Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2023 12:03 Petteri Orpo á leið á blaðamannafund í finnska þinghúsinu eftir að þingmenn kusu hann forsætisráðherra. Vísir/EPA Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. Orpo leiðir samsteypustjórn Sambandsflokksins, Sannra Finna, Sænska þjóðarflokksins og kristilegra demókrata sem unnu samanlagt meirihluta sæta á þingi í kosningum sem fór fram 2. apríl. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna tóku 44 daga og lauk ekki fyrr en í síðustu viku. Þingheimur greiddi atkvæði um Orpo sem forsætisráðherra. Hann hlaut 107 atkvæði en 81 þingmaður greiddi atkvæði gegn honum og ellefu voru fjarverandi. „Ég þakka ykkur innilega fyrir það traust sem þið hafið sýnt mér,“ sagði Orpo að atkvæðagreiðslunni lokinni. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, verður fjármálaráðherra í ríkisstjórninni. Elina Valtonen, varaformaður Sambandsflokks Orpo, verður utanríkisráðherra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Orpo lofaði því að draga úr hallarekstri ríkissjóðs í kosningabaráttunni en einnig að lækka skatta og örva atvinnusköpun einkageirans. Nýja stjórnin boðar herta stefnu í innflytjendamálum með auknum skorðum á þá sem sækjast eftir dvalar- og atvinnuleyfi í landinu. Einnig ætlar hún að fækka svonefndum kvótaflóttamönnum sem Finnland tekur við um helming og gera útlendingum erfiðara fyrir að öðlast ríkisborgararétt. Það síðastnefnda var aðaláherslumál Sannra Finna. „Við ætlum að herða öll skilyrði fyrir því að koma til Finnlands, að dvelja hér og að vera í Finnlandi,“ sagði Mari Rantanen, nýr innanríkisráðherra úr röðum Sannra Finna við finnska ríkisútvarpið YLE í dag. Hún sagði innflytjendastefnu Finnlands hafa verið þá frjálslyndustu á Norðurlöndunum undanfarin ár en nú verði skipt um kúrs. „Það eru bara svo margir flóttamenn en það er lítið vit í þeim siðferðislegu látalátum að ætla að taka við eins mörgum og mögulegt er,“ sagði nýbakaði ráðherrann. Finnland Flóttamenn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Orpo leiðir samsteypustjórn Sambandsflokksins, Sannra Finna, Sænska þjóðarflokksins og kristilegra demókrata sem unnu samanlagt meirihluta sæta á þingi í kosningum sem fór fram 2. apríl. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna tóku 44 daga og lauk ekki fyrr en í síðustu viku. Þingheimur greiddi atkvæði um Orpo sem forsætisráðherra. Hann hlaut 107 atkvæði en 81 þingmaður greiddi atkvæði gegn honum og ellefu voru fjarverandi. „Ég þakka ykkur innilega fyrir það traust sem þið hafið sýnt mér,“ sagði Orpo að atkvæðagreiðslunni lokinni. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, verður fjármálaráðherra í ríkisstjórninni. Elina Valtonen, varaformaður Sambandsflokks Orpo, verður utanríkisráðherra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Orpo lofaði því að draga úr hallarekstri ríkissjóðs í kosningabaráttunni en einnig að lækka skatta og örva atvinnusköpun einkageirans. Nýja stjórnin boðar herta stefnu í innflytjendamálum með auknum skorðum á þá sem sækjast eftir dvalar- og atvinnuleyfi í landinu. Einnig ætlar hún að fækka svonefndum kvótaflóttamönnum sem Finnland tekur við um helming og gera útlendingum erfiðara fyrir að öðlast ríkisborgararétt. Það síðastnefnda var aðaláherslumál Sannra Finna. „Við ætlum að herða öll skilyrði fyrir því að koma til Finnlands, að dvelja hér og að vera í Finnlandi,“ sagði Mari Rantanen, nýr innanríkisráðherra úr röðum Sannra Finna við finnska ríkisútvarpið YLE í dag. Hún sagði innflytjendastefnu Finnlands hafa verið þá frjálslyndustu á Norðurlöndunum undanfarin ár en nú verði skipt um kúrs. „Það eru bara svo margir flóttamenn en það er lítið vit í þeim siðferðislegu látalátum að ætla að taka við eins mörgum og mögulegt er,“ sagði nýbakaði ráðherrann.
Finnland Flóttamenn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira