Beal til liðs við Durant og Booker | Hvað verður um Chris Paul? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2023 08:30 Bradley Beal er genginn til liðs við Phoenix Suns. AP/Nick Wass Fyrstu stóru félagaskipti sumarsins í NBA-deildinni í körfubolta áttu sér stað á sunnudagskvöld. Þá var staðfest að Bradley Beal væri á leiðinni til Phoenix Suns frá Washington Wizards. Hinn 29 ára gamli Beal hefur spilað fyrir Wizards síðan hann kom í deildina árið 2012. Árin 2018, 2019 og 2021 var hann valinn í stjörnulið NBA-deildarinnar. Hann hefur verið þónokkuð frá vegna meiðsla og spilaði til að mynda aðeins 50 af 82 leikjum Wizards á síðustu leiktíð. Hann skoraði þó að meðaltali 23 stig í leik ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 4 fráköst. Wizards enduðu í 12. sæti Austurdeildar með 35 sigra og 47 töp. Phoenix Suns á hinn bóginn endaði í 4. sæti Vesturdeildar með 45 sigra og 37 töp. Liðið fór alla leið í undanúrslit Vestursins en tapaði þar fyrir verðandi meisturum í Denver Nuggets. Full ESPN story on the Suns finalizing a trade to land Washington s Bradley Beal in a blockbuster trade: https://t.co/iHqrOQaeDB— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 18, 2023 Suns fór mikinn á leikmannamarkaðnum á síðustu leiktíð þegar félagið sótti Kevin Durant frá Brooklyn Nets. Það er ljóst að félagið ætlar að gera atlögu að titlinum og hefur það nú ákveðið að sækja Beal. Þríeykið Durant, Beal og Devin Booker ætti að gera Suns til alls líklegt á komandi tímabili. Suns þurfti að láta eitthvað frá sér til að landa Beal og fer gamla brýnið Chris Paul til Washington ásamt Landry Shamet og fjöldanum öllum af valréttum. Ekki er þó vitað hvort Paul stoppi lengi í Washington en talið er að þriðja liðið gæti komið inn í samninginn og sótt Paul. Bæði Los Angeles Clippers og Los Angeles Lakers eru nefnd í því samhengi. Part of the reason for holding up full completion on the Wizards-Suns trade will be to allow Washington to field offers from third teams that would give Chris Paul a chance to land with a contender, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 18, 2023 Reikna má með að fleiri stór nöfn skipti um lið í NBA-deildinni á komandi vikum. Körfubolti NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Beal hefur spilað fyrir Wizards síðan hann kom í deildina árið 2012. Árin 2018, 2019 og 2021 var hann valinn í stjörnulið NBA-deildarinnar. Hann hefur verið þónokkuð frá vegna meiðsla og spilaði til að mynda aðeins 50 af 82 leikjum Wizards á síðustu leiktíð. Hann skoraði þó að meðaltali 23 stig í leik ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 4 fráköst. Wizards enduðu í 12. sæti Austurdeildar með 35 sigra og 47 töp. Phoenix Suns á hinn bóginn endaði í 4. sæti Vesturdeildar með 45 sigra og 37 töp. Liðið fór alla leið í undanúrslit Vestursins en tapaði þar fyrir verðandi meisturum í Denver Nuggets. Full ESPN story on the Suns finalizing a trade to land Washington s Bradley Beal in a blockbuster trade: https://t.co/iHqrOQaeDB— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 18, 2023 Suns fór mikinn á leikmannamarkaðnum á síðustu leiktíð þegar félagið sótti Kevin Durant frá Brooklyn Nets. Það er ljóst að félagið ætlar að gera atlögu að titlinum og hefur það nú ákveðið að sækja Beal. Þríeykið Durant, Beal og Devin Booker ætti að gera Suns til alls líklegt á komandi tímabili. Suns þurfti að láta eitthvað frá sér til að landa Beal og fer gamla brýnið Chris Paul til Washington ásamt Landry Shamet og fjöldanum öllum af valréttum. Ekki er þó vitað hvort Paul stoppi lengi í Washington en talið er að þriðja liðið gæti komið inn í samninginn og sótt Paul. Bæði Los Angeles Clippers og Los Angeles Lakers eru nefnd í því samhengi. Part of the reason for holding up full completion on the Wizards-Suns trade will be to allow Washington to field offers from third teams that would give Chris Paul a chance to land with a contender, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 18, 2023 Reikna má með að fleiri stór nöfn skipti um lið í NBA-deildinni á komandi vikum.
Körfubolti NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira