Í samtali við Morgunblaðið segir Kristján að Vinstri grænir endurskilgreini með þessu orðin „meðalhóf í stjórnsýslu“ ef þetta fær að viðgangast. Þá sé voðinn sé vís fyrir atvinnulífið í heild allt ef þetta verður látið óátalið.
Kristján gengur lengra og kallar Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra öfgafullan kommúnista: „Það sem hér er á ferðinni er að öfgafullur kommúnisti stjórnar matvælaráðuneytinu og virðist hata allt nema ríkisrekstur“, segir Kristján í samtali við blaðið.
Hann bætir því við að Svandís sé greinilega að máta sig við nýja stjórnarhætti og segir með ólíkindum að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn skuli hafa „afhent henni matvælaráðuneytið“, eins og hann orðar það.