Pexar við Oreo-kex um ósexý Ædol frá Max Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2023 09:20 Abel Tesfaye, betur þekktur sem „The Wekeknd“, finnst gaman að gera glens á samfélagsmiðlum. Nýjasta útspil hans er að pexa við kexframleiðanda. EPA/Guillaume Horcajuelo Tónlistarmaðurinn „The Weeknd“ lenti upp á kant við óvæntan aðila á Twitter í síðustu viku þegar fyrirtækið Oreo fagnaði því að sjónvarpsþættirnir The Idol yrðu ekki framlengdir. Eftir stutt pex við kexframleiðandann náðust sættir. The Idol er nýjasta serían frá HBO (sem heitir brátt Max) og fjallar um ungu poppstjörnuna Jocelyn, leikin af Lily Rose-Depp, sem kynnist sjálfshjálpargúrúnum Tedros, leikinn af Abel „The Weeknd“ Tesfaye. Abel Tesfaye, Lily Rose-Depp og Sam Levinson á Cannes-hátíðinni í maí 2023.EPA/Guillaume Horcajuelo Tesfaye er allt í öllu í þáttunum en auk þess að leika aðalhlutverkið þá samdi hann tónlistina fyrir þættina, skrifaði handritið (ásamt öðrum) og er framleiðandi þeirra ásamt menningarbarninu Sam Levinson, sem gerði garðinn frægan með þáttunum Euphoria. Serían sem fór í loftið í byrjun júní hefur hins vegar fengið ansi hreint slæmar móttökur hjá bæði áhorfendum og gagnrýnendum. Fólk virðist einna helst kvarta undan lélegum leiks hjá bæði Rose-Depp og Tesfaye, ósmekklegra og ónáttúrulegra kynlífssena og karlrembulegs og illa skrifaðs handrits. Oreo fór ófögrum orðum um Ædol Fyrir vikið hefur serían fengið slæma útreið á samfélagsmiðlum þar sem sniðugir netverjar keppast við að hæðast, gera grín og níða skóinn af þáttunum. Nýjasta viðbótin í hóp þeirra sem níðast á seríunni er stórfyrirtækið Oreo. finally some good news— OREO Cookie (@Oreo) June 15, 2023 Þegar dægurmiðlafréttasíðan Pop Crave greindi (ranglega) frá því á Twitter 15. Júní að The Idol fengi ekki fá aðra þáttaröð svaraði Twitter-aðgangur Oreo með orðunum „Loksins einhverjar góðar fréttir.“ Fjórum dögum síðar hafði einhver annað dissað seríunni á Twitter með því að lýsa henni sem ljótri systur þáttanna White Lotus, Succession og The Last of Us. Aftur brást Oreo við með því að skrifa „Hvar er lygin?“ hbo sundays will never recover from this pic.twitter.com/0O6wGhX7Rb— Saint Hoax (@SaintHoax) June 19, 2023 Þau ummæli hafa greinilega farið fyrir brjóstið á Tesfaye sem svaraði kex-framleiðandanum 21. júní með því að segja „Ekki láta mig dýfa þér í mjólk.“ Sama dag sá hann fyrri ummæli Oreo og tvítaði þá „Ó fokk, þau hafa verið að tala skít“. Don t make me dunk you in some milk https://t.co/Ur7ko1CGLx— Abel Tesfaye (@theweeknd) June 21, 2023 Netverjar voru snöggir að bregðast við og furðuðu sig á því að jafnvinsæll og vel metinn tónlistarmaður skyldi leggjast svona lágt að deila við súkkulaðikex. Hann svaraði því með því að segja að hann væri svo feitur að hann hefði tekið því persónulega Tesfaye var þó ekki lengi að jafna sig því ekki nema korteri síðan tvítaði hann „Neij, ég get ekki deilt við ykkur, Oreo. Of mikið af góðum minningum.... Ég ætla að dýfa ykkur í kampavín í kvöld.“ naw I can t beef with you @Oreo too many beautiful memories I m dunking you in some champagne tonight pic.twitter.com/5iHhfpkVzf— Abel Tesfaye (@theweeknd) June 21, 2023 Þá svaraði kexið „Abel, þú veist að við myndum deyja fyrir þig, ekki núa því okkur um nasir.“ og þar með lauk pexinu. Hvort um var að ræða dulbúna auglýsingaherferð til að ginna fólk til að kíkja á The Idol eða einfaldlega tvo aðila sítengda netinu sem fannst sniðugt að lífga upp á daginn með tilgangslausu rifrildi er alls óvíst. Hollywood Bandaríkin Matvælaframleiðsla Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir The Weeknd fleygir listamannsnafninu Kanadíska poppstjarnan The Weeknd hefur tekið upp sitt eigið nafn á samfélagsmiðlum, Abel Tesfaye, í stað síns heimsfræga nafns The Weeknd. Hann hefur áður rætt opinskátt um að vilja losna undan listamannsnafninu. 15. maí 2023 23:38 Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
The Idol er nýjasta serían frá HBO (sem heitir brátt Max) og fjallar um ungu poppstjörnuna Jocelyn, leikin af Lily Rose-Depp, sem kynnist sjálfshjálpargúrúnum Tedros, leikinn af Abel „The Weeknd“ Tesfaye. Abel Tesfaye, Lily Rose-Depp og Sam Levinson á Cannes-hátíðinni í maí 2023.EPA/Guillaume Horcajuelo Tesfaye er allt í öllu í þáttunum en auk þess að leika aðalhlutverkið þá samdi hann tónlistina fyrir þættina, skrifaði handritið (ásamt öðrum) og er framleiðandi þeirra ásamt menningarbarninu Sam Levinson, sem gerði garðinn frægan með þáttunum Euphoria. Serían sem fór í loftið í byrjun júní hefur hins vegar fengið ansi hreint slæmar móttökur hjá bæði áhorfendum og gagnrýnendum. Fólk virðist einna helst kvarta undan lélegum leiks hjá bæði Rose-Depp og Tesfaye, ósmekklegra og ónáttúrulegra kynlífssena og karlrembulegs og illa skrifaðs handrits. Oreo fór ófögrum orðum um Ædol Fyrir vikið hefur serían fengið slæma útreið á samfélagsmiðlum þar sem sniðugir netverjar keppast við að hæðast, gera grín og níða skóinn af þáttunum. Nýjasta viðbótin í hóp þeirra sem níðast á seríunni er stórfyrirtækið Oreo. finally some good news— OREO Cookie (@Oreo) June 15, 2023 Þegar dægurmiðlafréttasíðan Pop Crave greindi (ranglega) frá því á Twitter 15. Júní að The Idol fengi ekki fá aðra þáttaröð svaraði Twitter-aðgangur Oreo með orðunum „Loksins einhverjar góðar fréttir.“ Fjórum dögum síðar hafði einhver annað dissað seríunni á Twitter með því að lýsa henni sem ljótri systur þáttanna White Lotus, Succession og The Last of Us. Aftur brást Oreo við með því að skrifa „Hvar er lygin?“ hbo sundays will never recover from this pic.twitter.com/0O6wGhX7Rb— Saint Hoax (@SaintHoax) June 19, 2023 Þau ummæli hafa greinilega farið fyrir brjóstið á Tesfaye sem svaraði kex-framleiðandanum 21. júní með því að segja „Ekki láta mig dýfa þér í mjólk.“ Sama dag sá hann fyrri ummæli Oreo og tvítaði þá „Ó fokk, þau hafa verið að tala skít“. Don t make me dunk you in some milk https://t.co/Ur7ko1CGLx— Abel Tesfaye (@theweeknd) June 21, 2023 Netverjar voru snöggir að bregðast við og furðuðu sig á því að jafnvinsæll og vel metinn tónlistarmaður skyldi leggjast svona lágt að deila við súkkulaðikex. Hann svaraði því með því að segja að hann væri svo feitur að hann hefði tekið því persónulega Tesfaye var þó ekki lengi að jafna sig því ekki nema korteri síðan tvítaði hann „Neij, ég get ekki deilt við ykkur, Oreo. Of mikið af góðum minningum.... Ég ætla að dýfa ykkur í kampavín í kvöld.“ naw I can t beef with you @Oreo too many beautiful memories I m dunking you in some champagne tonight pic.twitter.com/5iHhfpkVzf— Abel Tesfaye (@theweeknd) June 21, 2023 Þá svaraði kexið „Abel, þú veist að við myndum deyja fyrir þig, ekki núa því okkur um nasir.“ og þar með lauk pexinu. Hvort um var að ræða dulbúna auglýsingaherferð til að ginna fólk til að kíkja á The Idol eða einfaldlega tvo aðila sítengda netinu sem fannst sniðugt að lífga upp á daginn með tilgangslausu rifrildi er alls óvíst.
Hollywood Bandaríkin Matvælaframleiðsla Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir The Weeknd fleygir listamannsnafninu Kanadíska poppstjarnan The Weeknd hefur tekið upp sitt eigið nafn á samfélagsmiðlum, Abel Tesfaye, í stað síns heimsfræga nafns The Weeknd. Hann hefur áður rætt opinskátt um að vilja losna undan listamannsnafninu. 15. maí 2023 23:38 Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
The Weeknd fleygir listamannsnafninu Kanadíska poppstjarnan The Weeknd hefur tekið upp sitt eigið nafn á samfélagsmiðlum, Abel Tesfaye, í stað síns heimsfræga nafns The Weeknd. Hann hefur áður rætt opinskátt um að vilja losna undan listamannsnafninu. 15. maí 2023 23:38