Óvenju há rafleiðni ekki merki um yfirvofandi Kötlugos Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. júlí 2023 10:42 Jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðustu vikurnar hafa verið þær mestu í Mýrdalsjökli, þar sem Kötlujökul er að finna, síðan 2016. Vísir/RAX Óvenju há rafleiðni í Múlakvísl miðað við árstíma bendir ekki til þess að líkur hafi aukist á Kötlugosi. Náttúruvásérfræðingur Veðurstofu Íslands segir rafleiðni hægt og bítandi fara minnkandi. Hann hvetur fólk í grenndinni að fara varlega vegna jarðgass. Veðurstofa Íslands segir í tilkynningu að líkur séu á vatnavöxtum í Múlakvísl vegna aukins hlutfalls jarðhitavatns í ánni. Þá fylgir því gasmengun við ána sem fylgir jarðhitavatninu. Fyrir neðan má bera Mýrdalsjökul augum úr lofti í myndbandi sem tekið er af Ragnari Axelssyni, RAX, í gær. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvásérfræðingur, segir í samtali við Vísi að Veðurstofan fylgist vel með stöðunni. Vatnshæð í Múlakvísl og Markarfljóti fari ekki hækkandi. „Þannig líkur á hlaupi úr jöklinum eru litlar eins og staðan er núna, þó það sé alltaf möguleiki. En líklega mun þetta leka hægt og rólega og svo klárast, þó maður sé alltaf varkár þegar það kemur að Mýrdalsjökli.“ Óttast ekki Kötlu í bráð Aukin skjálftavirkni hefur mælst í Kötlu síðustu daga og hófst hrina þar í lok síðasta mánaðar. Stærsti skjálftinn á svæðinu mældist 4,4 þann 30. júní. Áður hafa sérfræðingar Veðurstofunnar sagt jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðustu vikurnar vera þær mestu í Mýrdalsjökli, þar sem Kötlujökul er að finna, síðan haustið 2016.Sé talið að þetta séu merki um jarðhitavirkni á svæðinu en að ekki væri hægt að útiloka kvikuhreyfingar. Bjarki tekur fram að Veðurstofan fylgist vel með en enn sem komið er sé ekkert sem bendi til þess að Katla gæti gosið þá og þegar. „Rafleiðnin í Múlakvísl tengist ekki kvikuhreyfingu, heldur er öflugt jarðhitakerfi undir jöklinum sem gerir það að verkum að það rekur jarðhitavatn út í Múlakvísl.“ Bjarki bætir því við að vegfarendur þurfi að fara að öllu með gát í grenndinni. „Þá sérstaklega í dældum og lægðum þar sem gasið getur safnast saman.“ Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Katla RAX Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Veðurstofa Íslands segir í tilkynningu að líkur séu á vatnavöxtum í Múlakvísl vegna aukins hlutfalls jarðhitavatns í ánni. Þá fylgir því gasmengun við ána sem fylgir jarðhitavatninu. Fyrir neðan má bera Mýrdalsjökul augum úr lofti í myndbandi sem tekið er af Ragnari Axelssyni, RAX, í gær. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvásérfræðingur, segir í samtali við Vísi að Veðurstofan fylgist vel með stöðunni. Vatnshæð í Múlakvísl og Markarfljóti fari ekki hækkandi. „Þannig líkur á hlaupi úr jöklinum eru litlar eins og staðan er núna, þó það sé alltaf möguleiki. En líklega mun þetta leka hægt og rólega og svo klárast, þó maður sé alltaf varkár þegar það kemur að Mýrdalsjökli.“ Óttast ekki Kötlu í bráð Aukin skjálftavirkni hefur mælst í Kötlu síðustu daga og hófst hrina þar í lok síðasta mánaðar. Stærsti skjálftinn á svæðinu mældist 4,4 þann 30. júní. Áður hafa sérfræðingar Veðurstofunnar sagt jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðustu vikurnar vera þær mestu í Mýrdalsjökli, þar sem Kötlujökul er að finna, síðan haustið 2016.Sé talið að þetta séu merki um jarðhitavirkni á svæðinu en að ekki væri hægt að útiloka kvikuhreyfingar. Bjarki tekur fram að Veðurstofan fylgist vel með en enn sem komið er sé ekkert sem bendi til þess að Katla gæti gosið þá og þegar. „Rafleiðnin í Múlakvísl tengist ekki kvikuhreyfingu, heldur er öflugt jarðhitakerfi undir jöklinum sem gerir það að verkum að það rekur jarðhitavatn út í Múlakvísl.“ Bjarki bætir því við að vegfarendur þurfi að fara að öllu með gát í grenndinni. „Þá sérstaklega í dældum og lægðum þar sem gasið getur safnast saman.“
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Katla RAX Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira