Ferðaþjónustan: Sjálfbærni og þolmörk Ari Trausti Guðmundsson skrifar 19. júní 2023 11:00 Samkvæmt stefnumiðum stjórnvalda og helstu hagaðila á ferðaþjónustan að þróast í samræmi við helstu einkenni sjálfbærni. Í þróunina fléttast full orkuskipti fyrir 2040, markmið um matvælaöryggi, sjálfbæra matvælaframleiðslu, orkuöryggi og sjálfbæra raforkuframleiðslu. Meira að segja er búið að lögfesta hringrásarhagkerfi í lögum um úrgangsmál. Þarna koma líka nýsköpun og svonefndur grænn iðnaður til sögu. Á honum er mikill áhugi. Loks fléttast atvinnumál í heild í þróun ferðaþjónustunnar og raunar flesta aðra þjónustu í landinu. Við treystum á aðkomið vinnuafl í æ meira mæli. Ætlum að sinna margs konar atvinnugreinum og hafa atvinnulífið fjölbreytt. Nýta auðlindir á sjálfbæra vísu. Ferðaþjónusta, sjálfbær eða á leið þangað, veldur umhverfisáhrifum sem ýmist er hægt að jafna með mótvægisaðgerðum eða hún veldur ásættanlegum áhrifum. Markmiðið þar, eins og í fjölda atvinnugreina, á að vera jafnvægi milli náttúrunytja og náttúruverndar. Sjálfbær ferðaþjónusta gagnast samfélaginu og veldur ekki óafturkræfum, samfélagslegum skaða. Hún þróast í sátt við samfélagið, bæði staðbundið og í heild. Hún er í hávegum höfð meðal gestanna. Sjálfbær og hófleg ferðaþjónusta skilar fjármunum til samfélagsins, að frádregnum kostnaði og fjárfestingum hennar vegna, og hefur jákvæð áhrif á efnahagslíf og menningu. Af sjálfu leiðir að sjálfbærni ferðaþjónustunnar takmarkar vöxt hennar. Hún setur stækkandi innviðum takmörk og hefur bein áhrif á þann fjölda ferðamanna sem smásamfélag eins og okkar getur sinnt með reisn og með sjálfbærni. Henni fylgja einfaldlega þolmörk. Umhverfi, samfélagi og hagkerfi eru takmörk sett, eigi sjálfbærni nást í sátt við samfélagið. Veiðar og fiskeldi í sjó við Ísland og vinnsla afurðanna bera augljóslega þolmörk. Sama á við um ferðaþjónustuna. Um tilhögun hennar verða sívirkar umræður, greiningar og stefnumótun þar til grunngildin eru ljós og í meirihlutasátt. Við greiningu þolmarka er í mörg horn að líta. Horft er til dæmis til fjölda ferðamanna, dvalartíma, komu og brottfara eftir árstíðum, á ferðahætti innanlands, öryggismál, ólíkar ferðaslóðir eftir landshlutum, gæði innviða til þjónustu og samgangna, álagsstaði, upplifun gesta og heimamanna og mælanleg áhrif á náttúruna, þar með talið víðerni og loftslag. Meta verður enn fremur fjárhagsleg áhrif af ferðaþjónustunni, áhrifin á aðra atvinnuvegi, á fjölbreytni þeirra og þróun, á menningu og mannlíf. Okkur langar varla, með óánægjusvip, að þjónusta ferðamenn með ólund vegna glataðrar sérstöðu, kraðaks á heimsóknarstöðum og of þungs álags á náttúru og samfélög víða um land. Fyrsta vandaða þolmarkagreining á ferðamannastað var unnin fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum vegna Silfru. Ætluð þolmörk hafa verið nýtt til skipulagningar þeirrar þjónustu og afþreyingar sem þar fer fram. Árangurinn er metinn og mörk endurskoðuð, sé þess þörf. Greiningin er dæmi um hvað unnt er að gera, og þarf að gera, hvort sem er fyrir allan þjóðgarðinn, aðra staði og samfélög eða stærri landsvæði víða um land. Þolmarkagreining fer fram með vísindalegum aðferðum í flestum tilvikum, en stundum, með matskenndum hætti. Stjórnmál og ólík hugmyndafræði þeirra koma til álita þegar á að ákvarða viðbrögð og móta stefnu. Samtímis er vitað að þolmörk vegna sjálfbærni geta og mega breytast með tíma og ytri eða innri aðstæðum. Þolmarkagreiningar eru enn langt undan á landsvísu. Þolum við skemmtiferðaskipakomur sem nema hundruðum á ári? Eru mörg hundruð eða þúsundir ferðamanna, samankomnir í einu á tiltölulega litlum svæðum góð staða, til dæmis við Hvítserk, Geysi, við Jökulsárlón, á Þingvöllum, Dynjanda, á Seyðisfirði eða við Goðafoss? Hvernig opnum við lítt nýttar ferðaslóðir? Getum við tekið við 3-4 milljón gestum á ári (t.d. 2026 eða 2027) eða 8 milljónum 2040 (sjá langtímalíkan ÍSAVIA)? Spurningar sem þessar eru blákaldur veruleiki en ekki akademískar æfingar. Við getum ekki haft að leiðarljósi þá einföldu markaðsfræði að „fá sem flesta ferðamenn hingað og fá sem mest út úr þeim“. Það er gamaldags gleypigangur, laus við virðingu sem gestum ber. Enn fremur felst lítil reisn í að útbúa einhvers konar gerviheim nálægt aðalflugvellinum er hentar hraðsoðinni viðtöku sem flestra gesta á sem stystum tíma. Fleiri en nokkru sinni lýsa eftir þolmörkum í ferðaþjónustunni og stýritæki (-tækjum) svo koma megi ferðaþjónustunni til sem mestrar sjálfbærni og halda henni sem slíkri í takt við vöxt og þróun samfélagsins. Nú um stundir er hraði uppbyggingar, og væntingar margra, í litlu samræmi við nauðsynlega sýn og stefnu. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt stefnumiðum stjórnvalda og helstu hagaðila á ferðaþjónustan að þróast í samræmi við helstu einkenni sjálfbærni. Í þróunina fléttast full orkuskipti fyrir 2040, markmið um matvælaöryggi, sjálfbæra matvælaframleiðslu, orkuöryggi og sjálfbæra raforkuframleiðslu. Meira að segja er búið að lögfesta hringrásarhagkerfi í lögum um úrgangsmál. Þarna koma líka nýsköpun og svonefndur grænn iðnaður til sögu. Á honum er mikill áhugi. Loks fléttast atvinnumál í heild í þróun ferðaþjónustunnar og raunar flesta aðra þjónustu í landinu. Við treystum á aðkomið vinnuafl í æ meira mæli. Ætlum að sinna margs konar atvinnugreinum og hafa atvinnulífið fjölbreytt. Nýta auðlindir á sjálfbæra vísu. Ferðaþjónusta, sjálfbær eða á leið þangað, veldur umhverfisáhrifum sem ýmist er hægt að jafna með mótvægisaðgerðum eða hún veldur ásættanlegum áhrifum. Markmiðið þar, eins og í fjölda atvinnugreina, á að vera jafnvægi milli náttúrunytja og náttúruverndar. Sjálfbær ferðaþjónusta gagnast samfélaginu og veldur ekki óafturkræfum, samfélagslegum skaða. Hún þróast í sátt við samfélagið, bæði staðbundið og í heild. Hún er í hávegum höfð meðal gestanna. Sjálfbær og hófleg ferðaþjónusta skilar fjármunum til samfélagsins, að frádregnum kostnaði og fjárfestingum hennar vegna, og hefur jákvæð áhrif á efnahagslíf og menningu. Af sjálfu leiðir að sjálfbærni ferðaþjónustunnar takmarkar vöxt hennar. Hún setur stækkandi innviðum takmörk og hefur bein áhrif á þann fjölda ferðamanna sem smásamfélag eins og okkar getur