Útsmogin svikaskilaboð valdi ferlegu veseni Máni Snær Þorláksson skrifar 30. júní 2023 16:30 CERT-IS sá tilefni til þess að vara sérstaklega við útsmognum svikaskilaboðum sem fólki hefur borist að undanförnu. vísir Sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir netsvik vera orðin fágaðri, þau valdi ferlegu veseni. Ekki sé lengur hægt að verja sig á bakvið það hve flókin íslenskan er. Þá sé eins og svikahrapparnir skilji markaðinn betur. „Það sem við erum að sjá er að þetta er búið að vera að þróast undanfarnar vikur, mánuði og ár. Þetta er alltaf að verða fágaðra og þá sérstaklega íslenskan sem er notuð í þessu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS, í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag vakti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu athygli á útsmognum svikaskilaboðum sem fólki hefur borist að undanförnu. Þau hafi færst í aukana á síðustu vikum. Fágaðri svik sem blekkja augað Guðmundur segir að áður hafi Íslendingar náð að verja sig á bakvið sjaldgæfa tungumálið en nú þurfi fólk að vera meira á varðbergi. Þá sé eins og netþrjótarnir skilji markaðinn betur, noti vörur eins og póstdreifingar til að höfða meira til fólks. „Þetta er bara að valda alveg ferlegu veseni út um allar trissur,“ segir hann. Vefsíðurnar sem svikahrapparnir gera séu orðnar keimlíkar þeim sem þeir eru að herma eftir, eins og innskráningar í banka og fleira. „Þeir eru alltaf að reyna að blekkja augað,“ segir Guðmundur, notast sé við slóðir sem eru keimlíkar þeim sem eru alvöru. Hann tekur sem dæmi að vefsíðan 1andsbankinn.is er ekki það sama og landsbankinn.is Glöggir lesendur sjá að í fyrri slóðinni er tölustafurinn 1 notaður í staðinn fyrir lítið L. „Það er bara dæmi frá því í fyrra að þeir keyptu sig ofar í Google niðurstöður. Þannig ef þú gúgglaðir Landsbankinn þá kom það fyrir ofan alvöru Landsbankann.“ Fólk sé vant því að ýta á efsta valmöguleikann og hugsa að það hljóti að vera rétt. „Svo birtist vefsíðan bara nákvæmlega eins, þeir voru meira að segja búnir að innleiða spjallvélmennið eins, þannig það leit út fyrir að virka.“ Heilbrigð tortryggni Fólk þarf því að hafa varann á þegar það fær skilaboð. „Við höfum talað um að fólk tileinki sér heilbrigða tortryggni,“ segir Guðmundur. Fólk eigi að spyrja sig hvort það eigi von á einhverju sem valdi því að þau eigi að fá skilaboð sem þessi. Þá sé betra að fara beint inn á vefsíður þessara fyrirtækja sem eiga að vera að afhenda póstinn, í stað þess að ýta á hlekkinn eða nota leitarvél til að finna vefsíðuna. „Þetta er það sem þarf að passa.“ Hér er hægt er að nálgast frekari upplýsingar um hvernig á að vara sig á netglæpum. Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
„Það sem við erum að sjá er að þetta er búið að vera að þróast undanfarnar vikur, mánuði og ár. Þetta er alltaf að verða fágaðra og þá sérstaklega íslenskan sem er notuð í þessu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS, í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag vakti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu athygli á útsmognum svikaskilaboðum sem fólki hefur borist að undanförnu. Þau hafi færst í aukana á síðustu vikum. Fágaðri svik sem blekkja augað Guðmundur segir að áður hafi Íslendingar náð að verja sig á bakvið sjaldgæfa tungumálið en nú þurfi fólk að vera meira á varðbergi. Þá sé eins og netþrjótarnir skilji markaðinn betur, noti vörur eins og póstdreifingar til að höfða meira til fólks. „Þetta er bara að valda alveg ferlegu veseni út um allar trissur,“ segir hann. Vefsíðurnar sem svikahrapparnir gera séu orðnar keimlíkar þeim sem þeir eru að herma eftir, eins og innskráningar í banka og fleira. „Þeir eru alltaf að reyna að blekkja augað,“ segir Guðmundur, notast sé við slóðir sem eru keimlíkar þeim sem eru alvöru. Hann tekur sem dæmi að vefsíðan 1andsbankinn.is er ekki það sama og landsbankinn.is Glöggir lesendur sjá að í fyrri slóðinni er tölustafurinn 1 notaður í staðinn fyrir lítið L. „Það er bara dæmi frá því í fyrra að þeir keyptu sig ofar í Google niðurstöður. Þannig ef þú gúgglaðir Landsbankinn þá kom það fyrir ofan alvöru Landsbankann.“ Fólk sé vant því að ýta á efsta valmöguleikann og hugsa að það hljóti að vera rétt. „Svo birtist vefsíðan bara nákvæmlega eins, þeir voru meira að segja búnir að innleiða spjallvélmennið eins, þannig það leit út fyrir að virka.“ Heilbrigð tortryggni Fólk þarf því að hafa varann á þegar það fær skilaboð. „Við höfum talað um að fólk tileinki sér heilbrigða tortryggni,“ segir Guðmundur. Fólk eigi að spyrja sig hvort það eigi von á einhverju sem valdi því að þau eigi að fá skilaboð sem þessi. Þá sé betra að fara beint inn á vefsíður þessara fyrirtækja sem eiga að vera að afhenda póstinn, í stað þess að ýta á hlekkinn eða nota leitarvél til að finna vefsíðuna. „Þetta er það sem þarf að passa.“ Hér er hægt er að nálgast frekari upplýsingar um hvernig á að vara sig á netglæpum.
Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira