Haraldur ætlar að rampa upp Evrópu næst Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júní 2023 10:20 Haraldur fundaði með borgarstjórum Reykjavíkur og Parísar á Önnu Jónu í miðborg Reykjavíkur í gær vegna verkefnisins. Haraldur Ingi Þorleifsson Haraldur Ingi Þorleifsson, sem gjarnan er kenndur við Ueno, segist ætla að rampa upp Evrópu næst og verður fyrsti samstarfsaðilinn í því verkefni Parísarborg. Verður um að ræða samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Parísarborgar í framhaldsverkefni fyrri verkefna hans þar sem markmiðið hefur verið að bæta hjólastólaaðgengi. Haraldur tilkynnir þetta á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann birtir mynd af sér ásamt Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísar og aðstoðarborgarstjóra Lamia El Aaraje ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur. Anne og Lamia eru staddar í heimsókn hérlendis og má sjá á myndinni að fjóreykið er statt á Önnu Jónu, kaffihúsi Haraldar. Eins og alþjóð veit hefur Haraldur áður fjármagnað uppsetningu hundruð rampa sem skilað hafa sér í stórbættu hjólastólaaðgengi víða á Íslandi síðastliðin tvö ár í gegnum verkefnin Römpum upp Reykjavík og Römpum upp Ísland. Haraldur var einmitt aðal styrktaraðili og frumkvöðull þeirra verkefna. Vísir hefur ekki náð tali af Haraldi vegna næsta áfanga verkefnisins. Á samfélagsmiðlum segir hann að útlit sé fyrir að fleiri borgir muni bætast í hóp Parísar og Reykjavíkur. Þá segist hann hlakka til að hefjast handa. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segist að sama skapi spenntur fyrir samstarfsverkefninu með París. This may seem a bit wild but: We're going to Ramp up Europe! Our first partner will be the wonderful city of Paris with more to come. Today I met with Paris Mayor @Anne_Hidalgo, Deputy Mayor @lamiaela and Reykjavik Mayor @Dagurb.Can t wait to bring this show on the road. pic.twitter.com/rpm5bdLr7u— Halli (@iamharaldur) June 27, 2023 Reykjavík Félagsmál Frakkland Borgarstjórn Tengdar fréttir Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári. 11. mars 2021 19:30 Ætla að rampa upp Ísland með eitt þúsund römpum Verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur gengið vonum framar en átakið hefur skilað sér í eitt hundrað römpum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Nú hafa aðstandendur verkefnisins ýtt Römpum upp Ísland úr vör en því verkefni er ætlað að byggja eitt þúsund rampa um allt land. 20. september 2021 22:58 „Þetta er stórkostlegur staður en þetta getur orðið besti staður á jörðinni“ Hundrað og þrítugasti rampur verkefnisins Römpum upp Íslands var tekinn í notkun í dag við sumarbúðir fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal. Ramparnir sem áður voru við sumarbúðirnar voru komnir til ára sinna og því ljóst að þörf væri á breytingum. Foreldrar stefna á að bæta aðstöðuna enn frekar þar sem ramparnir eru aðeins fyrsta skrefið. 2. september 2022 22:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Haraldur tilkynnir þetta á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann birtir mynd af sér ásamt Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísar og aðstoðarborgarstjóra Lamia El Aaraje ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur. Anne og Lamia eru staddar í heimsókn hérlendis og má sjá á myndinni að fjóreykið er statt á Önnu Jónu, kaffihúsi Haraldar. Eins og alþjóð veit hefur Haraldur áður fjármagnað uppsetningu hundruð rampa sem skilað hafa sér í stórbættu hjólastólaaðgengi víða á Íslandi síðastliðin tvö ár í gegnum verkefnin Römpum upp Reykjavík og Römpum upp Ísland. Haraldur var einmitt aðal styrktaraðili og frumkvöðull þeirra verkefna. Vísir hefur ekki náð tali af Haraldi vegna næsta áfanga verkefnisins. Á samfélagsmiðlum segir hann að útlit sé fyrir að fleiri borgir muni bætast í hóp Parísar og Reykjavíkur. Þá segist hann hlakka til að hefjast handa. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segist að sama skapi spenntur fyrir samstarfsverkefninu með París. This may seem a bit wild but: We're going to Ramp up Europe! Our first partner will be the wonderful city of Paris with more to come. Today I met with Paris Mayor @Anne_Hidalgo, Deputy Mayor @lamiaela and Reykjavik Mayor @Dagurb.Can t wait to bring this show on the road. pic.twitter.com/rpm5bdLr7u— Halli (@iamharaldur) June 27, 2023
Reykjavík Félagsmál Frakkland Borgarstjórn Tengdar fréttir Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári. 11. mars 2021 19:30 Ætla að rampa upp Ísland með eitt þúsund römpum Verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur gengið vonum framar en átakið hefur skilað sér í eitt hundrað römpum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Nú hafa aðstandendur verkefnisins ýtt Römpum upp Ísland úr vör en því verkefni er ætlað að byggja eitt þúsund rampa um allt land. 20. september 2021 22:58 „Þetta er stórkostlegur staður en þetta getur orðið besti staður á jörðinni“ Hundrað og þrítugasti rampur verkefnisins Römpum upp Íslands var tekinn í notkun í dag við sumarbúðir fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal. Ramparnir sem áður voru við sumarbúðirnar voru komnir til ára sinna og því ljóst að þörf væri á breytingum. Foreldrar stefna á að bæta aðstöðuna enn frekar þar sem ramparnir eru aðeins fyrsta skrefið. 2. september 2022 22:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári. 11. mars 2021 19:30
Ætla að rampa upp Ísland með eitt þúsund römpum Verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur gengið vonum framar en átakið hefur skilað sér í eitt hundrað römpum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Nú hafa aðstandendur verkefnisins ýtt Römpum upp Ísland úr vör en því verkefni er ætlað að byggja eitt þúsund rampa um allt land. 20. september 2021 22:58
„Þetta er stórkostlegur staður en þetta getur orðið besti staður á jörðinni“ Hundrað og þrítugasti rampur verkefnisins Römpum upp Íslands var tekinn í notkun í dag við sumarbúðir fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal. Ramparnir sem áður voru við sumarbúðirnar voru komnir til ára sinna og því ljóst að þörf væri á breytingum. Foreldrar stefna á að bæta aðstöðuna enn frekar þar sem ramparnir eru aðeins fyrsta skrefið. 2. september 2022 22:30