Fyrsti maðurinn sem greindur var með einhverfu er látinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júní 2023 06:28 Donald Triplett naut stuðnings og blómstraði, ólíkt þeim börnum sem voru vistuð á stofnunum. Wikimedia Commons/Yuval Levental Donald Triplett er látinn, 89 ára. Hann lést af völdum krabbameins. Triplett starfaði sem gjaldkeri í banka og ferðaðist víða um heim en hans er minnst fyrir að vera fyrsti einstaklingurinn sem var greindur með einhverfu. Washington Post er meðal þeirra miðla sem hafa greint frá andláti Triplett en í umfjöllun blaðsins er greint frá því hversu ólíkur hann var öðrum börnum, þegar hann var að alast upp í litlum bæ í Mississippi. Triplett veitti foreldrum sínum litla athygli né öðrum sem reyndu að ná til hans. Hann var afar upptekinn af því að láta hringlótta hluti hringsnúast og talaði öðruvísi en aðrir; notaði til að mynda „þú“ í stað „ég“ og endurtók ítrekað orð á borð við „fyrirtæki“ (e. business) og „tryggðarblóm“ (e. chrysanthemum). Þá hafði Triplett ýmsa einstaka hæfileika og gat nefnt nótur um leið og þær voru spilaðar og gert flókna útreikninga í huganum. Uppeldi Triplett og hegðun var lýst í vísindagrein árið 1943, þar sem geðlæknirinn Leo Kanner fjallaði um það sem nú kallast einhverfa. Tíu önnur börn komu við sögu í vísindagreinni en flest höfðu verið vistuð á opinberum stofnunum vegna samskipta- og hegðunarvandamála. Kanner fylgdi börnunum eftir 30 árum síðar og komst að því að stofnanavistin jafngilti „lífstíðardómi“, þar sem börnin hefðu hörfað algjörlega inn í sig. Triplett var hins vegar tekinn í sátt af nærumhverfi sínu og naut stuðnings fjölskyldu sinnar, sem hafði efni á því að fá aðstoð fyrir hann. Þá var stofnaður sjóður fyrir hann og hann útskrifaðist úr menntaskóla og fékk starf sem gjaldkeri í banka. Hann spilaði golf, söng í kór og ferðaðist til yfir 30 landa, eins síns liðs. „Donald fékk tækifæri til að fást við það sem hann hafði ástríðu fyrir og áhuga á og honum tókst að skapa sér hamingjuríkt líf á eigin forsendum,“ segir Christopher Banks, forseti og framkvæmdastjóri Autism Society. Árið 2016 var gefin út bók um Triplett, In a Different Key, sem varð síðar gerðað heimildarmynd. Bandaríkin Heilbrigðismál Andlát Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Washington Post er meðal þeirra miðla sem hafa greint frá andláti Triplett en í umfjöllun blaðsins er greint frá því hversu ólíkur hann var öðrum börnum, þegar hann var að alast upp í litlum bæ í Mississippi. Triplett veitti foreldrum sínum litla athygli né öðrum sem reyndu að ná til hans. Hann var afar upptekinn af því að láta hringlótta hluti hringsnúast og talaði öðruvísi en aðrir; notaði til að mynda „þú“ í stað „ég“ og endurtók ítrekað orð á borð við „fyrirtæki“ (e. business) og „tryggðarblóm“ (e. chrysanthemum). Þá hafði Triplett ýmsa einstaka hæfileika og gat nefnt nótur um leið og þær voru spilaðar og gert flókna útreikninga í huganum. Uppeldi Triplett og hegðun var lýst í vísindagrein árið 1943, þar sem geðlæknirinn Leo Kanner fjallaði um það sem nú kallast einhverfa. Tíu önnur börn komu við sögu í vísindagreinni en flest höfðu verið vistuð á opinberum stofnunum vegna samskipta- og hegðunarvandamála. Kanner fylgdi börnunum eftir 30 árum síðar og komst að því að stofnanavistin jafngilti „lífstíðardómi“, þar sem börnin hefðu hörfað algjörlega inn í sig. Triplett var hins vegar tekinn í sátt af nærumhverfi sínu og naut stuðnings fjölskyldu sinnar, sem hafði efni á því að fá aðstoð fyrir hann. Þá var stofnaður sjóður fyrir hann og hann útskrifaðist úr menntaskóla og fékk starf sem gjaldkeri í banka. Hann spilaði golf, söng í kór og ferðaðist til yfir 30 landa, eins síns liðs. „Donald fékk tækifæri til að fást við það sem hann hafði ástríðu fyrir og áhuga á og honum tókst að skapa sér hamingjuríkt líf á eigin forsendum,“ segir Christopher Banks, forseti og framkvæmdastjóri Autism Society. Árið 2016 var gefin út bók um Triplett, In a Different Key, sem varð síðar gerðað heimildarmynd.
Bandaríkin Heilbrigðismál Andlát Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira