Dregist úr hófi að tryggja nemendum pláss á starfsbrautum Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. júní 2023 23:51 Í svari mennta- og barnamálaráðuneytisins við fyrirspurnum Vísis segir að vinna við að tryggja nemendum skóalvist á starfsbrautum hafi dregist úr hófi en unnið sé að því að tryggja öllum pláss. Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, fer fyrir ráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Vísir fjallaði í síðustu viku um mál Dagbjarts Sigurðar Ólafssonar, sextán ára drengs með fötlun, sem komst inn í sérnámsbraut í FÁ eftir að hafa verið í lausu lofti um margra vikna skeið. Í dag birtist á Vísi viðtal við Hörpu Þórisdóttur, móður hins sextán ára Svans Jóns Norðkvists sem bíður enn eftir skólavist í framhaldsskóla í haust. Hún segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð enda þurfi drengurinn mikinn stuðning og góðan undirbúning. Vegna umfjöllunar um mál Dagbjarts sendi Vísir tvær fyrirspurnir á barna- og menntamálaráðuneytið í síðustu viku. Ráðuneytið hefur svarað þeim. Vinna við að tryggja nemendum pláss hafi dregist úr hófi Í svari barna- og menntamálaráðuneytisins segir mikla fjölgun hafa orðið á umsóknum nemenda á starfsbrautir framhaldsskóla, þar af séu sextíu fleiri í ár en í fyrra. Kappkostað sé að tryggja þeim nemendum skólavist en sú vinna hafi dregist úr hófi í ár. Hvers vegna er móður Dagbjarts, nemenda í Klettaskóla, tjáð í vor að það sé óvíst að hann fái pláss í framhaldsskóla þegar það er skýlaus réttur barna að fá að fara í framhaldsskóla? Hann komst á endanum að en hvað olli því að hann var svona í lausu lofti fram að því? „Umsóknum nemenda á starfsbrautir framhaldsskóla hefur fjölgað mjög mikið síðustu ár og eru nú rúmlega sextíu fleiri fyrir komandi vetur en síðasta skólaár,“ segir í svari ráðuneytisins. „Þjónustuþarfir þessara nemenda eru mjög misjafnar og kappkostað er að tryggja hverjum og einum skólavist þar sem þörfum þeirra er mætt sem best. Miklar áskoranir fylgja því að tryggja farsæld þessa viðkvæma hóps og eru margir aðilar sem þurfa að koma að málum.“ „Því miður dróst sú vinna úr hófi í ár, en unnið er að því með samhentu átaki fjölda aðila að allir þeir nemendur sem þess óska fái skólavist við hæfi,“ segir jafnframt Ráðuneytið vinnur að endurskoðun starfsbrauta Unnið er að endurskoðun allra starfsbrauta framhaldsskóla landsins með það að markmiði að inngilda nám fatlaðra ungmenna. Markmiðið sé að efla stoðþjónustu svo hægt sé að tryggja samræmdan einstaklingsbundinn stuðning en sú vinn sé enn í gangi. Í öðru lagi hvar stendur þessi stefnumótunarvinna sem ráðherra talaði um varðandi breytingar á innritun nemenda og í hverju felst hún nákvæmlega? „Lagt hefur verið til að allar starfsbrautir framhaldsskólanna verði endurskoðaðar með það að markmiði að inngilda nám fatlaðra ungmenna og nýta þá þekkingu og reynslu sem þar liggur. Nám fatlaðra nemenda byggi á einstaklingsmiðaðri nálgun með aukna áherslu á fjölbreytni í námsframboði, m.a. með aðlögun á verk- og listgreinabrautum,“ segir í svari ráðuneytisins. „Markmiðið er að efla stoðþjónustu framhaldsskólanna svo hún geti tryggt samræmdan og einstaklingsbundinn stuðning við fatlaða nemendur líkt og aðra nemendur.“ „Þessi vinna er í gangi í ráðuneytinu og verður kynnt betur þegar niðurstöður liggja fyrir,“ segir að lokum. Réttindi barna Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Tengdar fréttir „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira
Vísir fjallaði í síðustu viku um mál Dagbjarts Sigurðar Ólafssonar, sextán ára drengs með fötlun, sem komst inn í sérnámsbraut í FÁ eftir að hafa verið í lausu lofti um margra vikna skeið. Í dag birtist á Vísi viðtal við Hörpu Þórisdóttur, móður hins sextán ára Svans Jóns Norðkvists sem bíður enn eftir skólavist í framhaldsskóla í haust. Hún segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð enda þurfi drengurinn mikinn stuðning og góðan undirbúning. Vegna umfjöllunar um mál Dagbjarts sendi Vísir tvær fyrirspurnir á barna- og menntamálaráðuneytið í síðustu viku. Ráðuneytið hefur svarað þeim. Vinna við að tryggja nemendum pláss hafi dregist úr hófi Í svari barna- og menntamálaráðuneytisins segir mikla fjölgun hafa orðið á umsóknum nemenda á starfsbrautir framhaldsskóla, þar af séu sextíu fleiri í ár en í fyrra. Kappkostað sé að tryggja þeim nemendum skólavist en sú vinna hafi dregist úr hófi í ár. Hvers vegna er móður Dagbjarts, nemenda í Klettaskóla, tjáð í vor að það sé óvíst að hann fái pláss í framhaldsskóla þegar það er skýlaus réttur barna að fá að fara í framhaldsskóla? Hann komst á endanum að en hvað olli því að hann var svona í lausu lofti fram að því? „Umsóknum nemenda á starfsbrautir framhaldsskóla hefur fjölgað mjög mikið síðustu ár og eru nú rúmlega sextíu fleiri fyrir komandi vetur en síðasta skólaár,“ segir í svari ráðuneytisins. „Þjónustuþarfir þessara nemenda eru mjög misjafnar og kappkostað er að tryggja hverjum og einum skólavist þar sem þörfum þeirra er mætt sem best. Miklar áskoranir fylgja því að tryggja farsæld þessa viðkvæma hóps og eru margir aðilar sem þurfa að koma að málum.“ „Því miður dróst sú vinna úr hófi í ár, en unnið er að því með samhentu átaki fjölda aðila að allir þeir nemendur sem þess óska fái skólavist við hæfi,“ segir jafnframt Ráðuneytið vinnur að endurskoðun starfsbrauta Unnið er að endurskoðun allra starfsbrauta framhaldsskóla landsins með það að markmiði að inngilda nám fatlaðra ungmenna. Markmiðið sé að efla stoðþjónustu svo hægt sé að tryggja samræmdan einstaklingsbundinn stuðning en sú vinn sé enn í gangi. Í öðru lagi hvar stendur þessi stefnumótunarvinna sem ráðherra talaði um varðandi breytingar á innritun nemenda og í hverju felst hún nákvæmlega? „Lagt hefur verið til að allar starfsbrautir framhaldsskólanna verði endurskoðaðar með það að markmiði að inngilda nám fatlaðra ungmenna og nýta þá þekkingu og reynslu sem þar liggur. Nám fatlaðra nemenda byggi á einstaklingsmiðaðri nálgun með aukna áherslu á fjölbreytni í námsframboði, m.a. með aðlögun á verk- og listgreinabrautum,“ segir í svari ráðuneytisins. „Markmiðið er að efla stoðþjónustu framhaldsskólanna svo hún geti tryggt samræmdan og einstaklingsbundinn stuðning við fatlaða nemendur líkt og aðra nemendur.“ „Þessi vinna er í gangi í ráðuneytinu og verður kynnt betur þegar niðurstöður liggja fyrir,“ segir að lokum.
Réttindi barna Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Tengdar fréttir „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira
„Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01