„Ég held að ég sé bara enn að melta þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júlí 2023 18:16 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, einbeittur á svip. vísir/Anton Brink Breiðablik sló Stjörnuna út í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, eftir framlengingu var staðan 2-2 og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni, sem Breiðablik sigraði 4-1. Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, var lengi að ná sér niður eftir þennan gríðarlega spennandi leik. „Ég held að ég sé bara enn að melta þetta, þetta var þvílík spenna, mikil dramatík. Það lá á okkur á köflum en ég held að enn og aftur hafi liðsheildin og samheldnin skilað okkur í bikarúrslit.“ Blikar lentu undir í leiknum og á lokamínútunum virtist Stjarnan líklegri til að fara með sigur af hólmi en þrátt fyrir mikla spennu missti þjálfarinn aldrei trúnna á sínu liði. „Ég var stressaður allan leikinn og allan tímann, þannig lagað séð. Auðvitað alltaf ákveðið stress í leikjum og ég tala nú ekki um í svona leik, en það er alltaf til gír í okkur til að koma til baka, við höfum sýnt það í gegnum sumarið.“ Eftir að hafa lent aftur undir strax í upphafi framlengingar gerði þjálfarinn skiptingar í hálfleik sem skiluðu jöfnunarmarki. „Við breyttum aðeins þarna í hálfleiknum í framlengingunni, keyrðum aðeins meira á þetta og náðum enn og aftur að koma til baka og klára þetta, það er það sem skiptir máli.“ Þrátt fyrir að vera komin í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og tróna á toppi deildarinnar heldur Ásmundur sér enn á jörðinni og segir ekki kominn tíma til að láta sig dreyma um tvennuna. „Nei, engan veginn, það er ekki kominn tími á neitt slíkt. Þurfum bara að taka einn leik í einu og núna eftir langan og erfiðan leik í dag þá er aðalatriðið að safna kröftum því að framundan er erfið vika, tveir leikir til viðbótar í vikunni.“ Breiðablik mætir Víkingum í úrslitaleik bikarsins, leikurinn fer fram á Laugardalsvelli þann 12. ágúst. Ásmundur segist eiga von á miklum baráttuleik gegn sterku liði Víkinga. „Það verður vonandi gaman, frábær leikur hjá þeim í gær, frábær stemning í Víkinni og mikill meðbyr hjá þeim þessa dagana. Ég á von á góðri mætingu hjá báðum liðum og hörkuleik því Víkingur er með hörkulið.“ Mjólkurbikar kvenna Stjarnan Breiðablik Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, var lengi að ná sér niður eftir þennan gríðarlega spennandi leik. „Ég held að ég sé bara enn að melta þetta, þetta var þvílík spenna, mikil dramatík. Það lá á okkur á köflum en ég held að enn og aftur hafi liðsheildin og samheldnin skilað okkur í bikarúrslit.“ Blikar lentu undir í leiknum og á lokamínútunum virtist Stjarnan líklegri til að fara með sigur af hólmi en þrátt fyrir mikla spennu missti þjálfarinn aldrei trúnna á sínu liði. „Ég var stressaður allan leikinn og allan tímann, þannig lagað séð. Auðvitað alltaf ákveðið stress í leikjum og ég tala nú ekki um í svona leik, en það er alltaf til gír í okkur til að koma til baka, við höfum sýnt það í gegnum sumarið.“ Eftir að hafa lent aftur undir strax í upphafi framlengingar gerði þjálfarinn skiptingar í hálfleik sem skiluðu jöfnunarmarki. „Við breyttum aðeins þarna í hálfleiknum í framlengingunni, keyrðum aðeins meira á þetta og náðum enn og aftur að koma til baka og klára þetta, það er það sem skiptir máli.“ Þrátt fyrir að vera komin í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og tróna á toppi deildarinnar heldur Ásmundur sér enn á jörðinni og segir ekki kominn tíma til að láta sig dreyma um tvennuna. „Nei, engan veginn, það er ekki kominn tími á neitt slíkt. Þurfum bara að taka einn leik í einu og núna eftir langan og erfiðan leik í dag þá er aðalatriðið að safna kröftum því að framundan er erfið vika, tveir leikir til viðbótar í vikunni.“ Breiðablik mætir Víkingum í úrslitaleik bikarsins, leikurinn fer fram á Laugardalsvelli þann 12. ágúst. Ásmundur segist eiga von á miklum baráttuleik gegn sterku liði Víkinga. „Það verður vonandi gaman, frábær leikur hjá þeim í gær, frábær stemning í Víkinni og mikill meðbyr hjá þeim þessa dagana. Ég á von á góðri mætingu hjá báðum liðum og hörkuleik því Víkingur er með hörkulið.“
Mjólkurbikar kvenna Stjarnan Breiðablik Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti