Katrín Jakobsdóttir stundi ómerkilega pólitík Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2023 16:41 Jóhann Páll Jóhannsson hefur gagnrýnt Katrínu Jakobsdóttur harðlega fyrir linkind í garð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson segir það ómerkilega pólitík hjá forsætisráðherra að segja að allir sem komu að söluferlinu á Íslandsbanka þurfi að standa skil á gjörðum sínum nema fjármálaráðherra. Trúi hún því að undirbúningur sölunnar standist skoðun ætti hún að falla frá andstöðu sinni við skipun rannsóknarnefndar. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands harðlega. Hann segir þar að það sem hafi verið kallað „farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar“ þar sem „engin lög hefðu verið brotin“ hafi endað með hæstu sekt Íslandssögunnar. Þá hafi Katrín Jakobsdóttir sagt undirbúning sölunnar og þátt ráðherra „tipp topp“ en aðeins framkvæmdin hafi verið í ólagi. „Nú vill hún að eiginlega allir sem komu að ferlinu „standi skil á sínum gjörðum fyrir almenningi“… nema auðvitað ráðherrann sem ber lagalega og pólitíska ábyrgð á sölunni, átti að marka henni skynsamlegan ramma, hafa eftirlit með ferlinu og gæta þess að lögum væri fylgt,“ segir í færslunni. „Þetta er ómerkileg pólitík sem ég held að fólkið í landinu sjái í gegnum,“ segir hann. Loks segir hann að ef Katrín Jakobsdóttir trúi því raunverulega að vinnubrögð fjármálaráðherra og undirbúningur sölunnar standist skoðun ættu hún og hennar þingflokkur „að falla frá andstöðu sinni við að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir alla þætti málsins.“ Hann segir slíka rannsókn lykilinn að því að „hefja málið upp úr skotgröfum, endurheimta traust og draga lærdóm af Íslandsbankamálinu.“ Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. 26. júní 2023 16:24 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands harðlega. Hann segir þar að það sem hafi verið kallað „farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar“ þar sem „engin lög hefðu verið brotin“ hafi endað með hæstu sekt Íslandssögunnar. Þá hafi Katrín Jakobsdóttir sagt undirbúning sölunnar og þátt ráðherra „tipp topp“ en aðeins framkvæmdin hafi verið í ólagi. „Nú vill hún að eiginlega allir sem komu að ferlinu „standi skil á sínum gjörðum fyrir almenningi“… nema auðvitað ráðherrann sem ber lagalega og pólitíska ábyrgð á sölunni, átti að marka henni skynsamlegan ramma, hafa eftirlit með ferlinu og gæta þess að lögum væri fylgt,“ segir í færslunni. „Þetta er ómerkileg pólitík sem ég held að fólkið í landinu sjái í gegnum,“ segir hann. Loks segir hann að ef Katrín Jakobsdóttir trúi því raunverulega að vinnubrögð fjármálaráðherra og undirbúningur sölunnar standist skoðun ættu hún og hennar þingflokkur „að falla frá andstöðu sinni við að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir alla þætti málsins.“ Hann segir slíka rannsókn lykilinn að því að „hefja málið upp úr skotgröfum, endurheimta traust og draga lærdóm af Íslandsbankamálinu.“
Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. 26. júní 2023 16:24 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. 26. júní 2023 16:24