Að rækta kjöt: Matur framtíðarinnar Berglind Rán Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2023 08:01 Umhverfisáhrif hefðbundinnar kjötframleiðslu eru sláandi. Framleiðslan krefst sífellt meira landssvæðis og því eru skógar ruddir og votlendi ræst fram, sem gerir það að verkum að vistkerfi eyðast, kolefnisbinding minnkar og magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu stóreykst. Framleiðsla dýraafurða veldur margföldum umhverfisáhrifum á við framleiðslu plöntuafurða og ferlið einkennist því miður af sóun. Að stærstum hluta fer allt það gríðarlega landsvæði sem mannkynið notar til kjötframleiðslu í að framleiða fóður handa dýrunum og einungis brot af fóðrinu verður á endanum að kjöti. Þá krefst hefðbundin kjötframleiðsla þess að dýr séu drepin, sem æ fleirum hugnast illa. En öll þurfum við mat og kjötneysla er ríkur þáttur í mataræði heimsbyggðarinnar. Áætlað er að eftirspurn eftir matvælum muni aukast um 35-56% fyrir miðja öldina, miðað við 2010. Ef þeirri eftirspurn verður mætt með óbreyttum aðferðum í kjötframleiðslu er ákaflega óraunhæft að markmið um að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráðu marka, hvað þá einnar og hálfrar gráðu, muni nást. Matur og nýsköpun Byltingarkenndar breytingar á framleiðslu og neyslu kjöts verða að eiga sér stað og við þurfum fjölbreyttar nálganir. Það er alls ekki lögmál að kjötframleiðsla þurfi að leiða til slæmra umhverfisáhrifa. Þvert á móti getur öll fæðuframleiðsla, þ.m.t. framleiðsla á kjöti, beinlínis falið í sér lykillausnir á umhverfisvanda mannkynsins, sé hún stunduð í sátt við umhverfið. Um árabil hefur fjöldi fyrirtækja um heim allan unnið að því að þróa aðferðir til þess að framleiða kjöt með vistvænni hætti en gert hefur verið og án þess að drepa dýr. Á íslensku er slíkt kjöt kallað vistkjöt (cultivated meat). Einn af þeim þáttum sem eru nauðsynlegir í vistkjötsframleiðslu eru prótín sem kallast vaxtarþættir og hefur ORF Líftækni þróað kerfi byggt á byggplöntum sem hentar vel til þess að búa til vaxtarþætti fyrir vistkjötsframleiðslu. Þá er hægt að nota til þess að rækta allar þær tegundir kjöts sem fólk girnist, hvort sem það er svínakjöt, kjúklingur, naut eða akurhæna. Eitt kíló af vaxtarþáttum getur orðið að þúsundum tonna af kjöti, án þess að nokkurt dýr deyi, votlendi sé ræst fram, vistkerfum eytt eða skóglendi rutt. Ferlið er innblásið af náttúrunni sjálfri. Prótín vex í náttúrunni. Vöðvar vaxa. Í stað þess að rækta kjöt með því að ala kjúklinga í þröngum búrum, eða svín í stíum, og láta vöðvana vaxa þar á beinum dýranna með fóðurblöndum, hefur aðferð verið hönnuð til þess að láta einungis vöðvana vaxa, eina og sér í lokuðum tönkum. Kjötið er það sama, nema ef vera skildi hreinna — því ekki þarf t.d. sýklalyf við þessa framleiðslu — og bragðið og áferðin er sambærileg. Matur og tilfinningar Það hefur sjaldan verið brýnna en nú, þegar mannkynið stendur frammi fyrir ógnarstórum umhverfisvanda, að leita lausna og nýrra leiða. Breytingar eru fylgifiskur þess að finna nýjar leiðir og víða kann andstaðan við nýjar aðferðir að vera mikil. Hefðir eru sterkar og hagsmunir eru oft samofnir hefðunum. Tilfinningar geta líka verið djúpar, ekki síst þegar kemur að mat. Við þurfum að sýna gagnrýnisröddum og mótbárum skilning og reyna að efla samtalið á grunni upplýsinga. Það er líka ákaflega mikilvægt að öllum varúðarsjónarmiðum sé mætt, því öll matvæli þurfa að vera örugg, hvort sem um vistkjöt eða aðra fæðu er að ræða. Með hugviti og sköpunarkrafti getum við náð árangri í viðureigninni við sívaxandi umhverfisvá. Í þeirri baráttu þarf að efla fjölbreyttar aðferðir, fagna nýjum nálgunum og halda opnum huga. Það er líka áríðandi að hafa í huga að tækniþróun kemur ekki í staðinn fyrir þær hugarfars- og kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað í samfélaginu. Þær þurfa að fela í sér að við minnkum hvers konar sóun og að við bæði fögnum og tileinkum okkur vistvænni framleiðslu- og neysluhætti á öllum sviðum. Það eru spennandi og krefjandi tímar framundan hjá ORF Líftækni og í matvælaiðnaði heimsins. Við erum staðráðin í því, í krafti nýsköpunar og þekkingar og á grunni virðingar fyrir náttúrunni, að leggja okkar af mörkum í þágu komandi kynslóða, umhverfisins og mataröryggis framtíðarinnar. Höfundur er forstýra ORF Líftækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Rán Ólafsdóttir Matvælaframleiðsla Mest lesið Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfisáhrif hefðbundinnar kjötframleiðslu eru sláandi. Framleiðslan krefst sífellt meira landssvæðis og því eru skógar ruddir og votlendi ræst fram, sem gerir það að verkum að vistkerfi eyðast, kolefnisbinding minnkar og magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu stóreykst. Framleiðsla dýraafurða veldur margföldum umhverfisáhrifum á við framleiðslu plöntuafurða og ferlið einkennist því miður af sóun. Að stærstum hluta fer allt það gríðarlega landsvæði sem mannkynið notar til kjötframleiðslu í að framleiða fóður handa dýrunum og einungis brot af fóðrinu verður á endanum að kjöti. Þá krefst hefðbundin kjötframleiðsla þess að dýr séu drepin, sem æ fleirum hugnast illa. En öll þurfum við mat og kjötneysla er ríkur þáttur í mataræði heimsbyggðarinnar. Áætlað er að eftirspurn eftir matvælum muni aukast um 35-56% fyrir miðja öldina, miðað við 2010. Ef þeirri eftirspurn verður mætt með óbreyttum aðferðum í kjötframleiðslu er ákaflega óraunhæft að markmið um að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráðu marka, hvað þá einnar og hálfrar gráðu, muni nást. Matur og nýsköpun Byltingarkenndar breytingar á framleiðslu og neyslu kjöts verða að eiga sér stað og við þurfum fjölbreyttar nálganir. Það er alls ekki lögmál að kjötframleiðsla þurfi að leiða til slæmra umhverfisáhrifa. Þvert á móti getur öll fæðuframleiðsla, þ.m.t. framleiðsla á kjöti, beinlínis falið í sér lykillausnir á umhverfisvanda mannkynsins, sé hún stunduð í sátt við umhverfið. Um árabil hefur fjöldi fyrirtækja um heim allan unnið að því að þróa aðferðir til þess að framleiða kjöt með vistvænni hætti en gert hefur verið og án þess að drepa dýr. Á íslensku er slíkt kjöt kallað vistkjöt (cultivated meat). Einn af þeim þáttum sem eru nauðsynlegir í vistkjötsframleiðslu eru prótín sem kallast vaxtarþættir og hefur ORF Líftækni þróað kerfi byggt á byggplöntum sem hentar vel til þess að búa til vaxtarþætti fyrir vistkjötsframleiðslu. Þá er hægt að nota til þess að rækta allar þær tegundir kjöts sem fólk girnist, hvort sem það er svínakjöt, kjúklingur, naut eða akurhæna. Eitt kíló af vaxtarþáttum getur orðið að þúsundum tonna af kjöti, án þess að nokkurt dýr deyi, votlendi sé ræst fram, vistkerfum eytt eða skóglendi rutt. Ferlið er innblásið af náttúrunni sjálfri. Prótín vex í náttúrunni. Vöðvar vaxa. Í stað þess að rækta kjöt með því að ala kjúklinga í þröngum búrum, eða svín í stíum, og láta vöðvana vaxa þar á beinum dýranna með fóðurblöndum, hefur aðferð verið hönnuð til þess að láta einungis vöðvana vaxa, eina og sér í lokuðum tönkum. Kjötið er það sama, nema ef vera skildi hreinna — því ekki þarf t.d. sýklalyf við þessa framleiðslu — og bragðið og áferðin er sambærileg. Matur og tilfinningar Það hefur sjaldan verið brýnna en nú, þegar mannkynið stendur frammi fyrir ógnarstórum umhverfisvanda, að leita lausna og nýrra leiða. Breytingar eru fylgifiskur þess að finna nýjar leiðir og víða kann andstaðan við nýjar aðferðir að vera mikil. Hefðir eru sterkar og hagsmunir eru oft samofnir hefðunum. Tilfinningar geta líka verið djúpar, ekki síst þegar kemur að mat. Við þurfum að sýna gagnrýnisröddum og mótbárum skilning og reyna að efla samtalið á grunni upplýsinga. Það er líka ákaflega mikilvægt að öllum varúðarsjónarmiðum sé mætt, því öll matvæli þurfa að vera örugg, hvort sem um vistkjöt eða aðra fæðu er að ræða. Með hugviti og sköpunarkrafti getum við náð árangri í viðureigninni við sívaxandi umhverfisvá. Í þeirri baráttu þarf að efla fjölbreyttar aðferðir, fagna nýjum nálgunum og halda opnum huga. Það er líka áríðandi að hafa í huga að tækniþróun kemur ekki í staðinn fyrir þær hugarfars- og kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað í samfélaginu. Þær þurfa að fela í sér að við minnkum hvers konar sóun og að við bæði fögnum og tileinkum okkur vistvænni framleiðslu- og neysluhætti á öllum sviðum. Það eru spennandi og krefjandi tímar framundan hjá ORF Líftækni og í matvælaiðnaði heimsins. Við erum staðráðin í því, í krafti nýsköpunar og þekkingar og á grunni virðingar fyrir náttúrunni, að leggja okkar af mörkum í þágu komandi kynslóða, umhverfisins og mataröryggis framtíðarinnar. Höfundur er forstýra ORF Líftækni.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar