„Alltaf gott að þegja og gera ekki neitt“ Steinar Ingi Kolbeins skrifar 19. júní 2023 18:00 Reykjavíkurborg hefur í nokkurn tíma stært sig af framúrskarandi þátttöku og almennu samráði við borgarbúa þegar kemur að ákvörðunartöku og stefnumótun í hverfum borgarinnar. Í bæklingi Reykjavíkurborgar sem ber heitið „Íbúaþátttaka og lýðræði í Reykjavík – svona getur þú haft áhrif,“ er í fljótu bragði fjallað um helstu lýðræðisvettvanga borgarinnar: Ábendingavefinn, íbúaráð, samráðsnefndir og lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Að endingu er fjallað um krúnudjásnið í lýðræðis- og samráðsstefnu borgarinnar; verkefnið „Hverfið mitt“. „Hverfið mitt“ er gott dæmi um pólitíska snilli ráðandi afla í borginni. Það hefur nú um árabil verið smjörklípuverkefni sem hefur að mati margra tekist að dreifa athygli borgarbúa frá grunnþjónustunni, sem víðast hvar er í molum, og að hinum ýmsu „krútt“verkefnum í nærumhverfi íbúa. Með verkefninu gefst þeim tækifæri á að velja á milli t.a.m. ærslabelgja fyrir börnin og gangbrauta yfir umferðargötur, svo dæmi sé tekið. Stjórnkerfið uppljóstrar um sjálft sig? Í gær birtist frétt á vef DV um tæknileg mistök embættismanns borgarinnar á fundi íbúaráðs Laugardals. Samkvæmt fréttinni stýrði embættismaðurinn fundinum og þurfti í því skyni að deila tölvuskjá sínum með fundargestum. Með því birtust gestum vægast sagt athyglisverðar samræður hans við annan starfsmann borgarinnar, verkefnastjóra á lýðræðis- og mannréttindastofu Reykjavíkurborgar. Fundarmenn gátu því fylgst með í beinni útsendingu hvað fór fram þeirra á milli. Án þess að rekja nákvæma atburðarás, virtust embættismennirnir ekki hafa í hyggju að leyfa íbúaráðsmeðlimum að hafa mikið til málanna að leggja, eða að minnsta kosti að hafa töluverð áhrif á framgang mála. „Ég kæfði þetta“, „Já vertu bara harður við þau. Enginn formaður né varaformaður þú ræður“ og „alltaf gott að þegja og gera ekki neitt“ eru meðal skilaboða sem fóru fram þeirra á milli. Í orði en ekki á borði Það er að mínu mati óþarfi að taka þessa tilteknu embættismenn fyrir og ég vil ekki gera þeim upp vondan hug. Þessi mannlegu mistök embættismannsins vekja mann engu að síður til umhugsunar. Getur verið að þetta sé allt samráðið? Getur það hugsast að ítarleg lýðræðisstefna borgarinnar og hinir ýmsu samráðsvettvangar hennar séu einfaldlega upp á punt? Kann það að vera að launaðir embættismenn borgarinnar mæti á fundi, jafnvel með beina línu til yfirmanna sinna, og þeim sé ætlað að knýja fram ákveðna niðurstöðu í málum, jafnvel að „kæfa“ þau? Gömul saga og ný Það hefur verið sammerkt með umdeildum málum hjá Reykjavíkurborg undanfarin misseri að íbúar hafa kvartað yfir skorti á samráði. Nýlegt dæmi er fyrirhuguð byggð og eyðilegging strandlengjunnar í Skerjafirði. Það má einnig nefna eldri dæmi á borð við sameiningar skóla í Grafarvogi 2020 og þrengingu byggðar við Bústaðaveg 2021, þar sem fyrirhuguðum byggingum var í senn ætlað að vera íbúðarhúsnæði og umferðarmön, eins furðulegt og það kann að hljóma. Útsvarsgreiðendur í borginni hljóta að velta því fyrir sér hvort fjármunum þeirra sé vel varið í alla þessa samráðsvettvanga - íbúaráð og nefndir - ef borgarbúar greiða á sama tíma einum eða jafnvel tveimur embættismönnum fyrir það að hafa bein áhrif á niðurstöður slíks samráðs. Fróðlegt væri í þessu samhengi að kanna heildarkostnað við umsýslu þessara íbúaráða. Eitt er víst. Þetta mál er ekki til þess fallið að auka traust íbúa á útblásnu stjórnkerfi borgarinnar. Ég treysti því að þetta mál verði tekið fyrir í borgarstjórn og kannað verði hvort kerfið handstýri í raun samráðinu og íbúa”lýðræðinu” með jafn hörðum höndum og raunin var á þessum fundi. Höfundur er íbúi í Reykjavík, aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og 1. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur í nokkurn tíma stært sig af framúrskarandi þátttöku og almennu samráði við borgarbúa þegar kemur að ákvörðunartöku og stefnumótun í hverfum borgarinnar. Í bæklingi Reykjavíkurborgar sem ber heitið „Íbúaþátttaka og lýðræði í Reykjavík – svona getur þú haft áhrif,“ er í fljótu bragði fjallað um helstu lýðræðisvettvanga borgarinnar: Ábendingavefinn, íbúaráð, samráðsnefndir og lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Að endingu er fjallað um krúnudjásnið í lýðræðis- og samráðsstefnu borgarinnar; verkefnið „Hverfið mitt“. „Hverfið mitt“ er gott dæmi um pólitíska snilli ráðandi afla í borginni. Það hefur nú um árabil verið smjörklípuverkefni sem hefur að mati margra tekist að dreifa athygli borgarbúa frá grunnþjónustunni, sem víðast hvar er í molum, og að hinum ýmsu „krútt“verkefnum í nærumhverfi íbúa. Með verkefninu gefst þeim tækifæri á að velja á milli t.a.m. ærslabelgja fyrir börnin og gangbrauta yfir umferðargötur, svo dæmi sé tekið. Stjórnkerfið uppljóstrar um sjálft sig? Í gær birtist frétt á vef DV um tæknileg mistök embættismanns borgarinnar á fundi íbúaráðs Laugardals. Samkvæmt fréttinni stýrði embættismaðurinn fundinum og þurfti í því skyni að deila tölvuskjá sínum með fundargestum. Með því birtust gestum vægast sagt athyglisverðar samræður hans við annan starfsmann borgarinnar, verkefnastjóra á lýðræðis- og mannréttindastofu Reykjavíkurborgar. Fundarmenn gátu því fylgst með í beinni útsendingu hvað fór fram þeirra á milli. Án þess að rekja nákvæma atburðarás, virtust embættismennirnir ekki hafa í hyggju að leyfa íbúaráðsmeðlimum að hafa mikið til málanna að leggja, eða að minnsta kosti að hafa töluverð áhrif á framgang mála. „Ég kæfði þetta“, „Já vertu bara harður við þau. Enginn formaður né varaformaður þú ræður“ og „alltaf gott að þegja og gera ekki neitt“ eru meðal skilaboða sem fóru fram þeirra á milli. Í orði en ekki á borði Það er að mínu mati óþarfi að taka þessa tilteknu embættismenn fyrir og ég vil ekki gera þeim upp vondan hug. Þessi mannlegu mistök embættismannsins vekja mann engu að síður til umhugsunar. Getur verið að þetta sé allt samráðið? Getur það hugsast að ítarleg lýðræðisstefna borgarinnar og hinir ýmsu samráðsvettvangar hennar séu einfaldlega upp á punt? Kann það að vera að launaðir embættismenn borgarinnar mæti á fundi, jafnvel með beina línu til yfirmanna sinna, og þeim sé ætlað að knýja fram ákveðna niðurstöðu í málum, jafnvel að „kæfa“ þau? Gömul saga og ný Það hefur verið sammerkt með umdeildum málum hjá Reykjavíkurborg undanfarin misseri að íbúar hafa kvartað yfir skorti á samráði. Nýlegt dæmi er fyrirhuguð byggð og eyðilegging strandlengjunnar í Skerjafirði. Það má einnig nefna eldri dæmi á borð við sameiningar skóla í Grafarvogi 2020 og þrengingu byggðar við Bústaðaveg 2021, þar sem fyrirhuguðum byggingum var í senn ætlað að vera íbúðarhúsnæði og umferðarmön, eins furðulegt og það kann að hljóma. Útsvarsgreiðendur í borginni hljóta að velta því fyrir sér hvort fjármunum þeirra sé vel varið í alla þessa samráðsvettvanga - íbúaráð og nefndir - ef borgarbúar greiða á sama tíma einum eða jafnvel tveimur embættismönnum fyrir það að hafa bein áhrif á niðurstöður slíks samráðs. Fróðlegt væri í þessu samhengi að kanna heildarkostnað við umsýslu þessara íbúaráða. Eitt er víst. Þetta mál er ekki til þess fallið að auka traust íbúa á útblásnu stjórnkerfi borgarinnar. Ég treysti því að þetta mál verði tekið fyrir í borgarstjórn og kannað verði hvort kerfið handstýri í raun samráðinu og íbúa”lýðræðinu” með jafn hörðum höndum og raunin var á þessum fundi. Höfundur er íbúi í Reykjavík, aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og 1. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun