Hola í höggi og níu pílna leikur: „Ég hlýt að vera einn af mjög fáum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2023 09:31 Guðmundur Valur Sigurðsson tókst það sem öllum golfurum og píluspilurum dreymir um. Facebook/Golfklúbbur Grindavíkur Flesta golfara dreymir um að fara holu í höggi og flesta píluspilara dreymir um að klára legg í níu pílum. Fæstum tekst þó að afreka þessa hluti, en Guðmundur Valur Sigurðsson, eða Valur eins og hann er oftast kallaður, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 7. braut Húsatóftavallar, aðeins örfáum vikum eftir að hann kláraði legg í níu pílum er hann spilaði á pílustaðnum Bullsey. Það var Golfklúbbur Grindavíkur sem vakti athygli á þessu merkilega afreki Vals á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að Valur hafi notað áttu járn í verkið og að hans sögn hafi höggið verið fullkomið, lent um meter frá holu og rúllað í hana. „Níu pílurnar voru nú bara svona við æfingar, ekki í leik. En níu pílur samt,“ sagði Valur þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum í gær. Stutt á milli stórra afreka Valur segist hafa verið að æfa píluköstin með einum besta píluspilara landsins þegar níu pílu leggurinn náðist og hann hafi náð því ekki fyrir svo löngu. „Níu pílurnar voru nú bara þannig að ég var á Bullsey að taka einhver æfingaköst. Ég var að spila þarna með honum Matthíasi [Erni Friðrikssyni] sem er einn okkar albesti píluspilari. Þetta atvikaðist í rauninni bara þannig að ég hitti bara allt eins og á að gera og það var nú nokkuð skemmtilegt bara. Og við vorum eiginlega báðir hissa,“ sagði Valur léttur. „Það er kannski ekki nema einn til einn og hálfur mánuður síðan.“ Fann um leið að höggið væri gott Eins og áður segir tekst fæstum þeim sem stunda golf eða pílu að fara holu í höggi eða klára legg í níu pílum. Valur er þó einn af líklega mjög fáum sem hefur afrekað bæði. „Ég sagði það nú einhverntíman í vetur að það væri nú líklegra að ég tæki níu pílurnar heldur en að ég færi holu í höggi. Ég hef eiginlega aldrei verið nálægt því að fara holu í höggi, en þó er ég búinn að spila golf í tuttugu ár, með hléum að vísu. En samt, aldrei verið nálægt því. Þá segist Valur hafa fundið það um leið og hann sló kúluna að höggið væri gott. „Þetta var náttúrulega gríðarlega fallegt högg. Hátt og fallegt og lenti á fínum stað rétt við holuna að mér fannst. Svo sá ég bara að hún hélt áfram og fór ofan í. Ég var nú bara pínu hissa.“ Líklega einn af fáum Valur segist einnig vera líklega einn af fáum, og jafnvel sá eini, sem hefur náð bæði að klára legg í níu pílu og fara holu í höggi. „Ég hlýt að vera einn af mjög fáum. Það hlýtur eiginlega að vera. Ég hef allavega ekki heyrt af neinum öðrum, en það hefur svo sem ekki verið mikið rætt.“ „Ég held bara að á heimsvísu sé þetta ekki mjög stór hópur.“ Golf Pílukast Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fleiri fréttir Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Sjá meira
Það var Golfklúbbur Grindavíkur sem vakti athygli á þessu merkilega afreki Vals á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að Valur hafi notað áttu járn í verkið og að hans sögn hafi höggið verið fullkomið, lent um meter frá holu og rúllað í hana. „Níu pílurnar voru nú bara svona við æfingar, ekki í leik. En níu pílur samt,“ sagði Valur þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum í gær. Stutt á milli stórra afreka Valur segist hafa verið að æfa píluköstin með einum besta píluspilara landsins þegar níu pílu leggurinn náðist og hann hafi náð því ekki fyrir svo löngu. „Níu pílurnar voru nú bara þannig að ég var á Bullsey að taka einhver æfingaköst. Ég var að spila þarna með honum Matthíasi [Erni Friðrikssyni] sem er einn okkar albesti píluspilari. Þetta atvikaðist í rauninni bara þannig að ég hitti bara allt eins og á að gera og það var nú nokkuð skemmtilegt bara. Og við vorum eiginlega báðir hissa,“ sagði Valur léttur. „Það er kannski ekki nema einn til einn og hálfur mánuður síðan.“ Fann um leið að höggið væri gott Eins og áður segir tekst fæstum þeim sem stunda golf eða pílu að fara holu í höggi eða klára legg í níu pílum. Valur er þó einn af líklega mjög fáum sem hefur afrekað bæði. „Ég sagði það nú einhverntíman í vetur að það væri nú líklegra að ég tæki níu pílurnar heldur en að ég færi holu í höggi. Ég hef eiginlega aldrei verið nálægt því að fara holu í höggi, en þó er ég búinn að spila golf í tuttugu ár, með hléum að vísu. En samt, aldrei verið nálægt því. Þá segist Valur hafa fundið það um leið og hann sló kúluna að höggið væri gott. „Þetta var náttúrulega gríðarlega fallegt högg. Hátt og fallegt og lenti á fínum stað rétt við holuna að mér fannst. Svo sá ég bara að hún hélt áfram og fór ofan í. Ég var nú bara pínu hissa.“ Líklega einn af fáum Valur segist einnig vera líklega einn af fáum, og jafnvel sá eini, sem hefur náð bæði að klára legg í níu pílu og fara holu í höggi. „Ég hlýt að vera einn af mjög fáum. Það hlýtur eiginlega að vera. Ég hef allavega ekki heyrt af neinum öðrum, en það hefur svo sem ekki verið mikið rætt.“ „Ég held bara að á heimsvísu sé þetta ekki mjög stór hópur.“
Golf Pílukast Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fleiri fréttir Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Sjá meira