„Ég veit hver tapar á þessu, það er almenningur“ Máni Snær Þorláksson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 7. júlí 2023 21:05 Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir að almenningur tapi á uppgjöri Lindarhvols. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir leyndina við uppgjör Lindarhvols hafa hvatt hann til að halda málinu á lofti. Hann segir ljóst að það sé almenningur sem tapi ef ekkert verður aðhafst í málinu. Mikið hefur verið fjallað um Lindarhvol síðan þingmaður Pírata birti greinargerð setts ríkisendurskoðana um félagið í gær. Fyrir það hafði mikil leynd hvílt yfir skýrslunni og rifist var um hvort það ætti að birta hana eða ekki. Það var einmitt þessi leynd sem hvatti Þorstein til að fylgja málinu eftir. „Ég er tortrygginn maður að eðlisfari og ég var alveg sannfærður um það að það leyndist þarna fiskur undir steini,“ segir Þorsteinn í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. „Ég var líka alveg sannfærður um það að það væri ekki hægt að afgreiða 2020 skýrsluna án þess að hafa greinargerð Sigurðar til hliðsjónar. Ég held að útkoma hennar núna hafi einmitt staðfest þetta.“ Ríkissjóður verði fyrir fjártjóni Þorsteinn fer yfir það sem vekur athygli hans í greinargerðinni sem birt var í gær. „Það er það að við upphaf Lindarhvols voru settar starfsreglur, siðareglur. Þær hafa allar verið þverbrotnar, virðist vera eftir því sem hér kemur fram.“ Fögur fyrirheit hafi því brugðist að mati Þorsteins. „Við erum með nýlegt dæmi um Íslandsbanka þar sem allt brást líka,“ segir hann. „Það er nákvæmlega eins og hér nema hér verður ríkissjóður fyrir fjártjóni, það er alveg klárt. Hann verður fyrir fjártjóni vegna þess að það er verið að selja eignir undir verði.“ Almenningur sé að tapa Þorsteinn segir að greinargerðin segi honum að það þurfi að taka málið upp. Skoða þurfi hverja sölu sem þar fór fram. „Það er alveg klárt mál,“ segir hann. „Það er ekkert mat gert á þessum eignum af hálfu Lindarhvols sjálfs sem þeir fara svo að selja. Þeir taka hrátt mat annars staðar frá, sem er frá núll upp í þrjátíu milljarða, eftir því hvað þú ert að selja.“ Þá segir Þorsteinn að í sumum tilfellum hafi verð verið lækkað til þess að það væri auðveldara að ná því. „Svo segja menn að þetta sé stórglæsileg niðurstaða, af því það kemur einhver plús tala.“ Hver er það sem græðir á þessu? „Ég ætla ekki að fjölyrða um það hver græðir á þessu. En ég veit hver tapar á þessu, það er almenningur. Það er verið að selja hans eignir þarna, hans eigur. Það erum við sem töpum á þessu ef þetta verður látið óhreyft.“ Starfsemi Lindarhvols Miðflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um Lindarhvol síðan þingmaður Pírata birti greinargerð setts ríkisendurskoðana um félagið í gær. Fyrir það hafði mikil leynd hvílt yfir skýrslunni og rifist var um hvort það ætti að birta hana eða ekki. Það var einmitt þessi leynd sem hvatti Þorstein til að fylgja málinu eftir. „Ég er tortrygginn maður að eðlisfari og ég var alveg sannfærður um það að það leyndist þarna fiskur undir steini,“ segir Þorsteinn í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. „Ég var líka alveg sannfærður um það að það væri ekki hægt að afgreiða 2020 skýrsluna án þess að hafa greinargerð Sigurðar til hliðsjónar. Ég held að útkoma hennar núna hafi einmitt staðfest þetta.“ Ríkissjóður verði fyrir fjártjóni Þorsteinn fer yfir það sem vekur athygli hans í greinargerðinni sem birt var í gær. „Það er það að við upphaf Lindarhvols voru settar starfsreglur, siðareglur. Þær hafa allar verið þverbrotnar, virðist vera eftir því sem hér kemur fram.“ Fögur fyrirheit hafi því brugðist að mati Þorsteins. „Við erum með nýlegt dæmi um Íslandsbanka þar sem allt brást líka,“ segir hann. „Það er nákvæmlega eins og hér nema hér verður ríkissjóður fyrir fjártjóni, það er alveg klárt. Hann verður fyrir fjártjóni vegna þess að það er verið að selja eignir undir verði.“ Almenningur sé að tapa Þorsteinn segir að greinargerðin segi honum að það þurfi að taka málið upp. Skoða þurfi hverja sölu sem þar fór fram. „Það er alveg klárt mál,“ segir hann. „Það er ekkert mat gert á þessum eignum af hálfu Lindarhvols sjálfs sem þeir fara svo að selja. Þeir taka hrátt mat annars staðar frá, sem er frá núll upp í þrjátíu milljarða, eftir því hvað þú ert að selja.“ Þá segir Þorsteinn að í sumum tilfellum hafi verð verið lækkað til þess að það væri auðveldara að ná því. „Svo segja menn að þetta sé stórglæsileg niðurstaða, af því það kemur einhver plús tala.“ Hver er það sem græðir á þessu? „Ég ætla ekki að fjölyrða um það hver græðir á þessu. En ég veit hver tapar á þessu, það er almenningur. Það er verið að selja hans eignir þarna, hans eigur. Það erum við sem töpum á þessu ef þetta verður látið óhreyft.“
Starfsemi Lindarhvols Miðflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira