki árangur og maðurinn sem var á fimmtugsaldri úrskurðaður látinn. Í kjölfar þess voru tveir menn á fertugsaldri handteknir sem voru grunaðir um aðild að dauða mannsins. Í gærkvöldi var einn mannanna úrskurðaður í gæsluvarðhald til næsta fimmtudags en hinum manninum sleppt úr haldi. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir tengsl vera á milli mannanna sem báðir eru pólskir ríkisborgarar. Hann gat ekki upplýst frekar um tengsl mannanna en hinn látni átti fjölskyldu hér á landi. Hann segir að rannsókn málsins gangi vel. „Hún gekk mjög vel í gær, við náðum að safna mjög miklum upplýsingum. Áttuðum okkur á að við teljum aðdragandanum og atburðinum sjálfum. Það gekk mjög vel. Rannsóknin er á góðum stað þó hún sé tiltölulega nýhafin,“ segir Grímur. Lögregla kom að vettvangi í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, þar sem maður á fimmtugsaldri fannst látinn.Vísir/Vilhelm Sá sem var sleppt úr haldi er enn með stöðu sakbornings í málinu en segir Grímur þó að ekki sé talið að hann tengist því á nokkurn hátt. Hann segir rannsókn lögreglu snúast einna helst núna að því að rannsaka hvert morðvopnið var. „Rannsóknin lýtur að því að rannsaka hvaða vopni og hvernig því var beitt. Það er gengið út frá því að um sé að ræða hníf, það er að viðkomandi hafi látist af hnífstungum en það er krufning sem sker út um það, hver hafi verið dánarorsökin,“ segir Grímur.
Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Tengdar fréttir Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42