Finnskur ráðherra segir af sér vegna tengsla við hægriöfgamenn Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2023 11:23 Frá finnska þinginu þar sem Junnila stóð af sér vantrauststillögu í gær. Hann sagði af sér í dag. Vísir/EPA Vilhelm Junnila, efnahagsráðherra Finnlands, tilkynnti að hann ætlaði að segja af sér í dag í kjölfar uppljóstrana um tengsl hans við hægriöfgamenn og grín um nasisma. Junnila entist aðeins í ráðherrastóli í um viku. „Brandarinn“ sem kom Junnila í klandur snerist um frambjóðendanúmer hans fyrir kosningar. Í Finnlandi skrifa kjósendur númer frambjóðanda á kjörseðilinn. Hann var rifjaður upp eftir að Junnila var gerður að efnahagsráðherra í nýrri samsteypustjórn hægriflokka í Finnlandi sem tók við völdum í síðustu viku. „Fyrst af öllu, til hamingju með þetta frábæra frambjóðendanúmer. Ég veit að þetta er vinningsmiðinn. Augljóslega vísar þetta „88“ í tvo stafi H sem við skulum ekki segja meira um,“ sagði Junnila á framboðsfundi í maí, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Talan áttatíu og átta er eitt algengasta tákn nýnasista og hvítra þjóðernissinna. Hún stendur fyrir „Heil Hitler“, hyllingu nasista á leiðtoga sínum, þar sem „H“ er áttundi bókstafurinn í ensku starfrófi. Junnila hélt einnig ræðu á samkomu hægriöfgamanna til að minnasta fórnarlamba árásar marokkósks hælisleitanda árið 2019. Junnila resigns after week-long row over far-right links https://t.co/4CuyOPAcL0— Yle News (@ylenews) June 30, 2023 Hvatti til þungunarrofs í Afríku en hafnaði því heima Junnila, sem kemur úr hægrijaðarflokknum Sönnum Finnum, baðst afsökunar á flíminu með nasisma og sagðist fordæma helförina og gyðingahatur. Hann stóð af sér vantrauststillögu á finnska þinginu vegna málsins í gær. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að ætla að bola Junnila úr embætti fyrir óviðeigandi húmor. Petteri Orpi, forsætisráðherra, sagði hafa gefið ráðherranum alvarlega viðvörun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir það sá ráðherrann sæng sína upp reidda í dag. „Þrátt fyrir traust flokksins og þingflokksins sé ég stöðuna svona: svo að ríkisstjórnin geti haldið áfram og fyrir orðspor Finnlands held ég að mér sé ómögulegt að halda áfram sem ráðherra með fullnægjandi hætti,“ sagði í yfirlýsingu frá Junnila. Sjö þingmenn Sænska þjóðarflokksins, eins stjórnarflokkanna, greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. Junnila stóð vantraustið aðeins af sér þar sem tólf stjórnarandstöðuþingmenn voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna, að sögn YLE. Junnila þurfti einnig að réttlæta fyrirspurn sína á þingi árið 2019 þar sem hann hvatti ríkisstjórnina til þess að hvetja til þungunarrofs í Afríkuríkjum til þess að draga úr mannfjölgun og berjast gegn loftslagsbreytingum. Hann greiddi þó atkvæði gegn rýmri lögum um þungunarrof í Finnlandi. Finnland Tengdar fréttir Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. 20. júní 2023 12:03 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
„Brandarinn“ sem kom Junnila í klandur snerist um frambjóðendanúmer hans fyrir kosningar. Í Finnlandi skrifa kjósendur númer frambjóðanda á kjörseðilinn. Hann var rifjaður upp eftir að Junnila var gerður að efnahagsráðherra í nýrri samsteypustjórn hægriflokka í Finnlandi sem tók við völdum í síðustu viku. „Fyrst af öllu, til hamingju með þetta frábæra frambjóðendanúmer. Ég veit að þetta er vinningsmiðinn. Augljóslega vísar þetta „88“ í tvo stafi H sem við skulum ekki segja meira um,“ sagði Junnila á framboðsfundi í maí, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Talan áttatíu og átta er eitt algengasta tákn nýnasista og hvítra þjóðernissinna. Hún stendur fyrir „Heil Hitler“, hyllingu nasista á leiðtoga sínum, þar sem „H“ er áttundi bókstafurinn í ensku starfrófi. Junnila hélt einnig ræðu á samkomu hægriöfgamanna til að minnasta fórnarlamba árásar marokkósks hælisleitanda árið 2019. Junnila resigns after week-long row over far-right links https://t.co/4CuyOPAcL0— Yle News (@ylenews) June 30, 2023 Hvatti til þungunarrofs í Afríku en hafnaði því heima Junnila, sem kemur úr hægrijaðarflokknum Sönnum Finnum, baðst afsökunar á flíminu með nasisma og sagðist fordæma helförina og gyðingahatur. Hann stóð af sér vantrauststillögu á finnska þinginu vegna málsins í gær. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að ætla að bola Junnila úr embætti fyrir óviðeigandi húmor. Petteri Orpi, forsætisráðherra, sagði hafa gefið ráðherranum alvarlega viðvörun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir það sá ráðherrann sæng sína upp reidda í dag. „Þrátt fyrir traust flokksins og þingflokksins sé ég stöðuna svona: svo að ríkisstjórnin geti haldið áfram og fyrir orðspor Finnlands held ég að mér sé ómögulegt að halda áfram sem ráðherra með fullnægjandi hætti,“ sagði í yfirlýsingu frá Junnila. Sjö þingmenn Sænska þjóðarflokksins, eins stjórnarflokkanna, greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. Junnila stóð vantraustið aðeins af sér þar sem tólf stjórnarandstöðuþingmenn voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna, að sögn YLE. Junnila þurfti einnig að réttlæta fyrirspurn sína á þingi árið 2019 þar sem hann hvatti ríkisstjórnina til þess að hvetja til þungunarrofs í Afríkuríkjum til þess að draga úr mannfjölgun og berjast gegn loftslagsbreytingum. Hann greiddi þó atkvæði gegn rýmri lögum um þungunarrof í Finnlandi.
Finnland Tengdar fréttir Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. 20. júní 2023 12:03 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. 20. júní 2023 12:03