sinnt með reisn og með sjálfbærni. Henni fylgja einfaldlega þolmörk. Umhverfi, samfélagi og hagkerfi eru takmörk sett, eigi sjálfbærni nást í sátt við samfélagið. Veiðar og fiskeldi í sjó við Ísland og vinnsla afurðanna bera augljóslega þolmörk. Sama á við um ferðaþjónustuna. Um tilhögun hennar verða sívirkar umræður, greiningar og stefnumótun þar til grunngildin eru ljós og í meirihlutasátt. Við greiningu þolmarka er í mörg horn að líta. Horft er til dæmis til fjölda ferðamanna, dvalartíma, komu og brottfara eftir árstíðum, á ferðahætti innanlands, öryggismál, ólíkar ferðaslóðir eftir landshlutum, gæði innviða til þjónustu og samgangna, álagsstaði, upplifun gesta og heimamanna og mælanleg áhrif á náttúruna, þar með talið víðerni og loftslag. Meta verður enn fremur fjárhagsleg áhrif af ferðaþjónustunni, áhrifin á aðra atvinnuvegi, á fjölbreytni þeirra og þróun, á menningu og mannlíf. Okkur langar varla, með óánægjusvip, að þjónusta ferðamenn með ólund vegna glataðrar sérstöðu, kraðaks á heimsóknarstöðum og of þungs álags á náttúru og samfélög víða um land. Fyrsta vandaða þolmarkagreining á ferðamannastað var unnin fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum vegna Silfru. Ætluð þolmörk hafa verið nýtt til skipulagningar þeirrar þjónustu og afþreyingar sem þar fer fram. Árangurinn er metinn og mörk endurskoðuð, sé þess þörf. Greiningin er dæmi um hvað unnt er að gera, og þarf að gera, hvort sem er fyrir allan þjóðgarðinn, aðra staði og samfélög eða stærri landsvæði víða um land. Þolmarkagreining fer fram með vísindalegum aðferðum í flestum tilvikum, en stundum, með matskenndum hætti. Stjórnmál og ólík hugmyndafræði þeirra koma til álita þegar á að ákvarða viðbrögð og móta stefnu. Samtímis er vitað að þolmörk vegna sjálfbærni geta og mega breytast með tíma og ytri eða innri aðstæðum. Þolmarkagreiningar eru enn langt undan á landsvísu. Þolum við skemmtiferðaskipakomur sem nema hundruðum á ári? Eru mörg hundruð eða þúsundir ferðamanna, samankomnir í einu á tiltölulega litlum svæðum góð staða, til dæmis við Hvítserk, Geysi, við Jökulsárlón, á Þingvöllum, Dynjanda, á Seyðisfirði eða við Goðafoss? Hvernig opnum við lítt nýttar ferðaslóðir? Getum við tekið við 3-4 milljón gestum á ári (t.d. 2026 eða 2027) eða 8 milljónum 2040 (sjá langtímalíkan ÍSAVIA)? Spurningar sem þessar eru blákaldur veruleiki en ekki akademískar æfingar. Við getum ekki haft að leiðarljósi þá einföldu markaðsfræði að „fá sem flesta ferðamenn hingað og fá sem mest út úr þeim“. Það er gamaldags gleypigangur, laus við virðingu sem gestum ber. Enn fremur felst lítil reisn í að útbúa einhvers konar gerviheim nálægt aðalflugvellinum er hentar hraðsoðinni viðtöku sem flestra gesta á sem stystum tíma. Fleiri en nokkru sinni lýsa eftir þolmörkum í ferðaþjónustunni og stýritæki (-tækjum) svo koma megi ferðaþjónustunni til sem mestrar sjálfbærni og halda henni sem slíkri í takt við vöxt og þróun samfélagsins. Nú um stundir er hraði uppbyggingar, og væntingar margra, í litlu samræmi við nauðsynlega sýn og stefnu. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun