Óttaðist að hann væri boðberi krabbameins: „Þetta er endurtekning á öllu“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. júní 2023 07:00 Vísir/Einar Fimm barna faðir og ekkill sem missti eiginkonu sína úr krabbameini segist á tímabili hafa haldið að hann smitaði fólk í kringum sig af krabbameini. Hann styður nú kærustu sína í gegnum krabbameinsmeðferð en auk konu sinnar hefur hann á örfáum árum misst foreldra, tengdaforeldri og vini úr sjúkdómnum skæða. „Þegar þetta kemur í ljós er mín fyrsta hugsun; „Er þetta eitthvað grín?“ Maður fer að hugsa hvort maður sé smitberi, hvort þetta sé mér að kenna.“ Þetta segir Kristinn Þór Sigurjónsson, 51 árs gamall véltæknifræðingur, fimm barna faðir og afi. Eiginkona hans, Ingveldur Geirsdóttir lést í apríl 2019, aðeins 41 árs að aldri. Ingveldur greindist með krabbamein árið 2014 þegar hún var ólétt af dóttur þeirra Kristins. Hún kláraði lyfjameðferð tveimur mánuðum eftir fæðingu barnsins og allt leit vel út. „Svo fer hún að finna fyrir höfuðverkjum árið 2018,“ segir Kristinn. „Í júní förum við á bráðamóttökuna og í kjölfarið greinist hún með æxli í heila.“ Fékk kraft til að kveðja alla Við tók geislameðferð og lyfjagjöf. Strax var ljóst að ástandið væri alvarlegt og að baráttan yrði ekki unnin. Ómögulegt var þó að segja til um hversu langan tíma Ingveldur hefði. „Árið 2019 byrjaði mjög vel, en í febrúar fór hún að finna fyrir þreytu. Í lok mars kem ég að henni meðvitundarlausri hér heima,“ rifjar Kristinn upp. Kristinn og Ingveldur ásamt börnum. Ingveldur var drifinn í aðgerð en talið var að vökvi þrýsti á heilann. Aðgerðin gekk vel og allt leit ágætlega út. Kristinn fór erlendis á ráðstefnu til að flytja erindi vegna vinnu sinnar. Örfáum dögum síðar hringir læknir Ingveldar og segir honum að drífa sig heim, ástandið sé alvarlegt. „Ég fór í fyrsta flugi heim. Þegar ég kom var hún meðvitundarlaus. Hún vaknaði aftur en var þarna komin á þetta lokaskref. En það dróst alveg í fjórar vikur. Það kom einhver kraftur í hana í þennan mánuð bara til að segja bless. Hún náði að halda kaffiboð í korter á dag, hún náði að kveðja alla vinahópana. Það var mjög dýrmætts, jafn mikið og það var erfitt.“ Þegar maður hugsar til baka líður þetta hratt en þegar maður er að lifa þetta er þetta eins og tíu ár. Kristinn segir að þrátt fyrir að hafa vitað í hvað stefndi hafi hann ekki getað undirbúið sig fyrir dauða Ingveldar. „Ég var samt kominn á þann stað að af því að það hafði liðið þetta langur tími frá því að læknirinn sagði „komdu strax“, að hún væri bara að fara, þá var ég farinn að trúa að hún væri undantekningin. En það var ekki þannig.“ Hjólaferðir og öskursöngur besta sálarhjálpin Nýr raunveruleiki blasti við Kristni og börnunum. „Maður hefur val að leggjast í sorg og að öllum líði illa í kringum mann eða halda áfram og leyfa sorginni að koma þegar hún kemur en leyfa henni líka bara að fara þegar hún þarf ekki að vera.“ Kristinn fór út að hjóla, fór upp á heiði og öskursöng með Jónasi Sig. „Það var svolítið mín sálfræðimeðferð, mér fannst það hjálpa helling. Svo gat maður verið heima og reynt að eiga svona normal líf, en samt að leyfa krökkunum að sjá mann gráta og leyfa þeim að gráta.“ „Það small eitthvað“ Tíminn leið og árið 2021 fann Kristinn að hann væri tilbúinn að kynnast annarri konu. Hann og Jóhanna Bogadóttir hittust niðri í bæ í mars en þá höfðu þau vitað af hvort öðru í talsverðan tíma. „Ég var með mínum vinahóp og hún með sínum. Og já, það small eitthvað. Ég var tilbúinn og síðan þá höfum við bara ekki farið frá hvort öðru.“ „Við ferðumst saman, hjólum saman, hún fékk mig til að koma í skíðaferðir með sér til Ítalíu, og það hefur bara verið mjög gaman í öllu,“ segir Kristinn. Jóhanna smitaði Kristinn af skíðabakteríu og hafa þau meðal annars farið í skíðaferðir til Ítalíu. Aðsend Sagan endurtekur sig Í mars síðastliðnum reið enn eitt áfallið yfir en þá greindist Jóhanna með brjóstakrabbamein, sömu tegundar og Ingiveldur var með. „Þegar það kemur í ljós byrjar maður að hugsa „er þetta eitthvað grín,““ segir Kristinn beðinn um að lýsa því hvað fór í gegnum huga hans þegar hann heyrði fréttirnar. „Svo fer maður að hugsa hvort maður sé smitberi, hvort þetta sé mér að kenna. Því þetta eru svo margir. Krabbameinssagan í kringum mig er sú að mamma deyr 2015 í desember. Það var erfitt því þá varð Ingveldur komin með krabbamein og þetta var mikill skellur, þetta varð svo raunverulegt. Ingveldur fer í apríl 2019 og pabbi deyr svo í desember 2021. Og Jóhanna greinist núna 2023.“ „Ef ég á að súmmera upp tilfinninguna í einni setningu þá er það eiginlega „er ekki röðin komin að mér núna, af hverju ekki ég? Ég er kominn á þann stað að mig langar frekar að greinast sjálfur en einhver annar í kringum mig.“ Kristinn segist hafa spurt krabbameinslækni hvort það væri mögulegt að hann væri smitberi krabbameins. „Mér fannst þetta fáránleg spurning en mér fannst ég verða að spyrja. En hann sagði mér það að það væri ekki séns. En þetta er ótrúleg tilviljun. Þetta er samskonar krabbamein, sami krabbameinslæknir, það er allt eins, þetta er endurtekning á öllu einhvern veginn.“ Byrjuð að plana næstu skíðaferð Líkt og áður grípur Kristinn til þess að fara út að hjóla og öskursyngja til að róa taugarnar. „En svo leyfi ég mér líka að setjast út á pall með kaffibollann og grenja ef ég þarf. Eða gríp næsta náunga úti í búð og nota hann eða eitthvað. En ég læt það ekki stýra öllum klukkustundum dagsins.Ég hef farið til sálfræðinga og markþjálfa sem hefur alveg verið fínt en svo þarf maður líka að leyfa sér að vera til sjálfur og leyfa sér að finna.“ Jóhanna fór í fleygskurð í apríl og er nú hálfnuð í lyfjameðferð. Jóhanna er nú hálfnuð í lyfjameðferð. Parið er byrjað að plana skíðaferð í haust að meðferð lokinni.Aðsend „Það lítur allt vel út, það er ekkert í eitlum, ekkert í æðaveggjum og engin merki um að það væri neitt búið að dreifa sér. Sem er mjög gott. Auðvitað er þetta gríðarlega mikið inngrip en við reiknum með að þetta gangi vel. Eftir fleygskurð er hún læknuð, þannig að krabbameinið er farið, þetta er fyrirbyggjandi aðgerð til að minnka líkur á að þetta komi aftur. Svo fer hún í geisla í haust og svo er bara að plana næstu skíðaferð.“ Kristinn segir mikilvægt að hafa í huga að krabbamein sé ekki dauðasjúkdómur þó það sé það fyrsta sem fólk hugsi. „Bara, „þetta er búið.“ En það er ekki þannig og maður þarf aðeins að berjast við að hugsa um allar sögurnar sem maður hefur heyrt af fólki sem gengur vel. Þær eru miklu fleiri en hinar.“ Hleypur til styrktar Ljóssins Kristinn hefur undanfarin ár hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu og ætlar sér einnig að hlaupa í ár. „Ég hef hlaupið síðan 2011 og alltaf verið að safna. Fyrir Ljósið, Kraft, Ljónshjarta, það eru þau félög sem ég hef verið að styrkja.“ Í ár hleypur hann fyrir Ljósið, sem hann segir hafa stutt gríðarlega vel bæði við Ingveldi og Jóhönnu. „Þetta er þessi X-faktor fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. Ég finn það bara á Jóhönnu og ég fann það á Ingveldi hvað þetta skipti miklu máli fyrir andlega líðan. Að fá jafningjafræðslu, heyra sögur um árangur og það sem gekk vel.“ Kristinn hleypur til styrktar Ljóssins í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Aðsend Að lokum segir Kristinn mikilvægt fyrir aðstandendur í slíkum aðstæðum að reyna að halda í alla jákvæða punkta og fagna þeim margfalt. „Það er í lagi að syrgja leiðinlegu fréttirnar þegar þær koma en svo þarf bara að reyna að sigla áfram á lífsgleðinni og bara áfram gakk.“ Heilbrigðismál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
„Þegar þetta kemur í ljós er mín fyrsta hugsun; „Er þetta eitthvað grín?“ Maður fer að hugsa hvort maður sé smitberi, hvort þetta sé mér að kenna.“ Þetta segir Kristinn Þór Sigurjónsson, 51 árs gamall véltæknifræðingur, fimm barna faðir og afi. Eiginkona hans, Ingveldur Geirsdóttir lést í apríl 2019, aðeins 41 árs að aldri. Ingveldur greindist með krabbamein árið 2014 þegar hún var ólétt af dóttur þeirra Kristins. Hún kláraði lyfjameðferð tveimur mánuðum eftir fæðingu barnsins og allt leit vel út. „Svo fer hún að finna fyrir höfuðverkjum árið 2018,“ segir Kristinn. „Í júní förum við á bráðamóttökuna og í kjölfarið greinist hún með æxli í heila.“ Fékk kraft til að kveðja alla Við tók geislameðferð og lyfjagjöf. Strax var ljóst að ástandið væri alvarlegt og að baráttan yrði ekki unnin. Ómögulegt var þó að segja til um hversu langan tíma Ingveldur hefði. „Árið 2019 byrjaði mjög vel, en í febrúar fór hún að finna fyrir þreytu. Í lok mars kem ég að henni meðvitundarlausri hér heima,“ rifjar Kristinn upp. Kristinn og Ingveldur ásamt börnum. Ingveldur var drifinn í aðgerð en talið var að vökvi þrýsti á heilann. Aðgerðin gekk vel og allt leit ágætlega út. Kristinn fór erlendis á ráðstefnu til að flytja erindi vegna vinnu sinnar. Örfáum dögum síðar hringir læknir Ingveldar og segir honum að drífa sig heim, ástandið sé alvarlegt. „Ég fór í fyrsta flugi heim. Þegar ég kom var hún meðvitundarlaus. Hún vaknaði aftur en var þarna komin á þetta lokaskref. En það dróst alveg í fjórar vikur. Það kom einhver kraftur í hana í þennan mánuð bara til að segja bless. Hún náði að halda kaffiboð í korter á dag, hún náði að kveðja alla vinahópana. Það var mjög dýrmætts, jafn mikið og það var erfitt.“ Þegar maður hugsar til baka líður þetta hratt en þegar maður er að lifa þetta er þetta eins og tíu ár. Kristinn segir að þrátt fyrir að hafa vitað í hvað stefndi hafi hann ekki getað undirbúið sig fyrir dauða Ingveldar. „Ég var samt kominn á þann stað að af því að það hafði liðið þetta langur tími frá því að læknirinn sagði „komdu strax“, að hún væri bara að fara, þá var ég farinn að trúa að hún væri undantekningin. En það var ekki þannig.“ Hjólaferðir og öskursöngur besta sálarhjálpin Nýr raunveruleiki blasti við Kristni og börnunum. „Maður hefur val að leggjast í sorg og að öllum líði illa í kringum mann eða halda áfram og leyfa sorginni að koma þegar hún kemur en leyfa henni líka bara að fara þegar hún þarf ekki að vera.“ Kristinn fór út að hjóla, fór upp á heiði og öskursöng með Jónasi Sig. „Það var svolítið mín sálfræðimeðferð, mér fannst það hjálpa helling. Svo gat maður verið heima og reynt að eiga svona normal líf, en samt að leyfa krökkunum að sjá mann gráta og leyfa þeim að gráta.“ „Það small eitthvað“ Tíminn leið og árið 2021 fann Kristinn að hann væri tilbúinn að kynnast annarri konu. Hann og Jóhanna Bogadóttir hittust niðri í bæ í mars en þá höfðu þau vitað af hvort öðru í talsverðan tíma. „Ég var með mínum vinahóp og hún með sínum. Og já, það small eitthvað. Ég var tilbúinn og síðan þá höfum við bara ekki farið frá hvort öðru.“ „Við ferðumst saman, hjólum saman, hún fékk mig til að koma í skíðaferðir með sér til Ítalíu, og það hefur bara verið mjög gaman í öllu,“ segir Kristinn. Jóhanna smitaði Kristinn af skíðabakteríu og hafa þau meðal annars farið í skíðaferðir til Ítalíu. Aðsend Sagan endurtekur sig Í mars síðastliðnum reið enn eitt áfallið yfir en þá greindist Jóhanna með brjóstakrabbamein, sömu tegundar og Ingiveldur var með. „Þegar það kemur í ljós byrjar maður að hugsa „er þetta eitthvað grín,““ segir Kristinn beðinn um að lýsa því hvað fór í gegnum huga hans þegar hann heyrði fréttirnar. „Svo fer maður að hugsa hvort maður sé smitberi, hvort þetta sé mér að kenna. Því þetta eru svo margir. Krabbameinssagan í kringum mig er sú að mamma deyr 2015 í desember. Það var erfitt því þá varð Ingveldur komin með krabbamein og þetta var mikill skellur, þetta varð svo raunverulegt. Ingveldur fer í apríl 2019 og pabbi deyr svo í desember 2021. Og Jóhanna greinist núna 2023.“ „Ef ég á að súmmera upp tilfinninguna í einni setningu þá er það eiginlega „er ekki röðin komin að mér núna, af hverju ekki ég? Ég er kominn á þann stað að mig langar frekar að greinast sjálfur en einhver annar í kringum mig.“ Kristinn segist hafa spurt krabbameinslækni hvort það væri mögulegt að hann væri smitberi krabbameins. „Mér fannst þetta fáránleg spurning en mér fannst ég verða að spyrja. En hann sagði mér það að það væri ekki séns. En þetta er ótrúleg tilviljun. Þetta er samskonar krabbamein, sami krabbameinslæknir, það er allt eins, þetta er endurtekning á öllu einhvern veginn.“ Byrjuð að plana næstu skíðaferð Líkt og áður grípur Kristinn til þess að fara út að hjóla og öskursyngja til að róa taugarnar. „En svo leyfi ég mér líka að setjast út á pall með kaffibollann og grenja ef ég þarf. Eða gríp næsta náunga úti í búð og nota hann eða eitthvað. En ég læt það ekki stýra öllum klukkustundum dagsins.Ég hef farið til sálfræðinga og markþjálfa sem hefur alveg verið fínt en svo þarf maður líka að leyfa sér að vera til sjálfur og leyfa sér að finna.“ Jóhanna fór í fleygskurð í apríl og er nú hálfnuð í lyfjameðferð. Jóhanna er nú hálfnuð í lyfjameðferð. Parið er byrjað að plana skíðaferð í haust að meðferð lokinni.Aðsend „Það lítur allt vel út, það er ekkert í eitlum, ekkert í æðaveggjum og engin merki um að það væri neitt búið að dreifa sér. Sem er mjög gott. Auðvitað er þetta gríðarlega mikið inngrip en við reiknum með að þetta gangi vel. Eftir fleygskurð er hún læknuð, þannig að krabbameinið er farið, þetta er fyrirbyggjandi aðgerð til að minnka líkur á að þetta komi aftur. Svo fer hún í geisla í haust og svo er bara að plana næstu skíðaferð.“ Kristinn segir mikilvægt að hafa í huga að krabbamein sé ekki dauðasjúkdómur þó það sé það fyrsta sem fólk hugsi. „Bara, „þetta er búið.“ En það er ekki þannig og maður þarf aðeins að berjast við að hugsa um allar sögurnar sem maður hefur heyrt af fólki sem gengur vel. Þær eru miklu fleiri en hinar.“ Hleypur til styrktar Ljóssins Kristinn hefur undanfarin ár hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu og ætlar sér einnig að hlaupa í ár. „Ég hef hlaupið síðan 2011 og alltaf verið að safna. Fyrir Ljósið, Kraft, Ljónshjarta, það eru þau félög sem ég hef verið að styrkja.“ Í ár hleypur hann fyrir Ljósið, sem hann segir hafa stutt gríðarlega vel bæði við Ingveldi og Jóhönnu. „Þetta er þessi X-faktor fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. Ég finn það bara á Jóhönnu og ég fann það á Ingveldi hvað þetta skipti miklu máli fyrir andlega líðan. Að fá jafningjafræðslu, heyra sögur um árangur og það sem gekk vel.“ Kristinn hleypur til styrktar Ljóssins í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Aðsend Að lokum segir Kristinn mikilvægt fyrir aðstandendur í slíkum aðstæðum að reyna að halda í alla jákvæða punkta og fagna þeim margfalt. „Það er í lagi að syrgja leiðinlegu fréttirnar þegar þær koma en svo þarf bara að reyna að sigla áfram á lífsgleðinni og bara áfram gakk.“
Heilbrigðismál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent