Móðir segir starfsbrautina mæta afgangi og illa sé staðið að innritunarferli Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júní 2023 18:10 Svanur fær ekki að skoða Borgarholtsskóla fyrr en nokkrum dögum fyrir skólabyrjun. Harpa Þórisdóttir Móðir drengs sem var gert að bíða til dagsins í dag eftir boði um skólavist á starfsbraut segir illa að inntökuferlinu staðið. Hún gagnrýnir Menntamálastofnun fyrir að hafa haldið fjölskyldunni í óvissu fram að síðasta degi fyrir sumarfrí framhaldsskólastarfsmanna. Harpa Þórisdóttir segist í samtali við Vísi hafa fengið símtal í morgun þess efnis að syni hennar, Svani Jóni Norðkvist, byðist pláss á starfsbraut í Borgarholtsskóla. Henni hafi þá verið tjáð að að skólarnir séu komnir í sumarfrí þar til í ágúst. Því væri frekari spurningum ekki hægt að svara fyrr en örfáum dögum fyrir skólabyrjun. Að auki fái þau ekki að skoða skólann fyrr en hann opnar að nýju eftir sumarfrí. „Ég upplifi þetta svolítið eins og þessu hafi verið hent í Borgarholtsskóla á síðustu stundu og þau þurfi að finna eitthvað úrræði,“ segir Harpa. Tilkynnt var í gær að allir umsækjendur um nám á starfsbraut fengju nú boð um skólavist. „Það virðist vera að það sé þjarmað að Borgarholtsskóla að það séu teknir sem flestir inn,“ segir Harpa um málið. Pressað á foreldrana að sækja um fyrir skólakynningar Harpa segist hafa sótt um nám við starfsbraut Tækniskólans vegna ráðleggingar fagstjóra Arnarskóla. Hún segir að Menntamálastofnun hafi að auki ráðlagt þeim að setja ekki annað val í umsóknina, og þar af leiðandi skoðuðu þau ekki fleiri skóla. Hún furðar sig á þeim ráðleggingum vegna þess að einungis eitt pláss á starfsbraut Tækniskólans bauðst en umsækjendur voru nokkrir. Þá hafi þeim einnig verið ráðlagt að senda inn umsókn áður en framhaldsskólakynningar voru haldnar. Svanur fékk ekki inn í Tækniskólann, sem var að sögn Hörpu eini framhaldsskólinn með fyrirkomulag sem kæmi til með að henta hans þörfum. Harpa segir námið á starfsbrautinni í Borgó ekki henta Svani, til að mynda sé þar mikil hópavinna og hann uni sér illa í hópi. „Það er ekkert úrræði tilbúið fyrir hann þó hann sé kominn með eitthvað pláss sem er engan veginn tilbúið,“segir hún. „Mér finnst svo ofboðslega illa að þessu staðið. Ég er mjög ósátt,“ segir hún. Málefni fatlaðs fólks Framhaldsskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dregist úr hófi að tryggja nemendum pláss á starfsbrautum Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. 21. júní 2023 23:51 Alltof seint að fá svör um skólavist í ágúst Móðir sextán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undirbúningur mikilvægur. 21. júní 2023 16:04 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Harpa Þórisdóttir segist í samtali við Vísi hafa fengið símtal í morgun þess efnis að syni hennar, Svani Jóni Norðkvist, byðist pláss á starfsbraut í Borgarholtsskóla. Henni hafi þá verið tjáð að að skólarnir séu komnir í sumarfrí þar til í ágúst. Því væri frekari spurningum ekki hægt að svara fyrr en örfáum dögum fyrir skólabyrjun. Að auki fái þau ekki að skoða skólann fyrr en hann opnar að nýju eftir sumarfrí. „Ég upplifi þetta svolítið eins og þessu hafi verið hent í Borgarholtsskóla á síðustu stundu og þau þurfi að finna eitthvað úrræði,“ segir Harpa. Tilkynnt var í gær að allir umsækjendur um nám á starfsbraut fengju nú boð um skólavist. „Það virðist vera að það sé þjarmað að Borgarholtsskóla að það séu teknir sem flestir inn,“ segir Harpa um málið. Pressað á foreldrana að sækja um fyrir skólakynningar Harpa segist hafa sótt um nám við starfsbraut Tækniskólans vegna ráðleggingar fagstjóra Arnarskóla. Hún segir að Menntamálastofnun hafi að auki ráðlagt þeim að setja ekki annað val í umsóknina, og þar af leiðandi skoðuðu þau ekki fleiri skóla. Hún furðar sig á þeim ráðleggingum vegna þess að einungis eitt pláss á starfsbraut Tækniskólans bauðst en umsækjendur voru nokkrir. Þá hafi þeim einnig verið ráðlagt að senda inn umsókn áður en framhaldsskólakynningar voru haldnar. Svanur fékk ekki inn í Tækniskólann, sem var að sögn Hörpu eini framhaldsskólinn með fyrirkomulag sem kæmi til með að henta hans þörfum. Harpa segir námið á starfsbrautinni í Borgó ekki henta Svani, til að mynda sé þar mikil hópavinna og hann uni sér illa í hópi. „Það er ekkert úrræði tilbúið fyrir hann þó hann sé kominn með eitthvað pláss sem er engan veginn tilbúið,“segir hún. „Mér finnst svo ofboðslega illa að þessu staðið. Ég er mjög ósátt,“ segir hún.
Málefni fatlaðs fólks Framhaldsskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dregist úr hófi að tryggja nemendum pláss á starfsbrautum Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. 21. júní 2023 23:51 Alltof seint að fá svör um skólavist í ágúst Móðir sextán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undirbúningur mikilvægur. 21. júní 2023 16:04 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Dregist úr hófi að tryggja nemendum pláss á starfsbrautum Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. 21. júní 2023 23:51
Alltof seint að fá svör um skólavist í ágúst Móðir sextán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undirbúningur mikilvægur. 21. júní 2023 16:04