Nýr miðbær á Egilsstöðum muni laða fólk að Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2023 08:00 Björn Ingimarsson er sveitarstjóri Múlaþings. sigurjón ólason Uppbygging á nýjum miðbæ á Egilsstöðum er hafin. Sveitarstjóri Múlaþings segir að á næstu þremur árum verði hægt að sjá móta fyrir 160 nýjum íbúðum í bland við græn svæði í hjarta bæjarins. Hugmyndir um miðbæ á Egilsstöðum eru ekki nýjar. Deiliskipulag var samþykkt árið 2006 en komst aldrei til framkvæmda. Núna er þó komin hreyfing á hlutina, en í nyrsta hluta bæjarins er í undirbúningi mikil uppbygging fjölbýlis á vegum félags eldri borgara sem sveitarstjórinn segir fyrsta skrefið í uppbyggingu nýs miðbæs. Vistvænt umhverfi Löng göngugata tekur við þeirri byggð þar sem gert er ráð fyrir íbúðum á efri hæðum bygginga og verslun á neðri hæðum. Miðbærinn í heild sinni gerir ráð fyrir 160 nýjum íbúðum. „Það sem við erum að horfa á er að hér myndist vistvænt umhverfi. Við gerum ráð fyrir langri göngugötu með mörgum áningarstöðum. Bílastæðin verða fyrir utan þetta, þau þurfa auðvitað að vera til staðar. En við erum fyrst og fremst að horfa á að hér verði alltaf líf, þetta verður blanda af þjónustustarfsemi og íbúarstarfsemi,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Göngu og verslunargatan verður kölluð Ormurinn með vísan í Lagafljótsorminn. Miðbærinn muni laða fólk að Markmiðið er að skapa líflegan miðbæ með opnum torgum og grænum svæðum fjarri bílaumferð. „Við erum að tala um svæði þar sem geta verið hópasamkomur sem ég held að skipti bara gífurlegu máli í okkar miðbæ í framtíðinni.“ Íbúar hafi lengi kallað eftir alvöru miðbæ og sér Björn fyrir sér að uppbyggingin muni eiga sér stað á næstu þremur árum. „Auðvitað skeður þetta ekki einn, tveir og þrír en þegar þetta verður komið þá verður hér virkilega skemmtilegt miðbæjarsvæði sem mun laða fólk að.“ Múlaþing Byggðamál Húsnæðismál Skipulag Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Hugmyndir um miðbæ á Egilsstöðum eru ekki nýjar. Deiliskipulag var samþykkt árið 2006 en komst aldrei til framkvæmda. Núna er þó komin hreyfing á hlutina, en í nyrsta hluta bæjarins er í undirbúningi mikil uppbygging fjölbýlis á vegum félags eldri borgara sem sveitarstjórinn segir fyrsta skrefið í uppbyggingu nýs miðbæs. Vistvænt umhverfi Löng göngugata tekur við þeirri byggð þar sem gert er ráð fyrir íbúðum á efri hæðum bygginga og verslun á neðri hæðum. Miðbærinn í heild sinni gerir ráð fyrir 160 nýjum íbúðum. „Það sem við erum að horfa á er að hér myndist vistvænt umhverfi. Við gerum ráð fyrir langri göngugötu með mörgum áningarstöðum. Bílastæðin verða fyrir utan þetta, þau þurfa auðvitað að vera til staðar. En við erum fyrst og fremst að horfa á að hér verði alltaf líf, þetta verður blanda af þjónustustarfsemi og íbúarstarfsemi,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Göngu og verslunargatan verður kölluð Ormurinn með vísan í Lagafljótsorminn. Miðbærinn muni laða fólk að Markmiðið er að skapa líflegan miðbæ með opnum torgum og grænum svæðum fjarri bílaumferð. „Við erum að tala um svæði þar sem geta verið hópasamkomur sem ég held að skipti bara gífurlegu máli í okkar miðbæ í framtíðinni.“ Íbúar hafi lengi kallað eftir alvöru miðbæ og sér Björn fyrir sér að uppbyggingin muni eiga sér stað á næstu þremur árum. „Auðvitað skeður þetta ekki einn, tveir og þrír en þegar þetta verður komið þá verður hér virkilega skemmtilegt miðbæjarsvæði sem mun laða fólk að.“
Múlaþing Byggðamál Húsnæðismál Skipulag Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira